Smá fréttir
Hitti hana Erlu um daginn sem er líka í University of Leeds, hún sagði mér að það væru nokkrir íslendingar hér. Hún var nýbúin að fara í boð hjá Rory Turk sem er prófessor í íslenskum fræðum og talar íslensku og býður við og við heim þeim íslendingum sem hann veit af hér í Leeds.
Það er komið haust og það er alltaf verið að sópa lauf af gangstéttunum, annars væru þær líklega alltaf sleipar og ógeðlegar.
Bergþóra er farin að æfa kick boxing og fer á skátafundi allt með bekkjarsystur sinni henni Shenell.
Les og les ferlega hægt, alltaf að fletta upp einhverjum orðum, getur einhver sagt mér hvað ontological þýðir í uppeldisfræðilegu samhengi?
Er orðin ferlega flink að hjóla upp brekkur.
Fór í skólaheimsókn um daginn í barnaskóla, var með 8 ára krökkum. Þau vildu vita allt um ísland, hvort við hefðum rafmagn, hvort við hefðum háð einhver stríð, hitastigið, mannfjöldan, hvernig ég hefði komist til íslands. Skólarnir eru í stórum dráttum líkir okkar, allar stofur með smart board svo kennarar hafa dregið mikið úr notkun á kennslubókum. Töluvert meiri agi enda alls konar punkta og verðlaunakerfi í gangi til að verðlauna góða hegðun. Kennararnir kenna bekkjunum sínum öll fög, líka leikfimi og söng, þau eru ekki í smíði, handavinnu, myndmennt né heimilisfræði.
3 ummæli:
Er búin að vera fletta, gæti það verið þetta síðasta, verufræði !
On-to
forliður. 1. (í heimspeki) tilveru-. 2. (í líffræði) lífveru-.
log-i-cal
l. 1. rökfræði-, sem varðar rökfræði: a logical system. 2. röklegur, rök-: a logical statement. 3. rökréttur: the logical conclusion of those premises. 4. rökfastur, rökvís: a logical mind. 5. rökrænn; nauðsynlegur samkvæmt hlutarins eðli: a log¬ ical result.
on-tol-o-gy
n. verufræði, sú grein heimspeki sem fjallar um tilveru hlutanna.
Eða
Lífverurökfræði - hvað sem það nú getur verið !!
hej ég held að þetta hafi með trú og Guð að gera.allt sem þeg finn um þetta er "er Guð til "
Voða Heimspekilegt
en ég er jú bara kokkur :-)
Skrifa ummæli