miðvikudagur, desember 31, 2008

Jólamyndirnar

Ég er háftvístígandi hvar ég eigi að halda áfram að birta myndirnar mínar, finnst gaman að hafa þær á Picasa en hugsa að fleirri skoði þær á Facebook ? Hvað finnst ykkur.

Allavega núna eru þær komnar á Facebook hér : http://www.facebook.com/album.php?aid=49386&l=7e560&id=696749115

Þetta er úr þrem boðum. Aðfangadagur með Möggu og hennar strákum, Jóladagur með Guðbjörgu og svo svakapartý með öllum hjá Gerði þar sem alltof mikill matur var á boðstólum, við spiluðum actionary þar sem margir fóru á kostum og sjá mátti húsmóðurina velta um á gólfinu leikandi rúllupylsu. Mitt lið var reyndar meira frammi að reykja en inni að leika svo ekkert gekk, ætla að hafa það í huga næst þegar ég kýs í lið. Svo var dansað og sungið og mikið stuð.

Í kvöld erum við svo hjá Iðunni, með Möggu lika og allir okkar krakkar, stelpurnar voru reyndar hjá okkur á annan, og Bergþóra búin að vera meira og minna hér. En mínir strákar voru á aðfangadag hjá pabba sínum og hafa svo verið að vinna og bauka við sitt og lítið sést.

Svava

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fínt að fá þær á facebook en hvar er myud af rúllupylsunni

Nafnlaus sagði...

Mér finnst alltaf svo gaman að skoða myndirnar þínar og skoða þær hvar sem þær eru :)
kv.
MP