Við gistum og fengum þannig margar góðar samræður við litlu dömuna á bænum, hana Dóru Stínu sem hér situr með Uncle Gunnar ;)
Svo var ákveðið að skella sér í bíltúr. Við keyrðum 186 km í gegnum landslag sem einkenndist af skógum, vötn falin þar inní, og svo glitti einstaka sinnum í fallega fjallasýn.
Áfangastaðurinn var smábærinn Talkeetna, mikil miðstöð útivistarfólks, og túrista sérlega þeirra sem eru að fara að ganga að fjallinu Denali, eða Mt. McKinley hæsti tindur í norður Ameríku 6.168m eða um 3 hærra en okkar hæsti tindur. Við gengum að ánni Susitna þar sem við dýfðum tánum í sem eru bæði þrútnar og með moskútóbit og sóbrúnkurenndur. Svo gengum við að járnbrautarbrú, um bæinn og tókum myndir.
Annars eru í Alaska deilur eins og víða um hvort virkja eigi ána og byggja stíflu sem ku eiga að verða sú 5ta stærsta í heimi og skaffa rafmagn fyrri 2/3 íbúa Alaska, við sáum víða skilti þar sem stíflunni er mótmælt.
Allar myndirnar hér
gaman að koma á svona framandi slóðir fyrir flesta íslendinga.
SvaraEyðaGaman að fá að fylgjast með :)
SvaraEyðakv.
MP