Við sáum margt skemmtilegt á leiðinni í gær, skallaerni, jökla, elg, vegaframkvæmdir sem við höfum alltaf svolítið gaman af. Hér eru ekki notuð umferðaljós til að stjórna umferðinni þegar búið er að loka annari akgreininni, heldur eru stelpur með skilti og flögg sem stjórna.
Á myndinni má sjá húsbíl, það er rosalega mikið af þeim hér, og svo sést líka að það er snjór í fjöllum þó gróðurinn sé kominn langt og hlýtt úti.
Homer er lítill og skemmtilegur bær með einum umferðarljósum, allt snýst um sjóinn og menn rölta hér um í gúmmistígvélum. Svolítill sveitabragur líka og skallaörn með hreiður í miðjum bæ.
Náttúran er allt um kring, sjór, jöklar og fjöll.
Gunnar var ánægður með túrinn, það voru feðgar sem fóru með þá og svo þrír aðrir gestir frá Vermont. Hann var nú ekki ánægður með að fá ekki að taka meiri þátt en svo varð að vera þegar þetta er allt miðað við túrista sem sumir hafa kannski ekki snert stöng áður hvað þá annað. Annars fékk hann tvo laxa, tvær lúður og slatta af þorski og kom með þetta allt flakað í land.
Allar myndirnar hér
Engin ummæli:
Skrifa ummæli