Þriðjudagur 10. júni Cremona til Mantova.
Við fengum fyrirtaks morgunverð á marmarahótelinu, reyndar skrýtið að sitja tvö í risastórum sal og með þrjá starfsmennt til taks.
Drifum okkur svo af stað. Keyrðum sveitavegi og útidúra og skoðuðum akra og grafhýsi. Akrarnir eru aðallega maíis og hveiti og eitthvað annaðsem við erum nú að giska á að séu grasker.
Við stoppuðum í Grazie einhverjum 10 k, fyrir utan Mantova þar sem meiningin var að fara í siglingu og skoða fugla og náttúru, fórum niður að ánni og þóttumst fá upplýsingar um að báturinn færði 14:30 svo við skelltum okkur í hádegismat í bænum, athyglisvert þar að þar voru ekki matseðlar, þjónustan ruddi uppúr sér hvað væri í boði á hraðri ítölsku og við þóttumst geta bjargað okkur, en ég endaði með fullan disk af hrísgrjónum með smá brúnuðu hakki úti í og Gunnar fékk eitthvað álíka óspennandi. Þegar við komum aftur að ánni á réttum tíma var engan bát að sjá og nú þóttist sjoppueigandinn sem áður hafði gefið upplýsingar ekkert vita.
Þessi staður og þessi mynd mun þó líklega alltaf keikja á minningunni um hvað það var heitt!!
Við skunduðum því til Mantúa, eða Mantova eins og ítalir skrifa það. Þar gistum við á hóteli í miðbænum Hotel dei Ganzaga og tókum langan heitan göngutúr eftir árbakkanum með ótrúlegum fjölda skokkara og hjólreiðafólks.
Eftir göngutúrinn vorum við þreytt og fengum okkur bara ávexti og snakk og horfðum á bíómynd í tölvunni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli