Síður

mánudagur, júní 01, 2015

Heimsókn til Önnu og ferð til Talkeetna

Anna og Bob buðu til samsætis með vinum þeirra  þar sem þau búa niðri í borginni. Þar var mikið kjaftað, grilluð rif og dásamlegur ferskur maís. Þó Anchorage sé bara 4 breiddargráðum sunnar en Reykjavík er hér annað loftslag, mikið heitara og allur gróður hér kominn á fullt og tréin allaufguð sem voru bara rétt að byrja í Hafnafirðinum. Tegundirnar eru samt margar þær sömu, mikið af ösp og birki, en samt mest áberandi allskyns grenistré, löng og mjó.
Við gistum og fengum þannig margar góðar samræður við litlu dömuna á bænum, hana Dóru Stínu sem hér situr með Uncle Gunnar ;)
Svo var ákveðið að skella sér í bíltúr. Við keyrðum 186 km í gegnum landslag sem einkenndist af skógum, vötn falin þar inní, og svo glitti einstaka sinnum í fallega fjallasýn.
Áfangastaðurinn var smábærinn Talkeetna, mikil miðstöð útivistarfólks, og túrista sérlega þeirra sem eru að fara að ganga að fjallinu Denali, eða Mt. McKinley hæsti tindur í norður Ameríku 6.168m eða um 3 hærra en okkar hæsti tindur.  Við gengum að ánni Susitna þar sem við dýfðum tánum í sem eru bæði þrútnar og með moskútóbit og sóbrúnkurenndur. Svo gengum við að járnbrautarbrú, um bæinn og tókum myndir.  

Annars eru í Alaska deilur eins og víða um hvort virkja eigi ána og byggja stíflu sem ku eiga að verða sú 5ta stærsta í heimi og skaffa rafmagn fyrri 2/3 íbúa Alaska, við sáum víða skilti þar sem stíflunni er mótmælt.
Allar myndirnar hér


2 ummæli:

  1. gaman að koma á svona framandi slóðir fyrir flesta íslendinga.

    SvaraEyða
  2. Gaman að fá að fylgjast með :)

    kv.
    MP

    SvaraEyða