Héldum að himinn og jörð væri að farast í gærmorgun þegar dyrabjallan hringdi stanslaust kl. 7:00 nei nei það var ekki kviknað í, það var bara pósturinn að koma með pakka !
Fórum í dag á bændamarkað í Otley, rétt hjá Leeds
og ætluðum líka á annan svona skranmarkað en það eru fleirri árrisulir en pósturinn, markaðurinn opnar 6 og er búinn fljótlega upp úr hádegi. En bændamarkaðurinn var frábær, í litlum svefnbæ í útjaðri Leeds. Keyptum lamakjöt og grænmeti og bacon og hunang allt beint af bóndanum og á fínu verði. Hittum líka bæjarkallarann, þennan á myndinni. :)
Ég les og les en samt ekki nóg, þyrfti að vera duglegri, skemmtilegast finnst mér núna að lesa lærðar greinar og koma í orð allskonar vangaveltum sem hafa verið að brjótast um í hausnum á mér undanfarin ár um kennsluna, vangaveltur um tilgang, innihald, árangur og aðferðir. Kannski verst að það er alltaf einhver annar búin að hugsa það sama og ég áður !
Er svo búin að vera hálfkjökrandi yfir því að komast ekki í Leeds Festival Chorus, röddin mín ekki tilbúin var sagt, ég vil meina slakur undirbúningur, en þá get bara ég einbeitt mér að náminu og farið meira í ræktina, samt fúlt.
Grunnskólar er búinn að vera í fríi síðustu viku og Bergþóra þar með í fríi. Fólk fer greinilega töluvert á flakk eða er upptekið með börnunum sínum svo ég var ein í jógatíma, fékk bara einkakennslu, það var bara frábært. Bergþóra er búin að vera mjög dugleg á sundæfingunum hjá Leeds swimming club, æfingarnar eru 3 sinnum í viku, og áhuginn varð líka meiri þegar Shannel vinkona hennar hóf að æfa með klúbbnum. Þær eru síðan 2 sinnum í viku í Kikboxing.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli