á myndinni er Bergþóra að fara í skólann og Channel fyrir aftan hana.
...
Núna þegar lífið er allt að komast í fastar skorður verður einhvernveginn minna fréttnæmt frá að segja. Gunnar fór með Bergþóru og Channel í bíó í gær og ég rölti um miðbæinn á meðan. Það er alveg greinilegt að hér eins og heima er það aðaltómstundaiðja fólks um helgar að versla, allt troðfullt af fólki. Keypti einn bol, er orðin svo aðhaldssöm í peningamálum.
...
Í skólanum hef ég mest verið með nokkrum konum, Miriam frá Mexico, Sumin Indversk/kananda/UK, Sandhya frá Indlandi, Kate héðan og Islaura frá Kúbu. Eigum svo sem ekkert sameiginlegt nema það að vera að reyna að fóta okkur í ma námi við kennaradeildina.
...
Hitti í fyrsta sinn mann sem ekki vissi hvar Ísland er, sá var frá Nigeríu. Aðalkennararnir mínir hafa báðir komið til Íslands og vildu vita hvort ég þekkti Björk og færi oft í BláaLónið :) eða þannig.
...
Við Gunnar dundum okkur þessa dagana að lesa uppskriftir og elda holla grænmetisrétti aðalega úr Hagkaupsbókinni, gerðum um síðustu helgi einn sem heitir einfaldur baunaréttur eða eitthvað álíka, svo sem auðvelt að gera hann en mörg hráefni eins og sést í picasaalbúminu. Svo suðum við linsubaunir og bjuggum til agalega góð buff, en suðum svo mikið af baunum að það verða linsubaunir í öll mál.
5 ummæli:
Og hvernig smakkaðist svo rétturinn ??
Hann er mjög góður, mátulega sterkur og fínn. Það áttu að vera kókosflögur í honum en fengum bara kókosmjöl. Hann var samt mikið rauðari í bókinni hjá Sollu en frekar grænn hjá okkur. Svava
Gaman að heyra líka frá hversdagsleikanum : ) Bergþóra lítur út eins og stelpa í breskri bíómynd, ferlega flott. Hver er Channel? Hvernig er námið? Hvað ertu að læra? Hvað heita fögin? Er hópavinna? Mér finnst ferlega gaman í mínu námi. En bara hrikalega mikið að gera ! En allt sem ég les er spennandi og áhugavert.
Vá var að skoða myndirnar svaka flókið og úff þetta er eitthvað sem Magga gæti átt til að bjóða okkur upp á í saumó ; ) nammi namm
Það eru nú meiri rólegheitin hjá þér í skólanum úr því að þú hefur tíma til að lesa matreiðslubækur !!! það er soldið annað en hjá henni Gerði sem er að drukkna :) Fyrst þegar maður byrjar að elda svona rétti finnst manni hrikalega margt í þeim, það breytist svo ekkert :)....það sem breytist aftur á móti er það að það eru alltaf fleiri og fleiri hráefni sem eru til í skápunum þ.a. innkaupalistinn verður ekki eins langur.
Skrifa ummæli