þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Ferðasaga 4. hluti
10. ágúst: Yamdrok-Guantse-Shigatse
Við höldum nú frá Lhasa og á vit fjallanna. Á fjórum Toyota Lancruiser bílum Við förum upp í Khampa La-skarðið sem er í 4.794 m h.y.s. Leiðin upp skarðið börn allsstaðar Hér er ótrúlega falleg útsýn yfir bláleitt Yamdrok-vatnið og snævi þakin Himalaja-fjöllin sem teygja sig upp í yfir 7.000 m hæð. Við snæðum nestið okkar í grænum reit við vatnsborðið og ökum því næst í átt til Gyantse og heimsækjum á leiðinni dæmigert bóndabýli. Vegurinn á milli Khampa La og karo Lapasset var víst í sundur, tveggja ára brú sem hrundi bara einn góðan veðurdag. Við fórum því aðra leið, áðum við veginn í skugga stórra trjáa. Nestið var kjúklingaleggur, harðsoðið egg, banani, rúnstykki með osti og ostakökusneið snyrtilegt í öskju. Þarna voru berrassaðir strákar að baða sig í læk og fljótlega spruttu upp fleiri börn og konur sem horfðu á okkur eins og naut í nývirki og við á það, maður er nú eiginlega bara orðinn vanur því, en börnin horfa og benda og hlægja á mig, hér í Tíbet er víst ekki mikið um feitt fólk svo ég þyki stórmerkileg og fólkið snertir mig ef það fær tækifæri til. Við stoppuðum reglulega til að taka myndir og teygja úr okkur. Bíulstjórarnir eruð vingjarnlegir og fínir en umferðarmenningin hér er ekki upp á marga fiska, Gunnar segir að hann hafi aldrei heyrt mig segja jeddúdamía eins oft, en þeir taka fram úr í kröppum beygjum á heilli línu, taka fram úr milli tveggja bíla og troðast eins og þeir geta, okkar bílstjóri liggur fast á flautunni og flautar á allt kvikt, jafnvel þó það sé vel úti í kanti, Tolli sagði að “það væri nóg að það væri fugl á grein.”
Lífið hér viriðist allt bundið við veginn, húsin eru byggð meðfram veginum bæði í sveit og í borg, öll verslun á sér stað í litlum húsum sem líkjast helst bílskúrum byggðir í löngum röðum, þar er verslað með allt á milli himins og jarðar, frá sementi, grjónum, drykkjum, dekk, sófasett, föt. Hvar sem við keyrðum var fólk við veginn að selja melónur, bíða eftir rútu vinna við veginn og byggingar og á ferð með kyr og kindur, berandi hey, og svo líka bara sitjandi og ekki gátum við ímyndað okkur hvað að gera. Okkur fannst við hafa séð allt þegar við sáum um 1 árs gamalt barn skríða eftir veginum með foreldrið með sér. Börnin eru reynar út um allt vinkandi og brosandi, sum betlandi og ansi aðgangshörð.
Við æjum líka á okkar hæsta punkti í 5.010 m hæð í Karo Lapasset-skarðinu. Næsti áfangastaður er Gynatse þar við sækjum heim Kumbum-klaustrið en nepalskur byggingastíll þess er víðfrægur þar sem mikið fer fyrir augum Búddha á toppnum sem horfir vökulum augum í allar fjórar höfuðáttir. Í klaustrinu eru alls 108 helg herbergi og frá þakinu er afbragðs útsýn yfir bæinn.
Sael oll komst loks i internet samband og ta i Tibet, erum nu i borg sem heitir Sihigatse, vorum a mikilum akstri i gaer, forum upp hrikalegt skard sem kambarnir hreinlega folna vid hlidina a liklega svona 20 faldir kambar, tar saum vid lika mikid af jakuxum, svo var ekid um mikla eydimork eda svo fannst okkur en allststadar var folk og hvar sem vid stoppum hoppa upp brosandi born. SVo heimsottum vid eitt enn hofid, sumir i hopnum eru nu alvega ad fa nog af teim, svo duttum vid laglega i lukkupottin, tar sem vid gengum i gegnum t'ypiskt T'ibetsk torp tar sem ein amman vildi endilega bjoda okkur inn, tad er mjog skrytid ad sja hvad folkid her byr frumstaett, husdyrin i framgardinum, kyr, jakuxi, haenur og hundur, vatnid sodid med solarspeglum, og eldad med jakuxatadi, samt var a heimilinum baedi sjonvarp og hljomflutningstaeki. Amman var heima med barnabornum, tegar atti ad taka af teim mynd vildi ein stelpan punta sig dro fram skuffu, i henni voru bara skor sem hun for i fyrir myndatokuna. Allstadar er verid ad byggja en ekki a mikid nutimalegan hatt heldur med heimagerdum mursteinum ur leir, svo er allststadar verid ad turka jakuxatad til ad safna eldsneyti. Eftir mikinn akstur og ogleymanlegt aevintyri erum vid nu a luxushoteli, miklar andstaedur.
Tibet er i um 4000 m haed yfir sjavarmali og vid berjumst morg vid hafjallavekiki sem lysir ser med hausverk og oglegdi, hun kemur litid vid Gunnar en Svava er frekar slopp og lystarlitil, latum okkur samt hafa tedda allt til ad geta upplifad aevintirid, verd reynar ad laedast upp troppur og labba haegt til ad standa ekki alveg a ondinni og henda ekki pulsinum i haestu haedir.
Forum a laugardag aftur til Beijing og svo heim a tridjudag.

Áfram ökum við til Shigatse og komum þangað um kvöldið.

Engin ummæli: