mánudagur, júní 30, 2014

Rölt um Suvereto

Fimmtudagur 19. júní afmælisdagur Nonna
Sól og blíða, fólk tínist á sundlaugabakkann, ég skrifa, Gerður gefur bóndanum góðan morgunverð. Ég glími við þvottavélina og Nonni við uppþvottavélina. Vatnsbúskapur hér er svona og svona, kaldar sturtur stundum, ekkert vatn uppi ef einhver er í sturtu niðri. Maður kann sko að meta magn og gæði íslensks vatns á ferðalögum.
Núna og síðustu daga er sólin búin að skína og daganir byrja við sundlaugina í sólbaði og huggulegheitum. Við kvöddum Bjart og Röggu, seinni partinn. Gerður og Jón drifu sig fyrst af stað og fóru rúnt til maritme Campliga, Hulda og Magga stefndu í sömu átt en enduðu í Massa Martimia, langt uppi í fjöllunum og keyrðu zikzak upp allt fjallið fram hjá mörgum vínekrum og voru ánægðar með ferðina í fjallið.
Ég, Iðunn og karlarnir löbbuðum niður í bæ eftir langt sólbað, bærinn Suvereto er dásamlegur, þröngar götur, ekki færar bílum, gengum upp að Rocco varðturn efst í bænum, svo niður langa göta, via dell difficili, eða erfiða gatan sem endar á bar með stólum á pöllum tvö sæti á hverjum. Svo niður að torgi þar sem verið var að teipa niður kapla til að horfa á HM. Hópurinn sameinaðist og fór á l´Ciocio (þá nr. 5 á  Tripadvisor) sátum úti í dásamlegu umhverfi  og fengum allskonar ítalskan mat. Gnocchi, rækjukokteil, steikur, við Gunnar með traditional taster menu. Við sátum úti við að borða, sátum lengi og nutum vel enda afmælisdagur Nonna Ben, fengum ekki að syngja afmælissönginn en ég og Gerður klifruðum upp tröppur í ráðhúsinu og tókum "nú andar suðrið". Í lokin gengum við Gunnar svo áleiðis heim í villu í kolniðamyrkri, Iðunn og Stebbi gengu líka en töluvert á undan okkur. Að ganga svona ein í myrkrinu var ein af skemmtilegri upplifun ferðarinar því þá sá ég í fyrsta skipti eldflugur.  Þær eru alveg dásamlegar, líða um eins og blikkandi blá ævintýraljós. Þarna var gott að eiga góðan smartsíma með vasaljósi því þegar ekkert sást í veginn gátum við lýst smá og séð hann. Annars gátum við líka litið upp og séð á gatinu í trjánum upp í stjörnubjartan himininn að við vorum á veginum.

Engin ummæli: