sunnudagur, október 26, 2008

Hugleiðing
Ég hef verið að hugleiða fréttamat og framsetningu fjölmiðla hér í UK miðað við hvernig hún er á Íslandi.
T.d. hefur í dag verið fjallað mikið um mótmæli gegn valdhöfunum á Íslandi í fréttum BBC og öðrum sjónvarpstöðvum ásamt umfjöllunar á vef sömu aðila. En þegar ég fer á íslenskar fréttaveitur þá er lítið sem ekkert fjallað um þetta, í besta falli gert svona góðlátlegt grín að þessu og í Ríkissjónvarpinu var þetta sjötta frétt á undan t.d. þriðju frétt sem var um að fellihýsi hafi eyðilagst á Kjalanesinu. Þetta segir allt sem segja þarf, fellihýsið er mikilvægara en mótmæli fólksins, Hrunadansi Íslands á öllum sviðum þjóðfélagsins. Annað er það hvernig umfjöllunin er öðruvísi í UK. Hérna er ávalt talað við og tekið dæmi um hvernig þetta mál snertir "venjulegt" fólk. Rætt við þá sem málið varðar, talað semsagt við "grasrótina" En á Íslandi er næstum því eingöngu bara viðtöl við forstjóra stórfyrirtækja, sjórnmálamenn, fulltrúa atvinnulífsins og kannski einhvern forkólf atvinnulífsins. Í frétt BBC var t.d. viðtal við íslending um það hvernig þessi krísa kæmi við hann og hvað viðkomandi hefði að segja um þessi mótmæli. En á Íslandi ekki eitt viðtal þar að lútandi. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum sem ég hef séð á þessum mánuðum sem ég hef búið hérna í UK.
Hvað segir þetta okkur? Hefur þetta eitthvað með eigendur fjölmiðilsins að gera og pólitísk tök ráðandi afla á Ríkisútvarpinu? Ég hef verið svo naive hingað til að trúa að eignarhald og stjórnartaumar yfir viðkomandi fjölmiðli hefði lítið sem ekkert að segja. Hvar var t.d. gagnrýnin umfjöllun fjórða valdsins þegar var verið að steypa OKKUR í skuldafen ókominna kynslóða. Núna er ég viss um að ég tek ÖLLU með miklum vara sem frá þeim kemur. Þeim er ekki treystandi.
Kv
Gunnar Halldór

3 ummæli:

Bjartur og Ragga sagði...

sammála mágur það er ekki talað mikið við almúgan á klakanum..og umfjöllun er keypt eins og auglysínga. í skólanum hjá mér eru nokkrir hættir og farnir heim að vinna fyrir bílalánum.. eða þeir áttu pening á ís og ætluðu að frammfleita sér á því en peningurinn er búinn að skerðast all svakalega með genginu...og öllum líður frekar illa.

Svava Pétursdóttir sagði...

Já þetta hrun hefur haft áhrif á mig og marga í kringum mig, ótrúlegt hvað fólk sýnir mikið jafnaðargerð.

Nafnlaus sagði...

Æi já það er kannski satt að fjölmiðlarnir fjalli frá mismunandi sjónahornum í sitt hvoru landinu. T.d er fyrsta spurningin sem ég fæ frá collegum mínum á Íslandi og öðrum góðum samlöndum sem í mig hringja er "hvernig er að vera Íslendingur í Englandi þessa dagana". Svarið er "Nákvæmlega það sama og var fyrir ári síðan". Málið er að meginhluti Breta er bara skítsama um þetta ástand á skerinu og það eru aðeins þeir sem hafa hlut í máli eða lesa meira en drasl blöðin hér í landi (sem er því miður minnihluta hópur). Hér verða fjölmiðlarnir að dramatísa ástandið svo restin sínir einhvern áhuga. T.d var ekki fjallað um öll sveitafélögin daginn út og inn sem vorum með nokkrar milljónir punda (sem okkur var sagt að væru ekki til) inna Icesafe sem er meira en lítið spúkí banki sem bara fékk að starfa í UK og ekki annarstaðar það sem hann var class C banki og enginn sem hefur vit fyrir sér hvað þá sveitafélög fari að investa í svona busisness. Má ekki vekja of mikla athygli á því. Heldur var endurtekið aftur og aftur að Félag til styrktar Krabbameinsrannsóknum og kattavina félag hafi misst nokkra tugi þúsunda punda í Icesafe. Þetta vekur athygli (Og bretinn brjálaður, hvað verður nú um allar kisurnar). Sunnan fyrir Lincolnshire er öllum meira en sama um hvaða fiskikallar á Íslandi séu í fílu og ætli að hætta að selja fisk enda erum við að sjá meir og meir af Ufsa frá Alaska. En hér með festi síðu sem Eirkíkur nokkur Bergmann "prófessor" með meiru skrifaði í Guardian um að Íslensku þjóðinni mætti ekki kenna um stöðu landsins heldur væri þetta einatt stjórnmálamönnum og ríkum Íslendingamafíósum að kenna. Hmm hvað ætli við höfum lesið mikið í Íslenskum fjölmiðlum undanfarið "Góð"ár að ríkistjórnin og billarnir væru nú á leiðinni með allt til fjandans. Nefni nú til dæmis eiganda Samskipa sem á afmælinu sínu flaug Elton John til að syngja fyrir sig eitt lag eða svo. Man eftir að umfjöllunin hafi verið frekar jákvæð ef ekki með smá monnti að þetta gætu nú ríkir Íslendingar látið eftir sér á góðum dögum. Ekki var nefnt að þetta væri nú til háborinnar skammar og peninga eyðsla. úff hve sumir hlutir gleymast fljótt. En ég er allavega fyrir mína hönd bara frekar hlutlaus en segi eins og mínir samlandar "þetta reddast".
Greinin fékk yfir 2000 comment frá bæði Íslendingum og Bretum. Ætlaði varla að geta rifið mig frá tölvunni. En er farin aftur að læra. :) Kveðja frá Huldu VíkíndaBreta og Nýlegum Færeyingaaðdáanda.
http://www.guardian.co.uk/commentisfree/2008/oct/13/iceland-banking