Vesturferð 2010
Ferð með Möggu og Óðni í Gullbílnum og Ferlíkinu, myndir úr ferðinni eru HÉR
Sunnudagurinn 4. júlí
Upphaflega hafði verið planið að fara nyrst á Vestifirðina en það spáði vitleysu veðri svo við höguðum seglum eftir því. Keyrðum á Grundarfjörð með verslunarstoppi í Bónus í Borgarfirði. Héldum að við værum á aðal tjaldstæðinu en seinna kom í ljós að við vorum sko á einhverju útkjálka stæði, samt svo sveitalegt og fínt, fegnum aðstöðu í sumarbústað til að vaska upp og Gunnar átti langar samræður við bóndann. Vorum ein fyrir utan einn húsbíl aðra nóttina. Veðrið var stillt og rigndi á köflum.
Mánudagur 5.
Keyrum á Stykkishólm og gengum þar um þennan huggulega bæ áður en við fórum í Ævintýrasiglingu. Skoðuðum eyjarnar og stuðlabergið sem liggur ýmist láðrétt eða lóðrétt. Fugla, mikið af lunda sem óðinn var hrifinn af hvernig náðu sér á flug með því að hlaupa á vatninu, toppskarfa, ritu, múkka í björgum og svo tignarlegan haförn. Svo var settur út plógur og allir fengu að smakka hörpudisk, krabbahrogn, ígulkerahrogn og skola niður með hvítvíni. Fólk var nú misduglegt við það, Gunnar var stórtækur en samt ekkert eins og japanarnir sem stóðu við og borðuðu eins og þeir gátu. Mælum sko alveg með svona siglingu.
Eftir siglinguna fórum við í Vatnssafnið skemmtilegt og skrýtið, Magga sagði að hún væri ekki alveg að ná conceptinu en það er eitthvað sjarmerandi við það, svo ekki sé talað um útsýnið þarna af hæðinni og svo tókum við fullt af skemmtilegum myndum. Svo klifruðum við upp á hólinn við höfnina og Magga og Bergþóra klifruðu upp þverhnípt bergið.
Á þessum tímapunkti var þetta orðið tímalaust ferðalag með frjálsri aðferð svo við skelltum okkur í Bjarnarhöfn þar er hákarlasafn og mjög skemmtilegur gestgjafi hann Hildibrandur sem segir sögur og frá safninu. Að sjálfsögðu var hákarl í boði og allir smökkuðu en Bergþóra ekki fyrr en eftir miklar fortölur. Hún var heldur ekki glöð þegar hún var að heilsa upp á hesta og fékk stuð af girðingunni meðan pabbi hennar dáðist að hjallinum með öllum hákarlinum.
Þriðjudagur 6. júlí
Þennan dag rættist langþráður draumur Möggu þegar hún og Óðinn gengu á Kirkjufell við Grundarfjörð. Það er sko ekki fyrir lofthrædda, á tímabili þarf að hífa sig upp með köðlum og Magga kvartaði um harðsperrur í handleggjunum í einhverja daga. En annars fóru þau bara létt með þetta og voru snögg að. Svo var ekið á Tálknafjörð, einn aftari tjakkurinn hafði reyndar brotnað við að fara út af tjaldstæðinu og ég var alltaf á nálum að brjóta eitthvað í fellihýsinu.
Það er ævintýralegt landslagið á Vestfjörðum og ég ekkert alltaf kát þegar brekkurnar er brattar og hanga utan í fjalli eða bjargi, en lifði þetta allt af. Svo vorum við öll geðvond og svöng að dröslast langan kafla áður en komið er að flókalund þar sem standa fyrir vegaframkvæmdir og einungis var hægt að keyra á 15 km/klst hraða í ábyggilega 20 km.
Miðvikudagur 7. júlí
Á Tálknafirði er tjaldstæðið við sundlaugina og frábær aðstaða í allastaði. Aðgangur að glottu eldhúsi, fótboltavöllur, minigolf og gargandi kríur. Reyndar stóð í bæklingnum að Tálknafjörður væri í skjóli fyrir norðanáttinni en á miðvikudagsmorgninum var rokið samt svo hressilegt að ein hviðan braut stöngina sem heldur uppi öðru svefntjaldinu og gat kom á tjaldið. Ég skellti mér í sund og á meðan komust magga og Gunnar að því að á verkstæðinu Allt í járni væri hægt að laga þetta tvennt sem hafði brotnað og skunduðu með fellihýsið í viðgerð. Fyrst við vorum orðin heimilislaus fórum við á Patreksfjörð og fengum þar fínan mat hjá Matmanninum rúntuðum aðeins um. Svo sóttum við fellihýsið og tókum svo skyndiákvörðun að skella okkru út á Látrabjarg. Leiðin þangað var skrautleg á köflum, hangandi utan í björgum en ægifagurt landslag. Úti á bjarginu var hávaða rok, svo varla var stætt, lundagreyin og langvíurnar hangandi utan í bjarginu en líklega öllu vanar. Tókum glás af myndum þar sem vindurin skófa nánast af okkur andlitið, ég fílaði það alveg í tætlur.
Fimmtudagur 8. Júlí
Nú var loks komi að því að vera smá í fríi, sváfum lengi, fórum í laugina enda skein sólin. Grilluðum loks svinalundir sem höfðu beðið síðan á sunnudag, einhvern veginn hafði það alltaf verið þannig að við vorum of seint á ferðinni til að nenna að standa í alvöru eldamennsku. Það kom nú ekki að sök því við vorum yfirleitt vel haldin af lummu bakstri Möggu og alltaf með nóg af samlokum og kleinum í nesti. Svo var núna tími til að spila víkingaspilið, taka eitt fimm upp og fara í göngutúr um skógræktina fyrir ofan tjaldstæðið. Magga skellti sér líka í heimsókn á Bíldudal til vina sinna Fríðu og Gumma sem þar búa.
Föstudagur 9. júlí
Þennan dag gerðum við víðreist, byrjuðum á að fara inní Selárdal og skoða húsin og stytturnar hans Samúels Jónssonar, og húsið hans Gísla á Uppsölum merkilegir karlar í þeirri sveit. Svo urðum við Bergþóra aðeins að fá að vaða í sjónum við þessar freistandi sandfjörur sem allstaðar eru, smá kalt en fjör. Á Bíldudal skiptum við liði og Gunnar heimsótti safn Jóns Kr. Ólafssonar Melódíu Minninganna en við hin fórum á Skrímslasafnið og fræddumst um sæskrímsli í rökkvuðum notalegheitum. Nú var nestið okkar loks að minnka svo við fórum í Pokahornið á Tálknafirði og versluðum nýjan eldissilung, kartröflur, tómata og gúrkur. Sannkölluð veislumáltíð. Um kvöldið klifu Magga og Bergþóra með annari lítilli af tjaldsvæðinu Bæjarfjallið fyrir ofan Tálknafjörð og við hin fylgdumst með í kíki.
Laugardagur 10. júlí
Nú var veðrið orðið of gott til að vil vildum nokkuð halda heim á leið svo við tókum bara fullan dag á þetta og tókum svo upp um kvöldið og keyrðum á Reykhóla. En áður en það var fóru Magga, Óðinn og Bergþóra á hestbak í Örlygshöfn frá Bænum Neðri Tungu. Bergþóra var alsæl enda með hestadellu, Magga sagði líka að það væri fátt yndislegra en að ríða á hvítum sandi í góðu veðri. Verst að þá var ekki myndavél með í för. Næst var ekið niður á Rauðasand önnur skemmtileg brekka! Og smá harðsperrur í lærin. En alveg þess virði og aðeins skroppið í sjóinn aftur en nú með slatta af lambaspörðum. Kaffihúsið þar er huggulegt en við vorum svo seint á ferða að allar súkkulaðikökurnar voru búnar L Við komum ekki á Reykhóla fyrr en um 2 um morgunin eins og tjaldstæðið á Tálknafirði er tjaldstæðið við Grettislaug er í útilegukortinu en það er pínulítið og var pakkfullt svo við settum fellihýsið bara niður á plani við sundlaugina og Magga hafði orð á því að við gætum bara ekki verið nær fyrir sundfjölskylduna.
Sunnudagur 11. júlí
Skelltum okkur í laugina leið og við vöknuðum í glampandi sól og blíðu og vorum þar lengi. Síðan síðast lummubakstur ferðarinnar og pakkað niður. Á leiðinni stoppuðum við á Rjómafbúinu á Erpstöðum, kíktum í fjósið og fengum okkur sveitaís sem þau kalla kjaftæði og fetaost og skyr beint frá bónda. Þegar heim var komi var bílinn okkar á felgunni og Magga þurfti að bruna í Víðidal að sækja Flekk greyið sem hafði skorið upp á sér beldinn og þurfti aðhlynningu.
Þetta var frábær ferð með miklum akstri, flottu landi og frjálsri tímalausri aðferð, enda þýðir ekkert annað að haga seglum eftir vindi í útilegu á Íslandi.
3 ummæli:
Vá hvað þú ert dugleg að skrá þetta fyrir okkur, frábært :)kv.
Magga
Þið hafið verið aldeylis dugleg við þetta og gamana að fá ferðasögur og myndir. Man ennþá vel efir ferð okkar plebbanna á Snæfellsnesið og hvursu yndislega fallegt Ísland er.
Kv Hulda
Flott færsla og þið hrikalega dugleg að skoða ykkur um. Það verður gaman að koma á Vestfirðina og þræða þessar slóðir.
kv. Gerður
Skrifa ummæli