mánudagur, júní 02, 2008

Stórborgin

Stundum verður maður áþreifanlega var við það að maður býr núna í stórri borg með þeim kostum og göllum sem því fylgja. Ég labbaði í skólann í dag og það er kyrrt veður, þá finn ég sko fyrir menguninni þó vinkona mín frá Indlandi hlægi og segi að þetta sé sko ekki mengun.

Hnífaglæpir eru agalega algengir hér í Englandi og varla líður sú vika að ekki gerist eitthvað skelfilegt. Í morgun fannst kona látin af stungusárum heima hjá sér, og barnabarn hennar handtekið. Það sem verra er að hún er þekkt baráttukona gegn ofbeldisglæpum eftir að sonur hennar var myrtur. Það sem gerði þetta áþreifanlegt er að hún bjó við götuna sem við keyrum niður í bæ, og áðan sá ég syrgjendurnar og blómin við húsið. Fréttin er hér.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Allt best í Keflavík, engir glæpir.

Nafnlaus sagði...

Það var þá helst, aðal frétt á MBL.is eftir hverja helgi eru slagsmál,læti og innbrot í R-bæ

Nafnlaus sagði...

Það er bara sveitaballsstemmingin.

Nafnlaus sagði...

;) jamm.......