Föstudagur 13. Júní
Við tókum strætó í bæinn, röltum svo af stað. keyptum okkur Veronakort sem gefur aðgang að flestu markverðu og í strætó, Skoðuðum hús Júlíu.
Fengum okkur svo morgunmat á torgi, ég pantaði eitthvað sem ég hélt að ætti að ver eitthvað fínerí, ristað brauð, sulta, smjör.... já það var það en hver einasti hlutur pakkaður í plast! Röltum svo í kirkju Santi Anastasíu þar sem ég sat lengi og hlustaði á fallegan orgelleik.
Síðan var það, áin og brúin, Roman theater, Arena, dómkirkjuna að utan og svo lunch undir vínviði með litla fugla hoppandi í kringum okkur. Gunnar er alveg ódrepandi í að skoða og skoðaði líka kastala fullan af listaverkjum meðan ég fann mér skuggsælt horn til að leggja mig áðuir en við tókum strætó til baka. Í Verona Arena var uppsett svið fyrir óperusýningu, rosa flott og ábyggilega geðveikt að koma þarna á sýningu. Ég skoðaði töluvert vefsíður að leita að sýningum, tónleikum eða óperu en það hentaði aldrei tímasetningin og í Verona arena byrjaði tímabilið 22. jún og við fórum heim 21. jún og vorum þá hvort sem er í Tuscany en ekki Verona.
Ég eldaði fyrir okkur eggjaköku svipað og við lærðum hjá dönsku stelpunum, úr 10 eggjum með púrrulauk, papriku og sveppum borið fram með fersku salati. Í desert hafði ég keypt kirsuber og jógúrt og Mariagrazia bætti við litlum gulum ávöxtum úr sínum garði og heimagerðum Limoncella með kryddjurtum úr garðinum.
Eftir matinn fóru þau með okkur í bíltúr uppfyrir borgina til að sjá borgina í myrkri að Ponte Pietra. Það var alveg dásamlegt, svalt og fullt af fólki að njóta útsýnisins og svala loftsins. Við fengum góðan rúnt út úr þessu líka þar sem það var lokuð leiðin sem þau fara venjulega og við þurftum að fara góðan hring. Líklega var lokað út af harmonikutónleikum í Roman Theater.
Meiri myndir hér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli