Síður

laugardagur, desember 05, 2015

Heimkoman Pinter

Við fórum að sjá Heimkomuna eftir Pinter í gær, eins og eiginlega alltaf vissi ég ekkert hvað ég var að fara á og finnst það fínt. Þá er ég ekki með neinar fyrirframgefnar hugmyndir áður.  Mér fannst leikararnir frábærir, kannski síst Vigdís Hrefna Pálsdóttir, en kannski var það ekki leikurinn heldur karakterinn sem ég bara náði ekki, skil ekki fólk sem velur sér svona hlutskipti, út frá því skil ég kannski ekki neitt af þeim. Enda varð Bergþóru að orði eftir sýninguna, ég skildi ekkert!
Þetta er svona leikrit sem var óþægilegt að horfa á, mikil átök, mikil nekt, mjög nákvæmt samlíf.... hm kannski er ég bara tepra.... en
Maður fær ein­hvern verk í mag­ann við að lesa þetta leik­rit og ef vel tekst til á sú til­finn­ing að sitja eft­ir hjá áhorf­and­an­um að sýn­ingu lok­inni,“ seg­ir Atli Rafn Sig­urðar­son um Heim­kom­una eft­ir Nó­bels­verðlauna­skáldið Harold Pin­ter, 
Svo líklega ekki, því ég var með einhven verk í maganum og Atla Rafni því tekist vel upp.

Við semsagt fórum með Bergþóru og Huldu Vigdísar og snæddum fyrst á Kryddlegnum Hjörtum á hverfisgötunni, alltaf jafn næs og góður salatbar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli