jahérnahér, bara eitt ár enn farið og frekar hratt.
Þetta var hið fínasta ár og margt brallað. Ef við byrjum á þeim yngstu þá var Bergþóra Sól í VMA og vann á Subway á Akureyri, á haustönninni á vistinni við gott yfirlæti. Kannski bara of gott því hún pakkaði saman pjönkum sínum og er flutt á Klettahraunið til okkar og hyggur á áframhaldandi nám í Flensborg.
Lilja Björg er á fljúgandi ferð í gegnum sálfræðinámið við HA og vinnur enn á sambýli og kemur reglulega í annasamar heimsóknir á höfuðborgarsvæðið.
Árið var fjörugt hjá Kristínu og hennar fólki. Hún og Ragnar nýji maðurinn hennar fóru til Florída í júní og settu þar upp hringa í loftbelg. Huggðu svo á frekari landvinninga og rifu sig upp og fóru til Hönefoss og svo stutt stopp í Kaupmannahöfn en svo breyttust áform fljótt og þau komu barasta í Hafnarfjörðin og var Gabríel þá í Hvaleyrarskóla. Nú eru þau flutt í Salahverfið og við tekur Salaskóli eftir áramótin.
Jón fór líka víða, vann á bílaleigu, fór á sjó í Noregi, Grindavík og Grundafirði.
Guðmundur Pálmi er aðalmyndefni okkar þetta árið enda hvers manns hugljúfi og vex og dafnar vel með bros á vör. Foreldrarnir ákváðu aftur á móti að segja þetta gott sín á milli og slitu samvistum en sem betur fer sýnist okkur að við fáum að sjá nóg af þeim stutta þrátt fyrir það.
Pétur skellti sér í sveinspróf í og stóðst það með ágætum, var viðloðandi upptekinn kvennmann um stund sem því miður gekk ekki sem skyldi, og er enn búandi á Ásbrú með félögum sínum. Hann fjárfesti líka í íbúð í Keflavík með stuðningi okkar svo að einhverjar eignir fari nú að myndast hjá drengnum.
Það gátum við því við misstum leigjendurnar á Hringbrautinni og ákváðum að reyna að selja og það gekk bara svona ljómandi vel, Gunnari til mikillar gleði og ánægju.
Við erum bæði í nýjum störfum á sama stað svo það er nú ekki mikil breyting nema í daglegum verkum okkar. Tilraunaverkefninu Starf lauk um svipað leiti og losnaði staða hjá FIT, félagi iðn- og tæknigreina sem Gunnar var ráðinn til og er hannþví nú þjónustufulltrúi hjá stéttarfélagi með öllu sem því fylgir. Mín ráðning sem nýdoktor rann út 1. des en þá var ég búin að fá stöðu lektors í kennslufræði yngri nemenda við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Fólk hváir aðeins við yngri barna kennslunni og er þá kannski búið að gleyma því að fyrstu 9 árin mín í kennslu var ég að kenna litla fólkinu svo ég er jafnvíg á það og annað. Svo vill líka svo skemmtilega til að ég er í mjög skemmtilegu verkefni um notkun á upplýsingatækni í leikskólum og kenni námskeið sem ætlað er bæði verðandi grunnskólakennurum og leikskólakennurum og er því alltaf að kynnast þeirri hlið mála betur og betur. Annars eru verkefnin mín ótrúlega fjölbreytt og á þessu ári fór ég á Höfn, Seyðisfjörð, Sauðárkrók, upp í Ásbrú og í 15 skóla á höfuðborgarsvæðinu og nokkra á suðurnesum ýmist til að halda námskeið, stunda rannsóknir eða heimsækja kennaranemna í vettvangsnámi. Enginn dagur er eins og allir jafn skemmtilegir. Ekki má heldur gleyma að vegna leikskólaverkefnisins og ráðstefnuferða fékk ég að heimsækja, Helsinki, Gautaborg, Halmstad og Kongsberg og hitta fullt af skemmtilegu fólki og læra mikið.
Það var margt skemmtilegt á þessu ári, þegar ég fletti í gegnum myndirnar okkar frá árinu eru nokkur atriði sem standa uppúr.
Garðræktin, en þar gekk á ýmsu, kartöflur fóru seint niður, og sumar aldrei upp, jarðaberja uppskera var betri en nokkru sinni, enda heitt og mátulega rakt sem þeim líkar bara vel. En ekki mikið af rifsi. Við vorum löt við viðhald á beðum en þess duglegri að sitja á palli og grasi og hafa það huggulegt með börnum og vinum.
Við fórum í frábært ferðalag um langan veg og heimsóttum Dóru systir Gunnars, hennar mann Bjartmar í Alaska, en þar búa einnig þeirra börn með sínar fjölskyldur og áttum við góða daga með þeim öllum. Nánar má lesa um þá ferði í nokkrum póstum hér.
Um verslunarmannahelgina fórum við svo í frábæra ferð með Daða og Dísu, ekki langt en fengum samt að sjá hliðar á Íslandi sem við höfðum ekki séð áður og lesa má um í nokkrum póstum hér.
Við áttum skemmtilegan dag með Gabríel í smá borgarferði í Reykjavík og ég fór á Menningarnótt með Möggu meðan Gunnar fór í veiði með Tuma.
Ég átti góða hlegi með vinkonum úr barnaskóla að heimsækja Helgu Magneu á Hellnum og Arnarstapa.
Við mættum uppstríluð á árshátíð Oddfellow og vorum svo líka uppstríluð þegar við enduðum árið á frábærri sýningu á Njálu í Borgarleikhúsinu.
Góðar stundir og gleðilegt nýtt ár.
Síður
▼
fimmtudagur, desember 31, 2015
laugardagur, desember 05, 2015
Heimkoman Pinter
Við fórum að sjá Heimkomuna eftir Pinter í gær, eins og eiginlega alltaf vissi ég ekkert hvað ég var að fara á og finnst það fínt. Þá er ég ekki með neinar fyrirframgefnar hugmyndir áður. Mér fannst leikararnir frábærir, kannski síst Vigdís Hrefna Pálsdóttir, en kannski var það ekki leikurinn heldur karakterinn sem ég bara náði ekki, skil ekki fólk sem velur sér svona hlutskipti, út frá því skil ég kannski ekki neitt af þeim. Enda varð Bergþóru að orði eftir sýninguna, ég skildi ekkert!
Þetta er svona leikrit sem var óþægilegt að horfa á, mikil átök, mikil nekt, mjög nákvæmt samlíf.... hm kannski er ég bara tepra.... en
Við semsagt fórum með Bergþóru og Huldu Vigdísar og snæddum fyrst á Kryddlegnum Hjörtum á hverfisgötunni, alltaf jafn næs og góður salatbar.
Þetta er svona leikrit sem var óþægilegt að horfa á, mikil átök, mikil nekt, mjög nákvæmt samlíf.... hm kannski er ég bara tepra.... en
Maður fær einhvern verk í magann við að lesa þetta leikrit og ef vel tekst til á sú tilfinning að sitja eftir hjá áhorfandanum að sýningu lokinni,“ segir Atli Rafn Sigurðarson um Heimkomuna eftir Nóbelsverðlaunaskáldið Harold Pinter,Svo líklega ekki, því ég var með einhven verk í maganum og Atla Rafni því tekist vel upp.
Við semsagt fórum með Bergþóru og Huldu Vigdísar og snæddum fyrst á Kryddlegnum Hjörtum á hverfisgötunni, alltaf jafn næs og góður salatbar.
fimmtudagur, september 17, 2015
Rababara kryddmauk
Rabbabarinn þetta árið var tekinn upp seint og var að byrja að verða trénaður og leiðinlegur. Svo líka var til nóg sulta frá fyrra ári svo þetta árið var framleitt kryddmauk.
1 kanelstöng sjóða með í ca 1 klst setti bara kanil malaðan
4 myntulauf sett útí í restina sleppti þessu
1 bolli pekanhnetur góft saxaðar sleppti þessu, hugsaði frekar að mylja hnetur út á einhverntíman þegar ég ber þetta fram
Uppskeran var ekki heldur mikil og hentaði því vel í svona tilraunir.
Það þarf mikið að skera og saxa fyrir svona föndur, og það var gott veður 9. ágúst svo ég gat setið úti í sólinni við það .
Ég fann tvær uppskriftir sem ég studdist við og hrærði saman. Eiginlega samt mest þessa af mbl.is, Ef ég man rétt voru þetta tæp 3 kg. rabbabari svo þetta var um 3x uppskrift.
Rabarbara chutney
2 tsk cumminfræ - setti líka cumminmalað
2 tsk corianderfræ
8 heilar cardamommur
1 epli skorið í bita
2 rauðlaukar saxaðir - viðbót úr hinni uppskriftinni
4-5 rif hvítlaukur - viðbót úr hinni uppskriftinni
30 döðlur skornar í bita
1 bolli rúsínur
1 bolli appelsínusafi
2 rauð chilli
1 tsk rauðar chilliflögur þurrkaðar (smekksatriði)
700 gr rabarbari sneiddur
6 msk engifer gróft saxaður
3 dl hunang
svartur pipar
salt
Ristið kryddin í potti í ca 1 mín hrærið stöðgt í passið vel að þau brenni ekkiSetjið allt annað hráefni útí nema myntu og pekanhnetur og látið sjóða við vægan hita í 1 til 2 tíma.Bætið útí myntu og pekanhnetum í lokin saltið og piprið eftir smekk. HÉR er hægt að lesa fleiri pistla.
Svo bætti ég við ediki í lok suðunnar, en það er edik í þessari uppskrift frá heilstutorg. Ég átti rauvínsedik á síðasta snúnin og skellti um 1 bolla.
Ég set svona heitt í krukkur sem ég sýð, svo allt á að vera gerla, sveppalaust og fínt.
þriðjudagur, ágúst 04, 2015
Verslunarmannahelgin 2015
Þessi Verslunarmannahelgi útheimtir blogg, þó það væri ekki nema til að muna seinna hvert við fórum..
Við áttum frábæra helgi með Daða og Dísu, vorum í bústað í Úthlíð frá FIT við Djáknaveg, alveg fyrsta flokks hús rúmt og gott með þrem svefnherbergjum og rosaleg heitum heita pott. Svo var rúntað á hverjum degi um hálendi og teknar þúsundir mynda en ekki margar af okkur, aðallega hinu frábæra íslenska landslagi.
En fyrst um hversdagslegri hluti. Við vorum með fína verkaskiptingu, ég sá um innkaup og að tína eitthvað fram, Dísa um bakkelsið, Daði um barinn og laxinn og Gunnar grillmeistari.
Matseðillinn var svona:
Kvöld 1: 170 gr Hamborgarar með gráðosti og salati úr garðinum auk guacamole.
Morgunn1: Lummur, harðsoðin egg og reyktur lax frá Daða og salat úr garðinum
Kvöld 2: Grillaður lax úr síðustu veiðiferð Daða með sætkartöflumús og brokkoli. Amy Winehouse á spilaranum og fullt tungl, það annað í mánuðinum á himinunum og þá kallast það víst Blue Moon, sést hér að neðan yfir Heklu. Spiluðum svo Besserwisser og Dísa vann (leiðrétting, samferðafólkið segir að ég hafi unnið, en það var allavega mjótt á mununum).
Morgunn2: Heimabakað brauð, meiri lax og salat og harðsoðin egg
Kvöld 3: Eitt og annað snætt með puttunum í súrdeigspönnukökum á Minilik á Flúðum
Morgun3: Bakarísbrauð, lax og ýmislegt
Kvöld 4: Heilgrilluð nautalund, bakaðar kartöflur, grilluð paprika og brokkoli og bernais sósa from scratch. Þá urðu 4 eggjahvítur munaðarlausar sem umbreyttust í marengsklatta með jarðaberjum og sýrðum rjóma.
Alla ökudaga voru svo með í för samlokur, bakkelsi, bananamuffins og heimilissæla, kaffi og kakó á brúsa. Verður ekki betra :) Mjög glaðir magar og bragðkirtlar í þessari ferð.
Dagur 1 var mikil keyrsla um 200 km, með mörgum stoppum, keyrðum upp Kjalveg F35, sáum mestallan tímann Bláfell og Jarlhettur.
Skálpanes - þar sem Mountaineers of Iceland eru með bækistöð og yfir 100 vélsleða, minnti mig eiginlega á James Bond mynd að sjá þá þarna í röð.
Keyrðum svo hliðarveg að skála ferðafélagsins í Hvítárnesi.
Kerlingarfjöll, keyrðum alveg innfyrir uppí fjöllinn og inn í Hveradali þar sem er mikið og fallegt hverasvæði þó veðrið hafi ekki leikið við okkur þar.
Tókum líka örstutt stopp við Gullfoss á bakaleiðinni.
Dagur 2 var svo minni akstur en meira labb. Stoppuðum fyrst við Brúarhlöð sem eru stórfengleg gil í Hvítá, þau sjást vel frá veginu en við gengum innfyrir og sáum enn betur.
Stefnan var svo tekin á austurbakka Gullfoss, þá þarf að ganga um 3 km spotta til að koma að fossinum en það er sko alveg þess virði.
Fossinn virkar mikið stærri frá þeirri hlið þar sem maður sér meira af honum og engir túrhestar, þeir sjást reyndar hinum megin þar sem maður kemst nær fossinum.
Svo renndum við á Flúðir eftir nestisstopp í grænni lautu, ókum hjá Hruna, að Stóru Laxá og komum við í Stuðlabergsnámu. Snæddum á Minilik og svo stystu leið heim því liðið var ansi lúið.
Dagur 3 var stórfenglegur, þá fórum við af Kjalvegi yfir á línuveg F338 sem liggur þvert í vestur milli jöklana og fjallana sem eru norðan Laugarvatns. þetta var bjartur og góður dagur með mörgum myndastoppum. (merkt með rauðum doppum á korti og svarta línan er göngutúr).
Við fórum svo útaf línuveginum á ómerkta leið til norðurs sem leiddi okkur upp að Hagavatni undan Langjökli, þar sem við gengum góðan spotta að útfalli vatnsins.
Síðan fórum við meðfram Hlöðufelli til suðurs og komum niður hjá Miðdalsfjalli.
Við fórum svo útaf línuveginum á ómerkta leið til norðurs sem leiddi okkur upp að Hagavatni undan Langjökli, þar sem við gengum góðan spotta að útfalli vatnsins.
Síðan fórum við meðfram Hlöðufelli til suðurs og komum niður hjá Miðdalsfjalli.
Það er ævintýralegt að horfa á allt þetta landslag hraunbreiður, eyðisanda, móberg, mig langar allaf að læra meira í jarðfræði eftir svona ferðir. Ekki fer mikið fyrir gróðri á þessum slóðum, blóðberg, lambagras, holurt og geldingahnappur mest áberandi en víða er samt búið að sá lúpínu og melgresi á stöku stað.
Þó þetta hljómi sem strembin ferð náðum við að sofa vel og dreyma mikið. Umfjöllunin verður ssvo að ljúka á lagi ferðarinnar en Dísa fór að segja okkur frá gönguferðum með vinkonum sem syngja gjarnan sjóaralög og nefndi langlegu valsinn sem við reynum í sameiningu að rifja upp með aðstoð internetsins með þeim afleiðingum að ég var raulandi hann allann tímann.
Hér eru svo allar myndirnar sem ég tók á símann minn. Þær fölna náttúrulega í samanburði við þessar frá Daða
ps. notaði þessa kortasjá Landmælinga við að gera kortin en sá það ekki fyrr en eftirá að hægt er að stilla á að örnefnin sjáist.
ps. notaði þessa kortasjá Landmælinga við að gera kortin en sá það ekki fyrr en eftirá að hægt er að stilla á að örnefnin sjáist.
sunnudagur, júní 14, 2015
Alaska - veislur og bíltúrar.
jæja nú erum við komin heim frá Alaska og fólk spyr "Hvernig var?" og það fyrsta sem mér dettur í hug að tala um er náttúran og trén, aðallega trén. Það eru aspir og grenitré og birki út um allt.
Tókum einn dag í rólegheit og að ganga frá fiskinum og elda prufur af honum.
Við gerðum nú ekki margt seinustu dagana, fórum í mat til Önnu og Bob með fisk, bæði lúðu og lax sem bragðaðist allt mjög vel, og aftur komu vinir þeirra og Bjartmar með Sweeny vin sinn.
Þarna er Gunnar með Ottó vin sin barnabarn Franks og Teresu sem komu með Önnu og Bob 2013 og gistu þá heima hjá okkur.
Dóra og Bjartmar eru annars búin að vera mikið upptekin við tiltektir í húsinu sem þau eru að gera upp, liggur mikið við þar sem Bjössi og co flytja þangað fljótlega.
Veislan heppnaðist vel, sungið og kjaftað fram á nótt svo við fórum ekkert stórt næsta dag nema að skella okkur í bíó og rúnta um downtown Alaska sem minnir mig að mörgu leiti á Minneapolis, sérlega það að húsin eru mörg tengd saman með göngubrúm á svona 3ju hæð, kemur sér örugglega vel þegar allt er á kafi í snjó og tveggja stafa frost úti.
Svo fórum við í bíltúr og Dóra með okkur, heimsóttum Alaska Wildlife Conservation Center, sáum þar allskyns dýr sem hafð verið bjargað úr ógöngum í náttúrunni og svo vinnur miðstöðin að því að koma dýrum eins og vísinundum (bison) og antilópum og hreindýrum út i náttúruna. Það var hellirigning sem skyggði svolítið á upplifunina en góð heimsókn samt, fórum með rútu um svæðið og fengum góða leiðsögn. Í góðu veðri væri skemmtilegta að ganga hreinlega hringinn og sjá öll dýrin.
Næst fórum við upp að vatni Portage, þar sem ætlunin var að sigla upp að skriðjökli sem er víst rosalega brattur og flottur og jakarnir falla í vatnið svipað og jökulsárlónið okkar. Okkur grunaði það svosem að ekki yrði siglt, en ákváðum að kíkja samt uppað vatninu að sjá. Jú, öllum siglingum var búið að aflýsa enda mikið rok, og rigning. Komum við í gestamóttökunni að Chugach þjóðgarðinum en keyrðum svo aftur af stað og fóum í hádegismat á þorpi Girdwood, sem er eiginlega skíða svæði.
Svo þurfti að versla smá, þessi ameríkuferð endaði í 5 pörum af skóm, hefur stundum verið meira.
Við enduðum í hádegismat á Spenard Roadhouse með öllu liðinu Dóru, Bjartmar, Önnu og Bob með Dóru Stínu (6ára) og Bjössi og Kasia með Aniu (15mánaða) og Sigga (6ára) sem fór svo með okkur til Íslands í heimsókn til pabba síns.
Tímamismunurinn er 8 tímar svo núna 2 dögum seinna erum við öll í ruglinu, vöknum um miðjar nætur og sofum á daginn, tekur ábyggilega viku að snúa þessu við aftur.
Bestu þakkir til allra í Alaska fyrir móttökurnar og samveruna, lán á bíl og gistingu, partí og félagsskap.
Meiri myndir hér
Svava og Gunnar.
Tókum einn dag í rólegheit og að ganga frá fiskinum og elda prufur af honum.
Við gerðum nú ekki margt seinustu dagana, fórum í mat til Önnu og Bob með fisk, bæði lúðu og lax sem bragðaðist allt mjög vel, og aftur komu vinir þeirra og Bjartmar með Sweeny vin sinn.
Þarna er Gunnar með Ottó vin sin barnabarn Franks og Teresu sem komu með Önnu og Bob 2013 og gistu þá heima hjá okkur.
Dóra og Bjartmar eru annars búin að vera mikið upptekin við tiltektir í húsinu sem þau eru að gera upp, liggur mikið við þar sem Bjössi og co flytja þangað fljótlega.
Veislan heppnaðist vel, sungið og kjaftað fram á nótt svo við fórum ekkert stórt næsta dag nema að skella okkur í bíó og rúnta um downtown Alaska sem minnir mig að mörgu leiti á Minneapolis, sérlega það að húsin eru mörg tengd saman með göngubrúm á svona 3ju hæð, kemur sér örugglega vel þegar allt er á kafi í snjó og tveggja stafa frost úti.
Svo fórum við í bíltúr og Dóra með okkur, heimsóttum Alaska Wildlife Conservation Center, sáum þar allskyns dýr sem hafð verið bjargað úr ógöngum í náttúrunni og svo vinnur miðstöðin að því að koma dýrum eins og vísinundum (bison) og antilópum og hreindýrum út i náttúruna. Það var hellirigning sem skyggði svolítið á upplifunina en góð heimsókn samt, fórum með rútu um svæðið og fengum góða leiðsögn. Í góðu veðri væri skemmtilegta að ganga hreinlega hringinn og sjá öll dýrin.
Næst fórum við upp að vatni Portage, þar sem ætlunin var að sigla upp að skriðjökli sem er víst rosalega brattur og flottur og jakarnir falla í vatnið svipað og jökulsárlónið okkar. Okkur grunaði það svosem að ekki yrði siglt, en ákváðum að kíkja samt uppað vatninu að sjá. Jú, öllum siglingum var búið að aflýsa enda mikið rok, og rigning. Komum við í gestamóttökunni að Chugach þjóðgarðinum en keyrðum svo aftur af stað og fóum í hádegismat á þorpi Girdwood, sem er eiginlega skíða svæði.
Svo þurfti að versla smá, þessi ameríkuferð endaði í 5 pörum af skóm, hefur stundum verið meira.
Mér gekk ágætlega að versla á mig, en það er samt áberandi að í búðunum eru næstum því bara sumarvörur svo ég fékk bara þunn föt á Guðmund Pálma og ekki er víst mikil þörf á því á klakanum.
Við fórum líka uppfyrir borgina þar sem er gott útsýni og fólk leggur af stað í göngur, á þeirra Esju greinilega sem heitir Flattop, nafnið segir sig svolítið sjálft þar sem flestir aðrir tindar í Alaska eru mjög strýtulaga en þessi er flatur efsti. Gaman að sjá þar gróðurinn við bílstæðið, krækiberjalyng, fífla og holtasóley, við létum það alveg vera að ganga nokkuð enda ekki miklir garpar í þeirri deildinni og töluvert rok og kuldi.
Tímamismunurinn er 8 tímar svo núna 2 dögum seinna erum við öll í ruglinu, vöknum um miðjar nætur og sofum á daginn, tekur ábyggilega viku að snúa þessu við aftur.
Bestu þakkir til allra í Alaska fyrir móttökurnar og samveruna, lán á bíl og gistingu, partí og félagsskap.
Meiri myndir hér
Svava og Gunnar.
föstudagur, júní 05, 2015
Matur í Alaska
Ég elska hvernig þjónustufólkið talar hér í Alaska, ef maður pantar mat þá eru viðbrögðin oft "Alrigth! - Good idea" eins og maður hafi gert eitthvað stórkostlegt að takast að velja milli 20 rétta! Nóg um það, bara að bera það fram með skemmtilegum Alaskahreim.
Hér að ofan er nammi sem við prófuðum, alltag gaman að prófa nýtt. Reyndar erum við ekki búin að prófa mikið nýtt í mat hér í Alaska.
Oftast erum við búin að borða hjá Dóru og Bjartmari, thai fisk, linsubaunasúpu, grillað svínakjöt. Morgunmaturinn er gott brauð og frábær fersk ber, jarðaber og blaber. Það virðist gott úrval af nýju og ferskum ávöxtum og grænmeti í búðunum.
Við erum líka búin að fara nokkrum sinnum út að borða þegar við höfum verið á flakkinu og fengið góðan og týpískan amerískan mat en ekkert sem hefur slegið í gegn. Jú reyndar kökurnar í Nordströms voru fyrsta klassa, mæli með því.
Homer and beyond
Við áttum góðan dag í gær, keyrðum hér út á tanga fleiri hundruð mílur, það eru svooo miklar vegalengdir hér. Enduðum í bæ sem heitir Homer og Gunnar tók skyndákvörðun að fara á lúðuveiðar í dag, líklega hefur hann alltaf haft það bak við eyrað en hann kann illa við að fara svona og skilja mig eftir eina en ég sagði honum að hafa ekki áhyggjur, ég gæti lesið unnið og farið í gönguferðir. Væri í raun bara ánægð að fá ró og frið svo núna flakka ég milli kaffihúsa hér og slaka bara á.
Við sáum margt skemmtilegt á leiðinni í gær, skallaerni, jökla, elg, vegaframkvæmdir sem við höfum alltaf svolítið gaman af. Hér eru ekki notuð umferðaljós til að stjórna umferðinni þegar búið er að loka annari akgreininni, heldur eru stelpur með skilti og flögg sem stjórna.
Gunnar var ánægður með túrinn, það voru feðgar sem fóru með þá og svo þrír aðrir gestir frá Vermont. Hann var nú ekki ánægður með að fá ekki að taka meiri þátt en svo varð að vera þegar þetta er allt miðað við túrista sem sumir hafa kannski ekki snert stöng áður hvað þá annað. Annars fékk hann tvo laxa, tvær lúður og slatta af þorski og kom með þetta allt flakað í land.
Allar myndirnar hér
Við sáum margt skemmtilegt á leiðinni í gær, skallaerni, jökla, elg, vegaframkvæmdir sem við höfum alltaf svolítið gaman af. Hér eru ekki notuð umferðaljós til að stjórna umferðinni þegar búið er að loka annari akgreininni, heldur eru stelpur með skilti og flögg sem stjórna.
Á myndinni má sjá húsbíl, það er rosalega mikið af þeim hér, og svo sést líka að það er snjór í fjöllum þó gróðurinn sé kominn langt og hlýtt úti.
Homer er lítill og skemmtilegur bær með einum umferðarljósum, allt snýst um sjóinn og menn rölta hér um í gúmmistígvélum. Svolítill sveitabragur líka og skallaörn með hreiður í miðjum bæ.
Náttúran er allt um kring, sjór, jöklar og fjöll.
Gunnar var ánægður með túrinn, það voru feðgar sem fóru með þá og svo þrír aðrir gestir frá Vermont. Hann var nú ekki ánægður með að fá ekki að taka meiri þátt en svo varð að vera þegar þetta er allt miðað við túrista sem sumir hafa kannski ekki snert stöng áður hvað þá annað. Annars fékk hann tvo laxa, tvær lúður og slatta af þorski og kom með þetta allt flakað í land.
Allar myndirnar hér
miðvikudagur, júní 03, 2015
Veður og verslun í Alaska.
Veðrið var svona:
Það er reyndar frábært að versla hér, að því leyti að þjónustan er svo dásamleg. Ég leitaði uppi búðir sem myndu hafa föt við mitt hæfi. Fór fyrst í Torrid, sem er meira svona fyrir ungar piur, ágætt úrval en hauskúpumunstur á öðrum hverjum hlut. Afgreiðslufólkið fylgist með manni og um leið og maður er kominn með 1-2 flíkur á handlegginn koma þau og bjóðast til að fara með það i mátunarklefa fyrir mann. Þar stilla þau því upp og láta manni líða mjög velkominn. Næst var það Classic Woman, mjög fín búð með fjölbreyttum vörum, allt frá pallíettukjólum til útivistafatnaðar frá Columbia og fleirra. Þar sá ég líka merki og meira segja kjól sem ég á heima keyptan í Belladonna. Þar bar bætt um betur við þjónustuna og sú fór að bera í mig vörur sem henni sýndist að mér myndir líka og hafði rétt fyrir sér. Dóra var líka með mér og stakk uppá outfitti sem virkaði svo vel að ég keypti það líka. Síðast fórum við í Nordströms, og hefðum eiginlega átt að byrja þar því þar er góð deild með góðum númerum, afskaplega vandaðir bolir og góðar gallabuxur á betra verði en í hinum búðunum. Mæli með því. Annars eru verðin bara svona rétt sjónarmun lægri en á Íslandi, en gott að vera í fríi og hafa tíma til að versla.
Svo um kvöldið eru það flottar máltíðir frá Bjartmari og fjörugar samræður.
Meiri myndir hér
... Record high minimum temperature and record high dailyOkkur fannst nú bara hlýtt, en rigningin var ansi hressileg á köflum, svo við fórum að versla bæði mánudag og þriðjudag. Buxur og blankskó, boli og brækur, bara góður árangur.
precipitation set yesterday at Anchorage International Airport...
A record high minimum temperature of 52 degrees was set at Anchorage
International Airport yesterday. The previous record of 51 degrees
was set in 1996 and 1990.
A record high daily precipitation of 0.40 inches was also set at
Anchorage International Airport yesterday. The previous record of 0.38 inches was set in 2013. http://www.wunderground.com/US/AK/101.html?MR=1
Það er reyndar frábært að versla hér, að því leyti að þjónustan er svo dásamleg. Ég leitaði uppi búðir sem myndu hafa föt við mitt hæfi. Fór fyrst í Torrid, sem er meira svona fyrir ungar piur, ágætt úrval en hauskúpumunstur á öðrum hverjum hlut. Afgreiðslufólkið fylgist með manni og um leið og maður er kominn með 1-2 flíkur á handlegginn koma þau og bjóðast til að fara með það i mátunarklefa fyrir mann. Þar stilla þau því upp og láta manni líða mjög velkominn. Næst var það Classic Woman, mjög fín búð með fjölbreyttum vörum, allt frá pallíettukjólum til útivistafatnaðar frá Columbia og fleirra. Þar sá ég líka merki og meira segja kjól sem ég á heima keyptan í Belladonna. Þar bar bætt um betur við þjónustuna og sú fór að bera í mig vörur sem henni sýndist að mér myndir líka og hafði rétt fyrir sér. Dóra var líka með mér og stakk uppá outfitti sem virkaði svo vel að ég keypti það líka. Síðast fórum við í Nordströms, og hefðum eiginlega átt að byrja þar því þar er góð deild með góðum númerum, afskaplega vandaðir bolir og góðar gallabuxur á betra verði en í hinum búðunum. Mæli með því. Annars eru verðin bara svona rétt sjónarmun lægri en á Íslandi, en gott að vera í fríi og hafa tíma til að versla.
Svo um kvöldið eru það flottar máltíðir frá Bjartmari og fjörugar samræður.
Meiri myndir hér
mánudagur, júní 01, 2015
Heimsókn til Önnu og ferð til Talkeetna
Anna og Bob buðu til samsætis með vinum þeirra þar sem þau búa niðri í borginni. Þar var mikið kjaftað, grilluð rif og dásamlegur ferskur maís. Þó Anchorage sé bara 4 breiddargráðum sunnar en Reykjavík er hér annað loftslag, mikið heitara og allur gróður hér kominn á fullt og tréin allaufguð sem voru bara rétt að byrja í Hafnafirðinum. Tegundirnar eru samt margar þær sömu, mikið af ösp og birki, en samt mest áberandi allskyns grenistré, löng og mjó.
Við gistum og fengum þannig margar góðar samræður við litlu dömuna á bænum, hana Dóru Stínu sem hér situr með Uncle Gunnar ;)
Annars eru í Alaska deilur eins og víða um hvort virkja eigi ána og byggja stíflu sem ku eiga að verða sú 5ta stærsta í heimi og skaffa rafmagn fyrri 2/3 íbúa Alaska, við sáum víða skilti þar sem stíflunni er mótmælt.
Allar myndirnar hér
Við gistum og fengum þannig margar góðar samræður við litlu dömuna á bænum, hana Dóru Stínu sem hér situr með Uncle Gunnar ;)
Svo var ákveðið að skella sér í bíltúr. Við keyrðum 186 km í gegnum landslag sem einkenndist af skógum, vötn falin þar inní, og svo glitti einstaka sinnum í fallega fjallasýn.
Áfangastaðurinn var smábærinn Talkeetna, mikil miðstöð útivistarfólks, og túrista sérlega þeirra sem eru að fara að ganga að fjallinu Denali, eða Mt. McKinley hæsti tindur í norður Ameríku 6.168m eða um 3 hærra en okkar hæsti tindur. Við gengum að ánni Susitna þar sem við dýfðum tánum í sem eru bæði þrútnar og með moskútóbit og sóbrúnkurenndur. Svo gengum við að járnbrautarbrú, um bæinn og tókum myndir.
Annars eru í Alaska deilur eins og víða um hvort virkja eigi ána og byggja stíflu sem ku eiga að verða sú 5ta stærsta í heimi og skaffa rafmagn fyrri 2/3 íbúa Alaska, við sáum víða skilti þar sem stíflunni er mótmælt.
Allar myndirnar hér
Alaska 2015 - fyrstu dagarnir
Núna erum við á ferðalagi og þá tilheyrir að blogga.
Við fórum af stað 26. maí með Icelandair og fengum að vera á Saga Class, stelpurnar og Gunnar gerðu reyndar grín að mér því fyrsta sem datt uppúr mér var, ohhh, þá þarf ég að vera fín. En það var sko alveg fyrirhafnarinnar virði, Gunnar allavega naut sín alveg í botn.
Við erum í heimsókn hjá Bjartmari og Dóru systir Gunnars. Þau eru búin að búa hér hátt á fjórða áratug og hafa byggt sér alveg frábært hús hér í Stuckagain Heights, hæðum hér fyrir ofan Anchorage. Þetta er hálfgerð sveit og viltir birnir og elgir ráfa um. Við fengum að kynnast því einn morguninn þegar kýr með tvo kálfa kom alveg upp að húsinu, át elririrnn sem vex í kringum húsið og þefuðu af grillinu. Gestgjafarnir giskuðu líka á að þau væru að leita vars undan birni sem hafði sést á vappi og nágranninn hafði varað okkur við að væri á leið niður götuna kvöldið áður. Við fengum samt ekki að sjá hann og nú er hann víst allur.
Annars hef ég ekki getað verið alveg í fríi þar sem ég á að skila grein núna næstu daga. Þá hefur komið sér vel að Anna dóttir Dóru og Bjartmars vinnur í bókasafninu í háskólanum og ég hef sitið þar við skriftir. Mjög huggulegt og opið net svo það gat ekki verið betra.
Allar myndirnar hér
Við fórum af stað 26. maí með Icelandair og fengum að vera á Saga Class, stelpurnar og Gunnar gerðu reyndar grín að mér því fyrsta sem datt uppúr mér var, ohhh, þá þarf ég að vera fín. En það var sko alveg fyrirhafnarinnar virði, Gunnar allavega naut sín alveg í botn.
Við erum í heimsókn hjá Bjartmari og Dóru systir Gunnars. Þau eru búin að búa hér hátt á fjórða áratug og hafa byggt sér alveg frábært hús hér í Stuckagain Heights, hæðum hér fyrir ofan Anchorage. Þetta er hálfgerð sveit og viltir birnir og elgir ráfa um. Við fengum að kynnast því einn morguninn þegar kýr með tvo kálfa kom alveg upp að húsinu, át elririrnn sem vex í kringum húsið og þefuðu af grillinu. Gestgjafarnir giskuðu líka á að þau væru að leita vars undan birni sem hafði sést á vappi og nágranninn hafði varað okkur við að væri á leið niður götuna kvöldið áður. Við fengum samt ekki að sjá hann og nú er hann víst allur.
Hundurinn á bænum er hún Aría sem ver hús og fólk á göngu, varar við bjarndýrum og býr bara úti.
Annars hef ég ekki getað verið alveg í fríi þar sem ég á að skila grein núna næstu daga. Þá hefur komið sér vel að Anna dóttir Dóru og Bjartmars vinnur í bókasafninu í háskólanum og ég hef sitið þar við skriftir. Mjög huggulegt og opið net svo það gat ekki verið betra.
Á meðan hefur Gunnar rúntað um kíkt á bæinn, búðir og ættingjana. Það fer vel um okkur og fáum lika lánaðan bíl.
Allar myndirnar hér
laugardagur, janúar 03, 2015
Nú eru áramót 2014-2015
Já nú árið er liðið í áranna skaut og allt það. Sá skemmtilegi siður að skrifa jólakort er því miður að hverfa smám saman, en annað kemur í staðinn. T.d. þetta blogg og allar myndirnar og kveðjurnar á Facebook. Google+ setti saman myndband fyrir mig sem er svona,
Þar sjást helstu viðburðir þessa árs sem eru vel dokumentaðir á þessum miðli. Tvær frábærar utanlandsferðir sem við Gunnar fórum í, sú fyrri til Helsinki og Ítalíu í maí/júní og svo til Parísar um þær báðar má lesa hér á blogginu. Einnig frábæra ferð á Norðurlandið í sumar sem einnig er skráð hér. Þá má ekki gleyma að Gunnar, Kristín Hrönn og Lilja Björg byrjuðu árið á að elta handboltalandsliðið til Danmerkur á Evrópumót, en ferðin var útskriftargjöfin þeirra.
Það eru samt tveir viðburðir sem við eigum eftir að minnast helst frá þessu ári. Við vorum rækilega minnt á það bæði að lífið er dásamlegt og hverfult.
Í mai kvöddum við mömmu hans Gunnars. Guðbjörg Þorsteinsdóttir lést 23. maí og Gunnar skrifaði minningarorð sem lesa má á mbl.is. Hún var á 96. aldursári en full af lífi og fjöri. Um hver jól og tímamót fór hún alltaf að tala um hvernig við myndum hafa þetta næst eins og það væri gefið mál að við myndum koma saman og að ári liðnu og fá okkur hangikjöt, segja sögur og hlægja. Svo varð ekki að þessu sinni heldur geymum við dýrmætar minningar í hjarta okkar og hlægjum áfram eins og hún hefði viljað.
Hin hliðin á peningnum er nýja og fallega lífið sem kviknaði á árinu. 24. október fæddist litla dásamlega krílið hann Guðmundur Pálmi. Foreldrar hans eru Jón sonur minn og Ágústa Ólsen sambýliskona hans.
Ég er því orðin löggilt amma og brosi út í annað þegar ég heyri Svava amma, en ég er skírð eftir Svövu ömmu minni sem við kölluðum stundum ömmu glans, í seinni tíð því hún varð æ glysgjarnari með aldrinum og gekk í peysum með gullþráðum og fagurgyllt selskapsgleraugu. Nú get ég það líka :)
Litla fjölskyldan býr í Innri Njarðvík og þó það sé ekki mjög langt þá er maður ekkert að æða á hverjum degi en nýti hvert tækifæri til að koma við og kíkja á þau. Guðmundur Pálmi sem er skírður eftir báðum öfum sínum dafnar vel og er vær og góður.
Af krökkunum er flest gott að frétta, Pétur vinnur í Héðni og býr með sínum félögum á Ásbrú. Kristín Hrönn var í hjúkrunarfræðinámi svo Gabríel fékk oft að koma að gista meðan mamma lærði eða vann í heimahjúkruninni. Við krossum enn fingur að hún hafi komist áfram í gegnum samkeppnisprófin,en það kemur í ljós næstu daga. Lilja Björg stúderar sálfræði og vinnur á sambýli og býr í fínni stúdentaíbúð á Akureyri. Hún kemur oft suður og er eins og hvirfilvindur að hitta vinkonur og kíkja út á lífið. Bergþóra Sól er búin með eina önn í VMA, vann í Lindex en hefur nú hætt því bakið er eitthvað að trufla hana, svo fær hún bílpróf núna á næstu dögum.
Við Gunnar vinnum enn á sömu stöðum en ráðningar okkar beggja renna út á komandi ári, Ekki er útlit fyrir að framhald verði á tilraunaverkefninu Starf ehf. Mín ráðning sem nýdoktor rennur út 1. des, hvað gerist þá veit enginn enn, en ég hef allavega í nógu að snúast og mörg spennandi verkefni í gangi sem finna þarf leiðir til að halda áfram að vinna.
Annað hversdagslegt frá árinu er að við fórum á tangónámskeið og gekk bara bærilega, ég allavega vona að þar verði framhald á. Ég syng enn með Samkór Kópavogs og við héldum flotta tónleika í vor og fórum í frábærar æfingabúðir í Skálholti. Það er ekki nóg svo ég syng líka með Kirkjukórnum í Víðistaðakirkju, þar er auðvitað sungið reglulega, messur, tónlistarviðburðir aðrir og aðventukvöld. Gunnar kemur oft í kirkjuna og er líka farinn að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi þar við helgihaldið.
Gunnar þurfi að heimsækja lækna aðeins vegna hjartsláttaróreglu og fór í rafvendingu og virðist kominn í takt og allur að hressast. Við berum enn út blaðið , komið eitt og hálft ár af því sem heldur okkur í gönguformi og gefur nokkra aura í ferðasjóð.
Annars var þetta bara gott og gleðiríkt ár, garðrækt gekk vel, metuppskera af jarðarberjum, fínt af rabarbara og rifsi, mikið af kartöflum sem springa samt við suðu. Við erum alsæl og glöð með lífið hér á Klettahrauninu. Við tókum á móti fjölda Couchsurfera, héldum skrilljón matarboð og hittum góða vini og ættingja. Verið öll alltaf velkomin á til okkar.
Við óskum ykkur árs og friðar kv. Svava og Gunnar Halldór
/SP
Þar sjást helstu viðburðir þessa árs sem eru vel dokumentaðir á þessum miðli. Tvær frábærar utanlandsferðir sem við Gunnar fórum í, sú fyrri til Helsinki og Ítalíu í maí/júní og svo til Parísar um þær báðar má lesa hér á blogginu. Einnig frábæra ferð á Norðurlandið í sumar sem einnig er skráð hér. Þá má ekki gleyma að Gunnar, Kristín Hrönn og Lilja Björg byrjuðu árið á að elta handboltalandsliðið til Danmerkur á Evrópumót, en ferðin var útskriftargjöfin þeirra.
Það eru samt tveir viðburðir sem við eigum eftir að minnast helst frá þessu ári. Við vorum rækilega minnt á það bæði að lífið er dásamlegt og hverfult.
Í mai kvöddum við mömmu hans Gunnars. Guðbjörg Þorsteinsdóttir lést 23. maí og Gunnar skrifaði minningarorð sem lesa má á mbl.is. Hún var á 96. aldursári en full af lífi og fjöri. Um hver jól og tímamót fór hún alltaf að tala um hvernig við myndum hafa þetta næst eins og það væri gefið mál að við myndum koma saman og að ári liðnu og fá okkur hangikjöt, segja sögur og hlægja. Svo varð ekki að þessu sinni heldur geymum við dýrmætar minningar í hjarta okkar og hlægjum áfram eins og hún hefði viljað.
Hin hliðin á peningnum er nýja og fallega lífið sem kviknaði á árinu. 24. október fæddist litla dásamlega krílið hann Guðmundur Pálmi. Foreldrar hans eru Jón sonur minn og Ágústa Ólsen sambýliskona hans.
Ég er því orðin löggilt amma og brosi út í annað þegar ég heyri Svava amma, en ég er skírð eftir Svövu ömmu minni sem við kölluðum stundum ömmu glans, í seinni tíð því hún varð æ glysgjarnari með aldrinum og gekk í peysum með gullþráðum og fagurgyllt selskapsgleraugu. Nú get ég það líka :)
Litla fjölskyldan býr í Innri Njarðvík og þó það sé ekki mjög langt þá er maður ekkert að æða á hverjum degi en nýti hvert tækifæri til að koma við og kíkja á þau. Guðmundur Pálmi sem er skírður eftir báðum öfum sínum dafnar vel og er vær og góður.
Af krökkunum er flest gott að frétta, Pétur vinnur í Héðni og býr með sínum félögum á Ásbrú. Kristín Hrönn var í hjúkrunarfræðinámi svo Gabríel fékk oft að koma að gista meðan mamma lærði eða vann í heimahjúkruninni. Við krossum enn fingur að hún hafi komist áfram í gegnum samkeppnisprófin,en það kemur í ljós næstu daga. Lilja Björg stúderar sálfræði og vinnur á sambýli og býr í fínni stúdentaíbúð á Akureyri. Hún kemur oft suður og er eins og hvirfilvindur að hitta vinkonur og kíkja út á lífið. Bergþóra Sól er búin með eina önn í VMA, vann í Lindex en hefur nú hætt því bakið er eitthvað að trufla hana, svo fær hún bílpróf núna á næstu dögum.
Við Gunnar vinnum enn á sömu stöðum en ráðningar okkar beggja renna út á komandi ári, Ekki er útlit fyrir að framhald verði á tilraunaverkefninu Starf ehf. Mín ráðning sem nýdoktor rennur út 1. des, hvað gerist þá veit enginn enn, en ég hef allavega í nógu að snúast og mörg spennandi verkefni í gangi sem finna þarf leiðir til að halda áfram að vinna.
Annað hversdagslegt frá árinu er að við fórum á tangónámskeið og gekk bara bærilega, ég allavega vona að þar verði framhald á. Ég syng enn með Samkór Kópavogs og við héldum flotta tónleika í vor og fórum í frábærar æfingabúðir í Skálholti. Það er ekki nóg svo ég syng líka með Kirkjukórnum í Víðistaðakirkju, þar er auðvitað sungið reglulega, messur, tónlistarviðburðir aðrir og aðventukvöld. Gunnar kemur oft í kirkjuna og er líka farinn að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi þar við helgihaldið.
Gunnar þurfi að heimsækja lækna aðeins vegna hjartsláttaróreglu og fór í rafvendingu og virðist kominn í takt og allur að hressast. Við berum enn út blaðið , komið eitt og hálft ár af því sem heldur okkur í gönguformi og gefur nokkra aura í ferðasjóð.
Annars var þetta bara gott og gleðiríkt ár, garðrækt gekk vel, metuppskera af jarðarberjum, fínt af rabarbara og rifsi, mikið af kartöflum sem springa samt við suðu. Við erum alsæl og glöð með lífið hér á Klettahrauninu. Við tókum á móti fjölda Couchsurfera, héldum skrilljón matarboð og hittum góða vini og ættingja. Verið öll alltaf velkomin á til okkar.
Við óskum ykkur árs og friðar kv. Svava og Gunnar Halldór
/SP