miðvikudagur, desember 31, 2008
Jólamyndirnar
Ég er háftvístígandi hvar ég eigi að halda áfram að birta myndirnar mínar, finnst gaman að hafa þær á Picasa en hugsa að fleirri skoði þær á Facebook ? Hvað finnst ykkur.
Allavega núna eru þær komnar á Facebook hér : http://www.facebook.com/album.php?aid=49386&l=7e560&id=696749115
Þetta er úr þrem boðum. Aðfangadagur með Möggu og hennar strákum, Jóladagur með Guðbjörgu og svo svakapartý með öllum hjá Gerði þar sem alltof mikill matur var á boðstólum, við spiluðum actionary þar sem margir fóru á kostum og sjá mátti húsmóðurina velta um á gólfinu leikandi rúllupylsu. Mitt lið var reyndar meira frammi að reykja en inni að leika svo ekkert gekk, ætla að hafa það í huga næst þegar ég kýs í lið. Svo var dansað og sungið og mikið stuð.
Í kvöld erum við svo hjá Iðunni, með Möggu lika og allir okkar krakkar, stelpurnar voru reyndar hjá okkur á annan, og Bergþóra búin að vera meira og minna hér. En mínir strákar voru á aðfangadag hjá pabba sínum og hafa svo verið að vinna og bauka við sitt og lítið sést.
Svava
Ég er háftvístígandi hvar ég eigi að halda áfram að birta myndirnar mínar, finnst gaman að hafa þær á Picasa en hugsa að fleirri skoði þær á Facebook ? Hvað finnst ykkur.
Allavega núna eru þær komnar á Facebook hér : http://www.facebook.com/album.php?aid=49386&l=7e560&id=696749115
Þetta er úr þrem boðum. Aðfangadagur með Möggu og hennar strákum, Jóladagur með Guðbjörgu og svo svakapartý með öllum hjá Gerði þar sem alltof mikill matur var á boðstólum, við spiluðum actionary þar sem margir fóru á kostum og sjá mátti húsmóðurina velta um á gólfinu leikandi rúllupylsu. Mitt lið var reyndar meira frammi að reykja en inni að leika svo ekkert gekk, ætla að hafa það í huga næst þegar ég kýs í lið. Svo var dansað og sungið og mikið stuð.
Í kvöld erum við svo hjá Iðunni, með Möggu lika og allir okkar krakkar, stelpurnar voru reyndar hjá okkur á annan, og Bergþóra búin að vera meira og minna hér. En mínir strákar voru á aðfangadag hjá pabba sínum og hafa svo verið að vinna og bauka við sitt og lítið sést.
Svava
laugardagur, desember 27, 2008
Kæru vinir og ættingjar óskum ykkur öllum gleðilegra jóla.
Sendum engin jólakort í ár en þökkum kærlega þau sem okkur hafa borist og lofum að standa okkur betur næst.
Erum búin að hafa það svaka gott, á aðfangadag hjá Möggu, Guðbjörgu á jóladag og Gerði í gær. Erum núna hjá Herði og Sillu og ég fékk aðeins að nota tölvu, netið bilaði hjá pabba og við erum öll búin að vera hálf vængbrotin yfir því en Pétur verstur, svo að hann fór aftur með tölvuna í kjallaraherbergið sitt ! Vona samt að þetta komist í lag og hann komi aftur!
Sendum engin jólakort í ár en þökkum kærlega þau sem okkur hafa borist og lofum að standa okkur betur næst.
Erum búin að hafa það svaka gott, á aðfangadag hjá Möggu, Guðbjörgu á jóladag og Gerði í gær. Erum núna hjá Herði og Sillu og ég fékk aðeins að nota tölvu, netið bilaði hjá pabba og við erum öll búin að vera hálf vængbrotin yfir því en Pétur verstur, svo að hann fór aftur með tölvuna í kjallaraherbergið sitt ! Vona samt að þetta komist í lag og hann komi aftur!
miðvikudagur, desember 24, 2008
Þorláksmessa

Svo lá leiðin til pabba í hangikjötssmakk, þessi hefð okkar byrjaði allavega þannig að hangikjötið var soðiði á Þorláksmessu og allir vildu smakka,
smám saman fór mamma að gera ráð fyrir smakkinu og sjóða meira en nú er svo komið að pabbi býður okkur öllum í hangikjöt á Þorlák.

Tókum líka í spil, kannski smá svindl, alveg eins og jólin séu bara komin hjá okkur.
Einhver sagði sem svo að við værum eins og ítölsk fjölskylda, við vorum víst svo hávær og málglöð.
Hér eru nokkrar myndir í viðbót; http://www.facebook.com/album.php?aid=46622&l=79964&id=696749115
fimmtudagur, desember 18, 2008
Kalt á klakanum
Ég get nú ekki verið eins heimspekileg og Gunnar er greinilega að verða þarna einn úti í Leeds. Ég er búin að koma mér vel fyrir hjá pabba, og Jón og Pétur líka. Þeir þrír njóta þess vonandi að ég eldi smá fyrir þá.
Ég ætti nú að vera að læra meira en einhvernveginn margt sem truflar, er samt ekki alveg á meltunni, er búin að :
-setja upp spurningalistann minn og prufukeyra einu sinni.
-Lesa slatta og skrifa smá.
- sýna Fálkahöfðann,
- sýna Hringbrautina,
- fara á tónleika í kirkjunni, fjórir kórar og einsöngur rosa flott
- fara á tónleika hjá söngdeildinni, sakna þeirra allra.
- fara í heimsókn í Heiðarskóla
- fara til Guðbjargar
- setja upp jólaseríur úti með Jóni
- fara í saumaklúbb og búa til konfekt
- sjóða ýsu, gera pestopasta, plokkfisk og hakk í ostrusósu
- moka tröppurnar x4
Og svo kláraði ég bókina "The Curious incident of the dog in the night time" alveg meirihátta bók í alla staði, innsýn í líf drengs með Asperger heilkenni og ævintýri hans. Heyrði fyrst um þessa bók á námskeiði fyrir stærðfræðikennara og hún er full af skemmtilegri stærðfræði er svona smákrimmi annan þráðinn en samt ekki.
kv. Svava
![]() |
Ísland desember 2008 |
Ég get nú ekki verið eins heimspekileg og Gunnar er greinilega að verða þarna einn úti í Leeds. Ég er búin að koma mér vel fyrir hjá pabba, og Jón og Pétur líka. Þeir þrír njóta þess vonandi að ég eldi smá fyrir þá.
Ég ætti nú að vera að læra meira en einhvernveginn margt sem truflar, er samt ekki alveg á meltunni, er búin að :
-setja upp spurningalistann minn og prufukeyra einu sinni.
-Lesa slatta og skrifa smá.
- sýna Fálkahöfðann,
- sýna Hringbrautina,
- fara á tónleika í kirkjunni, fjórir kórar og einsöngur rosa flott
- fara á tónleika hjá söngdeildinni, sakna þeirra allra.
- fara í heimsókn í Heiðarskóla
- fara til Guðbjargar
- setja upp jólaseríur úti með Jóni
- fara í saumaklúbb og búa til konfekt
- sjóða ýsu, gera pestopasta, plokkfisk og hakk í ostrusósu
- moka tröppurnar x4
Og svo kláraði ég bókina "The Curious incident of the dog in the night time" alveg meirihátta bók í alla staði, innsýn í líf drengs með Asperger heilkenni og ævintýri hans. Heyrði fyrst um þessa bók á námskeiði fyrir stærðfræðikennara og hún er full af skemmtilegri stærðfræði er svona smákrimmi annan þráðinn en samt ekki.
kv. Svava
miðvikudagur, desember 17, 2008
mánudagur, desember 15, 2008
föstudagur, desember 12, 2008
Annir, jólamarkaður og gott fólk kvatt.
Það eru hreinlega búnar að vera það miklar annir að ég hef bara ekkert bloggað. Alltaf nóg í skólanum, er núna búin að smíða spurningalistann sem ég ætla að prufukeyra meðan ég er heima og svo er það blessuð aðferðafræðin sem sér nú samt fyrir endann á núna ætla ég að vona, á allavega að skila báðum ritgerðunum 20. jan.
Um síðustu helgi fórum við til Huldu og skelltum
jólagjöfunum í skip, þægilegt að vera ekki að ferðast með of mikið, svo ég er sko búin að versla og pakka inn svotil öllum jólagjöfum. Svo á laugardeginum fórum við til Lincoln á jólamarkað í kastalanum. Voðalega huggulegt fórum bara með lestinni og ráfuðum um og keyptum ekkert, nema jólaglögg, jólabjór, og strútborgara !

Það skyggði samt aðeins á helgina að pabbi hans Les lést, hann var búin að vera veikur undanfarið og orðinn mjög fullorðinn.
Hér að neðan er líka minningargrein um fyrrverandi tengdamóður mína hana Sigrúnu, reyndar sagði hún þegar leiðir okkar Mumma lágu í sundur " mér er alveg sama hvað þið gerið, ég ætla samt að vera tengdamamma þín áfram" og það gerði hún þó samskiptin hafi smám saman minnkað. Hennar verður sárt saknað en hún hefur barist við æxli í heila í um 3 ár.
Á miðvikudagskvöldið söng ég með kórnum mínum, tveim öðrum kórum og brassbandi, frekar furðuleg upplifun, það var bara búin að vera ein æfing, en prógrammið öllum gamalkunnugt. Þetta eru árlegir jólatónleikar og stútfull ca 800 manna kirkja. Ég kunni sumt en hreyfði varirnar við annað, nei það er ekki svo slæmt, bara skemmtilegt.
Í dag var svo árslokapartýið í skólanum, ég söng, Winter Wonderland, í allt of lágri tóntegund með taugaveikluðum undirleikara, held samt þetta hafi verið þolanlegt.
Er núna að tína drasl í tösku, reyna að taka ekki of mörg kg af bókum en þarf samt smá!
kv. Svava

Minningargrein Sigrún Guðný Guðmundsdóttir
(Birtist í Morgunblaðinu 7. desember)
Stundum á lífsleiðinni á maður því láni að fagna að kynnast fólki sem bæði reynist manni vel og kennir manni nýja sýn á lífið. Sigrún var ein af þessum manneskjum, ég var svo lánsöm að búa á heimili hennar um stund sem ung kona. Þó margt væri í heimili og átti eftir að fjölga þá fann ég aldrei annað en að ég væri velkomin og var það ómetanlegt.
Í mannmörgu heimili var nóg að gera, við bökuðum flatbrauð og kleinur og úrbeinuðum folöld, tókum slátur og suðum sultu og eyddum við það mörgum góðum stundum í eldhúsinu. Þá ræddum við heima og geima, við skiptumst á skoðunum og ég fann þá stuðning hennar á þægilegan hátt því hún var ekki að skipta sér af að óþörfu. Við áttum líka sameiginleg áhugamál, Sigrún hafði gaman af tónlist og spilaði á gítar og söng svo hún kenndi mér vinnukonugripin og við sungum saman. Hún las mikið og hafði bæði gaman af því að ræða við mig um krimma og rómana og svo að lesa Rasmus Klump fyrir barnabörnin. Það var því frábært þegar hún fór að vinna í bókasafninu og vera í miðri hringiðu bókanna.
Strákunum mínum var hún besta amma, þeim þótti alltaf gott að koma til Sillu ömmu, vissir um að þar væri alltaf tekið hlýlega á móti þeim, svo vel að Jón minn bauð vinunum líka í kaffi, vitandi að þeir fengju allir eitthvað gott í gogginn. Þegar strákarnir fengu að gista mátti panta pizzu en oftar en ekki völdu þeir frekar hafragraut, ekta ömmugraut með hunangi. Hún var ávallt stolt af barnabörnunum en ég fór nú samt hjá mér þegar hún reif Pétur minn úr sokkunum til að sýna gestum hvað hann væri nú með stóra og myndarlegar fætur.
Sigrún hafði skoðanir á flestum hlutum og lét til sín taka ef með þurfti, starfaði bæði með Verkalýðsfélaginu og í bæjarpólitíkinni. Hún vildi veg kvenna sem mestan og hvatti mig óspart að standa fast á mínu, hvað sem ég tók mér fyrir hendur. Dýrmætasti lærdómurinn sem hún gaf mér var að gefast ekki upp sama hvað á móti blési, heldur takast á við erfiðleika með jafnaðargeði og þrautseigju . Hún glímdi alltaf við slæma fótinn sinn en lét það ekki stoppa sig í neinu og það var aðdáunarvert hversu samviskusamlega hún gerði æfingarnar sínar, enda gátu þau Guðmundur notið lífsins lengi við ferðalög og að sinna garðinum og fjölskyldunni.
Ég kveð Sigrúnu með söknuði og þakklæti fyrir að hafa átt hana að og vinskap hennar.
Kæri Guðmundur, börn, barnabörn og tengdabörn bestu samúðaróskir, megi Guð vera með ykkur .
Svava Pétursdóttir
Leeds
Í mannmörgu heimili var nóg að gera, við bökuðum flatbrauð og kleinur og úrbeinuðum folöld, tókum slátur og suðum sultu og eyddum við það mörgum góðum stundum í eldhúsinu. Þá ræddum við heima og geima, við skiptumst á skoðunum og ég fann þá stuðning hennar á þægilegan hátt því hún var ekki að skipta sér af að óþörfu. Við áttum líka sameiginleg áhugamál, Sigrún hafði gaman af tónlist og spilaði á gítar og söng svo hún kenndi mér vinnukonugripin og við sungum saman. Hún las mikið og hafði bæði gaman af því að ræða við mig um krimma og rómana og svo að lesa Rasmus Klump fyrir barnabörnin. Það var því frábært þegar hún fór að vinna í bókasafninu og vera í miðri hringiðu bókanna.
Strákunum mínum var hún besta amma, þeim þótti alltaf gott að koma til Sillu ömmu, vissir um að þar væri alltaf tekið hlýlega á móti þeim, svo vel að Jón minn bauð vinunum líka í kaffi, vitandi að þeir fengju allir eitthvað gott í gogginn. Þegar strákarnir fengu að gista mátti panta pizzu en oftar en ekki völdu þeir frekar hafragraut, ekta ömmugraut með hunangi. Hún var ávallt stolt af barnabörnunum en ég fór nú samt hjá mér þegar hún reif Pétur minn úr sokkunum til að sýna gestum hvað hann væri nú með stóra og myndarlegar fætur.
Sigrún hafði skoðanir á flestum hlutum og lét til sín taka ef með þurfti, starfaði bæði með Verkalýðsfélaginu og í bæjarpólitíkinni. Hún vildi veg kvenna sem mestan og hvatti mig óspart að standa fast á mínu, hvað sem ég tók mér fyrir hendur. Dýrmætasti lærdómurinn sem hún gaf mér var að gefast ekki upp sama hvað á móti blési, heldur takast á við erfiðleika með jafnaðargeði og þrautseigju . Hún glímdi alltaf við slæma fótinn sinn en lét það ekki stoppa sig í neinu og það var aðdáunarvert hversu samviskusamlega hún gerði æfingarnar sínar, enda gátu þau Guðmundur notið lífsins lengi við ferðalög og að sinna garðinum og fjölskyldunni.
Ég kveð Sigrúnu með söknuði og þakklæti fyrir að hafa átt hana að og vinskap hennar.
Kæri Guðmundur, börn, barnabörn og tengdabörn bestu samúðaróskir, megi Guð vera með ykkur .
Svava Pétursdóttir
Leeds
miðvikudagur, desember 03, 2008
Snowed in !!!
Nei ekki alveg en það var samt afsökun einnar sem kom ekki í tíma í dag! Hún býr reyndar við einvern sveitaveg og það var hressileg hálka á vegum í morgun þar sem ekki var búið að salta. Það er búið að vera skítakalt úti og slydda í gær, spáir snjó á morgun og fjölmiðlar tala ekki um annað. Þurftum að skafa bílinn í gær og í dag, ekki gerst áður, áttum enga sköfu og notuðum pottasleikju og spaða !!!
Nei ekki alveg en það var samt afsökun einnar sem kom ekki í tíma í dag! Hún býr reyndar við einvern sveitaveg og það var hressileg hálka á vegum í morgun þar sem ekki var búið að salta. Það er búið að vera skítakalt úti og slydda í gær, spáir snjó á morgun og fjölmiðlar tala ekki um annað. Þurftum að skafa bílinn í gær og í dag, ekki gerst áður, áttum enga sköfu og notuðum pottasleikju og spaða !!!
sunnudagur, nóvember 30, 2008
Meistaramót UMSK í sundi 
Meistaramót UMSK í sundi verður haldið í Sundlaug Kópavogs nú um helgina. Mótið stendur yfir bæði laugardag og sunnudag og hefst keppni báða dagana kl. 9:30. Tæplega hundrað keppendur hafa skráð sig til leiks.

Meistaramót UMSK í sundi verður haldið í Sundlaug Kópavogs nú um helgina. Mótið stendur yfir bæði laugardag og sunnudag og hefst keppni báða dagana kl. 9:30. Tæplega hundrað keppendur hafa skráð sig til leiks.
Bergþóra Sól tók þátt í þessu móti um helgina og stóð sig feykivel, varð m.a. í 6. sæti bæði í 50 m. bringusundi og 100 m. bringusundi, stelpurnar sem voru á betri tíma en hún voru allar 11 og 12 ára, þannig að þetta var flottur árangur hjá henni. Að auki keppti hún í skriðsund, bak og boðsundi. Úrslitin úr sundunum er hér og hér
Helgin hjá okkur skötuhjúunum fór hinsvegar í jóla-innkaup og tókst okkur nánast að klára verkefnið, þannig að það er frá og er það vel. Hlökkum bæði heilmikið til að koma heim um jólin.
Kv
Gunnar Halldór
miðvikudagur, nóvember 26, 2008
Glöð að hafa tekið þátt í Olweus verkefninu, hvers vegna ? Fullt af reynslu í vinnslu með stór talnasöfn, kannski ekki flókin greining en nóg til að koma að gagni við að skilja hvernig svona stórar kannanir virka. Annars átti ég fund með leiðbeinendunum í gær og þau rifu í sig uppkastið að spurningalistanum mínum svo enn slatti eftir af því verkefni.
Held ég þurfi líka að segja hvað ég er ótrúlega heppin, ég er alveg orðin fordekruð, er keyrð í skólann, svo er verslað fyrir mig og eldað og ég þarf bara að halda mér að verki við námið. Lucky me :) Takk, takk, takk, takk, takk Gunnar minn :)
Held ég þurfi líka að segja hvað ég er ótrúlega heppin, ég er alveg orðin fordekruð, er keyrð í skólann, svo er verslað fyrir mig og eldað og ég þarf bara að halda mér að verki við námið. Lucky me :) Takk, takk, takk, takk, takk Gunnar minn :)
sunnudagur, nóvember 23, 2008

Tónleikar og dutyful husbands!
Tónleikarnir með LCM kórnum voru í gær, ég hef nú farið betur undirbúin á tónleika an hafði samt gaman af þessu. Það voru nú ekki margir áheyrendur og greinilega fullt af mönnum að rækja eiginmannsskyldurnar að mæta, Gunnar greyið sagði að þetta hefðu verið með leiðinlegri tónleikum sem hann hefur farið á dóninn! Ok kannski pínu satt, fyrir utan kórstykkin sem mér líkar allavega vel þó þau séu fáheyrð, þá var heilmikill orgelleikur sem er nú ekki fyrir alla svona einn og sér Gunnar sagði að ein konan í kórnum hefði dottað undir honum, svo flutti tenórinn sem söng í St Cecilia með okkur nokkur einsöngslög og ekki svo skemmtilega. Mér fannst reyndar frábærir strákar sem sungu í Purcell stykkinu, tveir alt og alveg einstaklega fínn bassi .
laugardagur, nóvember 22, 2008
Ég var að hafa áhyggjur af því að ég væri ekki að læra nóg aðferðarfræði í fyrravetur, en ég get steinhætt því, hugsa ekki um annað þessa dagana, hef gefið aðalefninu smá frí og er núna að einbeita mér að tveimur ritgerðum sem á að skila í janúar, vil vera komin vel á veg með þær áður en ég fer til Íslands. Svo bætti ég við mig að mæta í tíma í öðrum áfanga sem er um meðferð og greiningu gagna, það var sko rétt ákvörðun þó það væri ekki nema vegna þess að í tímanum eru bara doktorsnemar sem flestir eru búinir með sína gagnasöfnun og sum eru það sem ég myndi kalla "scarily smart" og maður lærir eiginlega meira af þeim en kennaranum. Erum líka að læra á hugbúnað til gagnagreiningar.
Gunnar Halldór er orðinn norskur, allavega fór hann í klippingu í gær og sagði rakaranum að hann væri norskur, nennti hreinlega ekki að fara í gegnum alla umræðuna um kreppu og læti.
Gunnar Halldór er orðinn norskur, allavega fór hann í klippingu í gær og sagði rakaranum að hann væri norskur, nennti hreinlega ekki að fara í gegnum alla umræðuna um kreppu og læti.
fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Eins og flest ykkar vitið þá fljúgum við ávalt heim í gegnum Manchester því það er ekki nema klukkutími frá Leeds á flugvöllinn. Þá kemur eingöngu eitt flugfélag til greina sem flýgur þangað á mánudögum og föstudögum, JÁ rétt hjá ykkur, þaaaaað er Icelandair / FlugLEIÐIR.
Svava keypti sinn miða í ágúst en ég fyrir nokkrum vikum. Áætlun Svövu er 12 desember til Íslands og 12 janúar til Englands aftur (hún þarf að vinna á Íslandi vegna doktorsritgerðarinnar), en áætlun mín er 22 des. til Íslands og 5 janúar aftur út. Núnú við fáum boð um að hringja á skrifstofu Icelandair í ákveðna konu (segjum Anna) þar vegna þess að búið væri að fella niður flugið þann 12 desember. Þannig að ég hringdi í gær og “fékk” að hlusta á tónlist í rúman hálftíma og bað síðan um að “Anna” hringdi í mig, vegna þess að mér var sagt að hún væir upptekin. Núnú ekkert gerðis þann daginn, nema hvað að ég gaf aftur upp símanúmerið mitt eftir hina “lögbundnu tónlistarhlustun”. Í dag var ég orðinn svolítið fúll vegna þessa og hringdi aftur og fékk “eyrnanauðgun” og síðan samband við starfsmann sem sagði mér að Anna kæmi klukkan 1100 OG þá kæmi hún til með að hringja, eftir hádegi var ég orðinn mikið fúll ;( og hringdi og fékk “minn skammt” í eyrað og síðan manneskju sem sagðist ætla að hringja STRAX í mig, en eftir smá bið og enginn hringdi (tékkaði t.d. hvort það væri ekki hægt að hringja í símann minn) þá hringdi ég í “tónlistarstöðina” og fékk síðan að tala við starfsmann sem var starfi sínu vaxinn (það sauð á karli). Svövu miða var breytt þannig að hún kemur til með að fljúga í gegnum London 13 des. (það er líka búið að fella niður flugið þann 15 des) og verður hún því að greiða fyrir lestarferð til London, því mér var tjáð að Flugleiðir greiddu EKKI. Ég spurðist þá fyrir hvort ég gæti breytt mínum miða frá 22 des í 19 des, “JÚjú það er hægt, en það kostar 65 þúsund”, breytingargjald og svona gjald og svona gjald. Ég RÆDDI það við hana hvort það væri nú ekki óréttlátt, að þegar ÞEIR fella niður flug og við verðum fyrir kostnaði, töfum og leiðindum þá greiða ÞEIR ekkert en þegar við biðjum um smá leiðréttingu í sambandi við þetta þá eigum VIÐ að greiða helling. Hún sagðist ekkert geta gert neitt því að svona væru “reglurnar”, ég sagði nú vita allt um það að þetta væri ekki spurning að tölvan segði NEI, heldur að einhver ábyrgur aðili kæmist að sanngjarni niðurstöðu.
Það fór hellings tími hjá henni í þetta, nokkur símtöl í mig og aðra, og hringdi siðan í mig og sagði hróðug að ég gæti fengi þessa breytingu fyrir 26 þús. (hmm tölvan búin að skipta um skoðun), ég þakkaði pent fyrir og sagðist eingöngu vera tilbúinn að borga breytingargjald (10 þús), þannig að ekkert varð úr þessu og ég kvaddi hana með þeim orðum að ég vonaðist að Hannes Smárason fengi áfram gjaldfrjálsa farmiða með Icelandair, hann ætti það svo sannarlega skilið.
Kveðja
Gunnar Halldór
PS
Þetta vídeó er gott áður en maður ræðir við starfsfólk tónlistar-flugfélagsins;
Svava keypti sinn miða í ágúst en ég fyrir nokkrum vikum. Áætlun Svövu er 12 desember til Íslands og 12 janúar til Englands aftur (hún þarf að vinna á Íslandi vegna doktorsritgerðarinnar), en áætlun mín er 22 des. til Íslands og 5 janúar aftur út. Núnú við fáum boð um að hringja á skrifstofu Icelandair í ákveðna konu (segjum Anna) þar vegna þess að búið væri að fella niður flugið þann 12 desember. Þannig að ég hringdi í gær og “fékk” að hlusta á tónlist í rúman hálftíma og bað síðan um að “Anna” hringdi í mig, vegna þess að mér var sagt að hún væir upptekin. Núnú ekkert gerðis þann daginn, nema hvað að ég gaf aftur upp símanúmerið mitt eftir hina “lögbundnu tónlistarhlustun”. Í dag var ég orðinn svolítið fúll vegna þessa og hringdi aftur og fékk “eyrnanauðgun” og síðan samband við starfsmann sem sagði mér að Anna kæmi klukkan 1100 OG þá kæmi hún til með að hringja, eftir hádegi var ég orðinn mikið fúll ;( og hringdi og fékk “minn skammt” í eyrað og síðan manneskju sem sagðist ætla að hringja STRAX í mig, en eftir smá bið og enginn hringdi (tékkaði t.d. hvort það væri ekki hægt að hringja í símann minn) þá hringdi ég í “tónlistarstöðina” og fékk síðan að tala við starfsmann sem var starfi sínu vaxinn (það sauð á karli). Svövu miða var breytt þannig að hún kemur til með að fljúga í gegnum London 13 des. (það er líka búið að fella niður flugið þann 15 des) og verður hún því að greiða fyrir lestarferð til London, því mér var tjáð að Flugleiðir greiddu EKKI. Ég spurðist þá fyrir hvort ég gæti breytt mínum miða frá 22 des í 19 des, “JÚjú það er hægt, en það kostar 65 þúsund”, breytingargjald og svona gjald og svona gjald. Ég RÆDDI það við hana hvort það væri nú ekki óréttlátt, að þegar ÞEIR fella niður flug og við verðum fyrir kostnaði, töfum og leiðindum þá greiða ÞEIR ekkert en þegar við biðjum um smá leiðréttingu í sambandi við þetta þá eigum VIÐ að greiða helling. Hún sagðist ekkert geta gert neitt því að svona væru “reglurnar”, ég sagði nú vita allt um það að þetta væri ekki spurning að tölvan segði NEI, heldur að einhver ábyrgur aðili kæmist að sanngjarni niðurstöðu.
Það fór hellings tími hjá henni í þetta, nokkur símtöl í mig og aðra, og hringdi siðan í mig og sagði hróðug að ég gæti fengi þessa breytingu fyrir 26 þús. (hmm tölvan búin að skipta um skoðun), ég þakkaði pent fyrir og sagðist eingöngu vera tilbúinn að borga breytingargjald (10 þús), þannig að ekkert varð úr þessu og ég kvaddi hana með þeim orðum að ég vonaðist að Hannes Smárason fengi áfram gjaldfrjálsa farmiða með Icelandair, hann ætti það svo sannarlega skilið.
Kveðja
Gunnar Halldór
PS
Þetta vídeó er gott áður en maður ræðir við starfsfólk tónlistar-flugfélagsins;
þriðjudagur, nóvember 18, 2008
Svava álfur kálfur og klaufabárður
Við leigðum um helgina sendiferðabíl og fluttum dótið hennar Höllu til Immingham í skip, ég keyrði þar sem allir reikingar eru á mínu nafni og sanna þarf heimilisfang til að leigja bíl eins og annað. Það gekk ljómandi vel og ég var farin að hugleiða sendibílakstur sem annan starfsvettvang, en á leiðinni að skila bílnum villtist ég gleymdi að taka díselolíu og svo loks þegar ég var kominn í hlaðið á leigunni hætti ég að vanda mig og keyrði á vegrið við bensíndælurnar og reif úr brettinu lófastórt stykki, nokkur hundruð pund í vaskinn arrrrggggggg........... ætla bara að halda áfram að vera menntakona.
Við leigðum um helgina sendiferðabíl og fluttum dótið hennar Höllu til Immingham í skip, ég keyrði þar sem allir reikingar eru á mínu nafni og sanna þarf heimilisfang til að leigja bíl eins og annað. Það gekk ljómandi vel og ég var farin að hugleiða sendibílakstur sem annan starfsvettvang, en á leiðinni að skila bílnum villtist ég gleymdi að taka díselolíu og svo loks þegar ég var kominn í hlaðið á leigunni hætti ég að vanda mig og keyrði á vegrið við bensíndælurnar og reif úr brettinu lófastórt stykki, nokkur hundruð pund í vaskinn arrrrggggggg........... ætla bara að halda áfram að vera menntakona.
miðvikudagur, nóvember 12, 2008
Þetta er fyndið; COUNCILS INVESTED £1BN IN TINY VOLCANO SURROUNDED BY FISH
"I suppose the haddock-shaped piece of lava with every new account was probably a clue."
"I suppose the haddock-shaped piece of lava with every new account was probably a clue."
sunnudagur, nóvember 09, 2008
laugardagur, nóvember 08, 2008
A hugely busy day


Þetta er búið að vera annasamur dagur eða þannig, venjulega er rútínan bara fara í skólann, fara heim búið.
Í dag fórum við fyrst til Höllu Kolbeins, fullorðin kona sem býr í Normanton rétt hjá Leeds, við komust í tengsl við hana þegar ættingjar hennar spurðu Huldu systir í vinnunni hjá Samskip, hvar þau gætu fengið aðstoð fyrir hana til að flytja til Íslands, Hulda spurði mig og ég vissi ekki um neitt fyrirtæki en vissi um Gunnar, svo hann er búinn að vera að fara til hennar og pakka öllu niður, og í dag fórum við að þrífa. Hún er búin að vera hér í áraraðir gift breta sem féll frá núna í sumar svo hún vill flytja aftur til Íslands. Svo á föstudag keyrum við hana í flug og dótið hennar í skip.
Eftir þrifin fórum við að sjá Bond í bíó, með Suman, Manvir og Sandhyu, mér fannst þessi nú skárri en síðasta, kannski því ég passaði mig að vera ekki með neinar væntingar, það vantar samt heilmikið upp á að þessi nýji sé eins og alvöru Bond með húmor og alvöru kvennafar, þessi er alltof alvarlegur og skítugur.
Eftir bíó kíktum við á Starbucks, svo kíktum við uppí háskóla þar sem vinkona okkar var búin að bjóða okkur á celebration of Mexican death day, en hann er mikið mál í Mexíkó, bæði minnst þeirra sem eru farinir og gert grín að dauðanum því eftir því sem Myriam segir eru þeir skíthræddir við að deyja. Meiri myndir hér .
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)