Busy weekend
Það má fullyrða að það hafi verið allt á fullu hjá Bergþóru Sól um þessa helgi. Föstudagskvöldið var að venju undirlagt skátfundi, og síðan ver vaknað á laugardagsmorgni klukkan 7 til að fara á stórt sundmót. Þetta var á sama stað og síðast, yfir 600 áhorfendur og kringum 100 keppendur. Bergþóru gekk mjög vel og bætti tíman sinn í baksundi og skriðsundi um 3-4 sekúndur en "bara" um 1 sekúndu í bringusundi sem er í raun hennar sterkasta grein. Þar sem bringusundið er ávalt fyrsta keppnisgreinin og hún yfir-spennt, skemmir það mikið fyrir henni. Það er svolítið fyndið að sjá hana rétt áður en hún fer uppá start-blokkina, hún getur ekki verið kjurr, hoppar og læti. Eftir fyrsta sundið er hún síðan orðin róleg og einbeitt. Ég veit að hún getur betur í bringunni vegna þess að stelpa sem hún er að æfa með er ávalt á eftir henni í keppni á æfingum, en er svo með betri tíma en hún á sundmótum. Eftir mótið fórum við og sóttum Svövu á kóræfingu og fórum í bíltúr út í sveit. Á sunnudagsmorguninn var einnig vaknað klukkan 7 of farið á brautarstöðina hér í Leeds þar sem 15 aðrar skátastelpur biðu. Flokkurinn fór síðan til Eureka sem er frábært safn fyri krakka, með áherslur á að leika og læra.
Skátastelpurnar komu svo til baka með lestinni rétt fyrir fimm og þá var farið strax á sundæfingu sem byrjar fimm. Þannig að það var ánægð og þreytt stelpa sem sofnaði í kvöld og mætir síðan með bros á vör í fyrramálið í skólann. Hún fékk sérstök verðlaun á sal fyrir helgi.
En eins og segir á skjalinu; Bergthora was praised in our Special Assembly for a lovely friendly attitude.............
1 ummæli:
Flott hvað henni gengur vel í sundinu og ekki kemur viðurkenningin á óvart. Hún er alltaf svo kát og brosmild.
kv. Gerður
Skrifa ummæli