Síður

fimmtudagur, september 17, 2015

Rababara kryddmauk

Rabbabarinn þetta árið var tekinn upp seint og var að byrja að verða trénaður og leiðinlegur. Svo líka var til nóg sulta frá fyrra ári svo þetta árið var framleitt kryddmauk.
Uppskeran var ekki heldur mikil og hentaði því vel í svona tilraunir.


Það þarf mikið að skera og saxa fyrir svona föndur, og það var gott veður 9. ágúst svo ég gat setið úti í sólinni við það .





 Ég fann tvær uppskriftir sem ég studdist við og hrærði saman. Eiginlega samt mest þessa af mbl.is,  Ef ég man rétt voru þetta tæp 3 kg. rabbabari svo þetta var um 3x uppskrift.


Rabarbara chut­ney
2 tsk cumm­in­fræ - setti líka cumminmalað
2 tsk cori­and­erfræ
8 heil­ar car­da­momm­ur
1 kanel­stöng sjóða með í ca 1 klst  setti bara kanil malaðan
1 epli skorið í bita
2 rauðlaukar saxaðir - viðbót úr hinni uppskriftinni
4-5 rif hvítlaukur - viðbót úr hinni uppskriftinni
30 döðlur skorn­ar í bita
1 bolli rús­ín­ur
1 bolli app­el­sínusafi
2 rauð chilli
1 tsk rauðar chilli­f­lög­ur þurrkaðar (smekks­atriði)
700 gr rabarbari sneidd­ur
6 msk engi­fer gróft saxaður
3 dl hun­ang
4 myntu­lauf sett útí í rest­ina  sleppti þessu
1 bolli pek­an­hnet­ur góft saxaðar  sleppti þessu, hugsaði frekar að mylja hnetur út á einhverntíman þegar ég ber þetta fram
svart­ur pip­ar
salt
Ristið krydd­in í potti í ca 1 mín hrærið stöðgt í passið vel að þau brenni ekk­i­Setjið allt annað hrá­efni útí nema myntu og pek­an­hnet­ur og látið sjóða við væg­an hita í 1 til 2 tíma.Bætið útí myntu og pek­an­hnet­um í lok­in saltið og piprið eft­ir smekk. HÉR er hægt að lesa fleiri pistla. 

Svo bætti ég við ediki í lok suðunnar, en það er edik í  þessari uppskrift frá heilstutorg.  Ég átti rauvínsedik á síðasta snúnin og skellti um 1 bolla.
Ég set svona heitt í krukkur sem ég sýð, svo allt á að vera gerla, sveppalaust og fínt.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli