föstudagur, júní 26, 2009

Ferðalag til Suður Englands - góð leiktjöld fyrir líf


Trip to South of England



11. - 15 júní fórum við með Bergþóru Sól, Möggu og Óðni í ferðalag, keyrðum í einum rykk suður fyrir utan smá stopp í Birmingham fyrir smá útréttingar, við höfum nú komist allra okkar leiðar með hjálp Google Earth og kortbókum, en þegar einn vegurinn klofnaði óvart í tvennt og við villtumst af leið var gott að geta gripið í Blackberryinn hjá Möggu til að komast á réttan stað.

Við gistum allan tímann í þessum húsum, leit ótrúlega vel út á vefsíðunni en við gerðum okkur ekkert og miklar væntingar vitandi að standardinn er oft ólíkur hjá Tjallanum. En þetta fór alveg fram úr okkar björtustu vonum og verst að geta bara ekki verið lengi. Frábær sundlaug, eldhústækin ný og flott, rúminn frábær, allt til til alls og allt hreinnt og flott.

Fyrsta deginum eyddum við í Bath, Gunnar hafði fengið Svan Þorkellsson sem býr þar til að leiðsegja okkur, það var aldeilis frábært. Við þræddum borgina sem angar af sögu og er mjög aðlaðandi öll byggð úr bleikleitum steini og ekki "red brick in sight" eða eins Svanur sagði "góð leiktjöld fyrir líf", sem síðan varð uppáhaldssetning Möggu.

Næsti dagur var Stonehenge, svona "must do", aftur vorum við ekki með of miklar væntingar búið að segja okkur að mikð væri af uppgreftri og maður kæmist ekkert nálægt steinunum en maður gengur hring í kringum þá í mátulegri fjarlægð með "audio guide" svo það eru ekki allir að tala í gsm eins og halda mætti á myndunum heldur að hlusta á leiðsögn. Ekki spillti fyrir að veðrið var dásamlegt. Ég var alveg heilluð af staðnum og sögunni. Svo svona af því að heimurinn er svo lítill þá hitti ég hana Ólöfu þarna, með sínum manni og systur og mági sem eru í námi þarna suðurfrá.

Þaðan skelltum við okkur til Glastonbury, sem er frægust fyrir stóra tónlistarhátíð, byrjaði með hippum og borgin ber öll merki þess, búðirnar eru fullar af galdradóti, aromatherapy, colortherapy, healing stones, spiritual healers og svo framvegis. Við röltum um og fórum á organic kaffihús að sjálfsögðu, fengum organic beer og organic cola, ef það fengist á Íslandi þá fengi Óðinn að drekka kók í hvert mál !!! Innsta borðið var með skiltinu, "this table is reserved four our spiritual healer".

Síðasta deginum var eytt í Longleat, stóru gömlu herrasetri, þar sem hægt væri að eyða mörgum dögum, við keyrðum í gegnum "drive thru" dýragarðinn, sérstök og skemmtileg upplifun, þó við værum að kafna hjá ljónunum og úlfunum því þar mátti ekki opna gluggna og þau voru nú ekki beint fjörug í hitanum. Svo skoðuðum við húsið, svaka flott og gaman að sjá svona langa samfellda sögu. Óðinn og Magga hlupu í gegnum eitt völundarhús og fengu smá Harry Potter fíling meðan við hin sigldum um og hittum sæljón og górilluna.

Svo höfðum við ákveðið að "live dangerously" og finna okkur gistingu á leiðinn til Manchester, það gekk smá brösulega villtumst fyrst yfir toll brú og vorum komin til Wales! svo nokkrar villingar í og kringum Gloucester, sendum Möggu til að spyrja um herbergi á hóteli sem var líklega fyrir "glaðar konur" og hlógum ógurlega, hún náði reynar ekki sambandi við þann sem varð fyrir svörum , of lyfjaður! Enduðum seint og síðar meir á Premier Inn, ekki svona huggulegt B&B eins og okkur hafði dreymt um en allavega hafði ég ekki úthald í að leita meir.

Síðasta daginn var brunað til Manchester í Trafford Center sem er íburðamesta verslunarmiðstöð sem ég hef séð, ekki svo stór en öll í skreytingum, veggmyndum gyllingum, og svæði með veitingastöðum og sýningaraðstöðu sem er eins og dekk á lúxus skemmtiferðaskipi. Við versluðum slatta og skutluðum svo Möggu og Óðni á flugvöllinn áður en við brunuðum til Leeds til að fara að pakka og huga að alvöru lífsins.

Overall, var þetta frábær ferð en alltof stutt, vorum heppin með veður og gátum haft það hugglegt með nesti í grasi og keyptum dýrar en ógleymanlegar nautasteikur í Bath sem Magga steikti með meistarabrag. Takk fyrir samveruna Magga og Óðinn.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir samveruna sömuleiðis :) frábær ferð í alla staði!
kv.
Magga

Nafnlaus sagði...

Flott blogg hefur greinilega verið skemmtileg ferð. Æðislega flottar myndir bara eins og póstkort, vá : )
kv. Gerður

Hulda sagði...

Hélló. Frábærar myndir!! Þetta hefur verið geggjað hjá ykkur. Ekki gleyma að kýkja á blogggið mitt er búin með skólann og stefni á SÚPERBLOGG he he kiss kiss á alla