miðvikudagur, mars 12, 2008

Ísland og einkunnir

Það er oft mjög fyndið að vera íslendingur í útlöndum eða það finnst mér allavega. Ég var í dag að ræða við einn kennarann minn, þeir vilja alltaf vera að ræða Ísland og finnst það fáránlega lítið, t.d. vorum við að ræða einkaskóla, jú ég hélt þeir væru eitthvað 5 -1 0 á Íslandi, þá hló hann og sagði að það væru líklega 5 í næsta nágrenni. Ekkert skrýtið svo sem við það í búafjöldi Leeds með úthverfum er um 800.000. Þeir eru líka sannfærðir um að ég þekki meirhluta kennara á íslandi, ég þekki reynar marga en ekki alla 4-5000 sem grunnskólakennarar eru núna.
Eina sem er líklega stórt á Íslandi er landið sjálft, þar búa 3 á ferkílómetra en 246 í Bretlandi og 127 í Danmörku. Ef þið viljið vita meira er listinn hér.
Já ég er búin að fá einkunnir fyrir fyrri önnina, hér eru þær á skalanum 0 -90, þarf 50 til að ljúka, úr fjórum verkefnum fékk ég 56, 62, 67, og 74 svo út úr kúrsunum tveimur er þetta 60 og 69 sem er bæði á skalanum Merit sem þykir víst býsna gott en næst skal stefnt á yfir 70 sem heitir þá distinction. Einkunnir yfir 80 eru skilst mér mjög sjaldséðar. En allavega ef ég held svona áfram má vera að ég skelli mér í PhD nám eða EdD, sem er styttra en samt doktorsnám, allt í gerjun ennþá........

1 ummæli:

Google sagði...

Lán allt að $ 500.000 og lánalínur allt að $ 100.000
     Einföld umsókn, ákvarðanir í mínútum
     Fjármögnun eins hratt og ein virkur dagur ef þú ert samþykkt
     Sölutrygging byggð á viðskiptasjóðstreymi, viðskipta- og persónulegum lánsfé
     Hafðu samband við okkur
    Tölvupóstur: atlasloan83 @ gmail. com
    whatsapp / Hangout 14433459339
    Atlasloan.wordpress.com