laugardagur, nóvember 08, 2008

A hugely busy day



Þetta er búið að vera annasamur dagur eða þannig, venjulega er rútínan bara fara í skólann, fara heim búið.

Í dag fórum við fyrst til Höllu Kolbeins, fullorðin kona sem býr í Normanton rétt hjá Leeds, við komust í tengsl við hana þegar ættingjar hennar spurðu Huldu systir í vinnunni hjá Samskip, hvar þau gætu fengið aðstoð fyrir hana til að flytja til Íslands, Hulda spurði mig og ég vissi ekki um neitt fyrirtæki en vissi um Gunnar, svo hann er búinn að vera að fara til hennar og pakka öllu niður, og í dag fórum við að þrífa. Hún er búin að vera hér í áraraðir gift breta sem féll frá núna í sumar svo hún vill flytja aftur til Íslands. Svo á föstudag keyrum við hana í flug og dótið hennar í skip.


Eftir þrifin fórum við að sjá Bond í bíó, með Suman, Manvir og Sandhyu, mér fannst þessi nú skárri en síðasta, kannski því ég passaði mig að vera ekki með neinar væntingar, það vantar samt heilmikið upp á að þessi nýji sé eins og alvöru Bond með húmor og alvöru kvennafar, þessi er alltof alvarlegur og skítugur.

Eftir bíó kíktum við á Starbucks, svo kíktum við uppí háskóla þar sem vinkona okkar var búin að bjóða okkur á celebration of Mexican death day, en hann er mikið mál í Mexíkó, bæði minnst þeirra sem eru farinir og gert grín að dauðanum því eftir því sem Myriam segir eru þeir skíthræddir við að deyja. Meiri myndir hér .

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta hljómar allt svo skemmtilegt og þið næs við þá gömlu, gott fyrir karmað að gera svona góðverk.
kv. Gerður