Annar heimadagur vöknuðum eftir þrumur og eldingar og hellandi rigningu og fólk fór svolítið í sitthvora áttina, Gerður og Jón fóru út að keyra, aðrir reyndu við sundlaugabakkann en veðrið var ekkert sérstakt.
Farið var í Conad verslunina í Venturina að versla, Venturina er 8000 manna bær sem maður keyrir í gegnum á leiðinni til Suvereto og þangaðsóttum við aðföng, banka og bakarí. Nú höfðu Hulda og Magga boðist til að elda og gerðu tvo pastarétti, annað sjávaréttapasta með stórum rækjum og svo risastórum smokkfisk og kræklingi on the side, hún gekk erfiðlega því að illa gekk að ná upp hita á eldavélinni svo sjávarréttirnir frekar soðnuðu en stiknuðu. Árangurinn var samt flottur og girnilegur.
Við erum dugleg að nota öll rýmin í húsinu en samt mest úti. Við stelpurnar sátum úti nema Gerður sem lagði sig og tókum tvö hringi af nýja söguspilinu, gaman hvað kemur fram þó spurningarnar séu einfaldar, hjá okkur vildu allar segja sögu af því þegar þær urðu reiðar. Hvort sem það var við erfiða kúnna, mágkonur, samstarfsfólk eða stofnunina. Strákarnir voru eitthað að kík nú stendur yfir í Brasilíu. Það hefur samt truflað ótrúlega lítið. Internetið hér er slæmt, komumst eiginlega ekki í samband við routereinn, það er einna helst þeir sem eru með útlandadíl hjá vodafón kíki á netið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli