Þegar þetta er skrifað er sumarið ekki búið en svo margt búið að gerast að ástæða er að halda því öllu til haga. Efnið í þessum póst er úr svo öllum áttum
Það eru fjögur ólík atriði sem hafa einkennt þetta sumar. Pabbi veiktist í vor og fór frá okkur snögglega 23. júni, þannig að í júní vorum við systur mikið að sitja hjá honum og hitt er margar góðar stundir sem við áttum saman systkinin þrátt fyrir aðstæðurnar.
Daginn eftir að hann dó komum við saman hjá mér og ég eldaði indian curry og svo var ís með nóakroppi, allt í pabba stíl.
Danir og baunar komu til að vera við útför og brúðkaup. Bjartur og Ragga voru á Klettahrauninu í sóttkví á meðan við Gunnar fórum í frí Austur. Þau sátu ekki bara að horfa á Netflix eins og ég hefði gert heldur tóku þau til í bílskúrnum, löguðu beðin við inngangin, þrifu ofninn, klipptu hekkið hjá nágrannanum, þrifu Kiuna og svo bílinn hans pabba innan og utan. Þess utan held ég að þau hafi haft það ágætt í hæglætisveðri og farið nokkrum sinnum í pottinn.
Útförin hans pabba var 12. júlí.
Næstu viku vorum við mikið með Baunum og Bretum eins og Gerður segir, en þar sem við vorum í fríi gátum við leyft okkur að gera alla túrista hlutina með þeim. Fórum í Sky lagoon, söfnin í Perlunni, og gengum að nýja hrauninu. Borðuðum í Fjörukráni, Tilverunni og Papas í Grindavík. Ekki má heldur gleyma að við systkin öll og makar áttum gott kvöld á Klettahrauninu.
16. júlí var svo seinni hlutinn, þá komu þökur, Jón, Pétur, Daði, Ingvar, Gabríel og Baltasar að leggja þær.
Nú þegar þetta er skrifað hafa þökurnar tekið vel við sér og dafna vel.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli