Haust
Það fór eins og mig grunaðir að það yrði minna um blogg um leið og ég færi að stunda nám :) Ætla samt ekki að hætta og stikla á stóru hér.
Það er komið haust eins og sést á myndinni sem tekin er í Royndhay Park, fórum þangað á laugardaginn.
Svo erum við búin að kveikja á kyndingunni því það er ansi hráslagalegt á kvöldin og morgnana án hennar.
Á sunnudaginn hélt ég að við værum að fara í rannsóknarferð í Outlet Village Junction32 en þá fór Gunnar of all people offari í búðunum og verslaði jakkaföt, úlpu, buxur, skó á sig, úlpu á Bergþóru og ég keypti mér tvö pils, því veðrið hér leyfir svoleiðis fatnað. Fínt að versla þarna og ágæt verð.
Skólinn er frábær, ég er í tveim áföngum + ýmislegt :
- nám og kennsla í náttúrufræði, um hugtakaskilning, kennslu, námsskrár, námsmat o.þ.h.
- Náttúrufræði: tilgangur, stefna og fagleg þróun, segir sig svolítið sjálft.
- svo sit ég áfanga í aðferðafræði og les efnið en þarf ekki að skila verkefnum, ætti að koma góðum notum, en aðferðafræðin úr KHÍ situr ótrúlega vel í mér svo þetta er meira eins og upprifjun enn sem komið er.
- við fáum tíma í tölvunotkun, þar bíð ég eftir kennslu í glósuforriti og gagnavinnslu og gagnagrunnum en sleppi tímum í word og powerpoint.
- tímar í academic writing, ferlega góðir tímar þjálfun í að nota orðaforða sem þarf og uppbyggingu og vinnubrögð við ritun, veitir ekki af þar sem eina námsmatið hér eru ritgerðir.
- umsjónartímar, ekki hægt að kalla þá annað, (personal tutor group) allskonar praktísk atriði og hópefli.
Og bækurnar mínar sjö !!!!!!!!!!!!! bara byrjunin fyrir hvern tíma er bent á sjö aðrar og annað eins af greinum .
Nóg í bili Svava
2 ummæli:
Hæ hæ bara að kvitta, sýnist að þú hafir nóg að gera Svava mín í náminu. Það er líka orðið haustlegt hér heima, var á Þingvöllum um helgina og þvílíkir litir í náttúrunni.
Hafið það gott.
kv Inga
Kvitt kvitt, endilega halda áfram að blogga, svo gaman að fylgjast aðeins með.
Skrifa ummæli