miðvikudagur, desember 24, 2008

Þorláksmessa

Gunnar kom á klakann í gær, við fórum að hitta fólkið hans og dreifa pökkum, ég varð nú bara smá upp með mér þegar Kristín Hrönn rétti mér Gabríel Veigar og spurði hann hvort hann vildi fara til "ömmu Svövu" sko ég er amma :) Fórum með stelpurnar í bæinn aðeins að ná í smá jólafíling, ætluðum á Lækjarbrekku en lögðum ekki í skötulyktina og enduðum á Kaffi París sem var fínt.

Svo lá leiðin til pabba í hangikjötssmakk, þessi hefð okkar byrjaði allavega þannig að hangikjötið var soðiði á Þorláksmessu og allir vildu smakka, smám saman fór mamma að gera ráð fyrir smakkinu og sjóða meira en nú er svo komið að pabbi býður okkur öllum í hangikjöt á Þorlák.


Tókum líka í spil, kannski smá svindl, alveg eins og jólin séu bara komin hjá okkur.


Einhver sagði sem svo að við værum eins og ítölsk fjölskylda, við vorum víst svo hávær og málglöð.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hallo Svava
Til Hamingju med Ommu Titilinn :)
flottur litill strakur :)
Gledilega hatid eg ofunda thig ad vera heima a Islandinu um Jolin :/
Kv fra Dallas
Birna og Mark