föstudagur, nóvember 09, 2007


Góð heimsókn


Við fengum Möggu, Óðinn og Pétur í heimsókn frá fimmtudegi til mánudags. Þau komu með Huldu og Les frá Grimsby í mat á fimmtudagskvöldið. Svava eldaði kalkún með minni hjálp ;9. og það var svona jólamatsuppskrift með fyllingu og öllu sem við á.






Við fórum á The Royal Armories þar sem við gátum skoðað morðtól frá ýmsum tímum, og hvernig menn háðu stríð og svona margt álíka uppbyggilegt í því samhengi. Eins var farið í nokkra göngutúra m.a. upp á heiðar í Yorkshire Dales, hjá bænum Ilkley og í næsta nágrenni við okkur hér á Stanmore Grove, eins upp í Háskóla og svona. Eins fórum við töluðvert út að borða m.a. á uppáhalds Inderska veitingastaðinn okkar Shees Mahal og á einn Grískan veitingastað sem heitir The Olive tree, sem er líka mjög fínn. Semsagt takk fyrir heimsóknina, ávalt gaman að fá góða gesti í heimsókn. Gunnar Halldór.


5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Við erum líka afskaplega ánægð með heimsóknina, takk aftur fyrir okkur :)
kv.
Magga

ps. Ertu ekki dugleg að lesa Svava :)

Nafnlaus sagði...

Ég les og les alveg sveitt enda veitir ekki af !

Bjartur og Ragga sagði...

Ég slefa bara yfir veitingunum MMMMM....má ég líka fá kalkún ef ég kem :-)

Nafnlaus sagði...

Auðvitað færðu kalkún ef þú kemur ! Hvenær á ég að byrja að elda ?

Bjartur og Ragga sagði...

Get ég ,við ekki bara flust inn í hálft ár ég er kominn undir 90 kg alveg að hverfa hefði gott af smá dekri