Við fórum af stað 26. maí með Icelandair og fengum að vera á Saga Class, stelpurnar og Gunnar gerðu reyndar grín að mér því fyrsta sem datt uppúr mér var, ohhh, þá þarf ég að vera fín. En það var sko alveg fyrirhafnarinnar virði, Gunnar allavega naut sín alveg í botn.
Við erum í heimsókn hjá Bjartmari og Dóru systir Gunnars. Þau eru búin að búa hér hátt á fjórða áratug og hafa byggt sér alveg frábært hús hér í Stuckagain Heights, hæðum hér fyrir ofan Anchorage. Þetta er hálfgerð sveit og viltir birnir og elgir ráfa um. Við fengum að kynnast því einn morguninn þegar kýr með tvo kálfa kom alveg upp að húsinu, át elririrnn sem vex í kringum húsið og þefuðu af grillinu. Gestgjafarnir giskuðu líka á að þau væru að leita vars undan birni sem hafði sést á vappi og nágranninn hafði varað okkur við að væri á leið niður götuna kvöldið áður. Við fengum samt ekki að sjá hann og nú er hann víst allur.
Hundurinn á bænum er hún Aría sem ver hús og fólk á göngu, varar við bjarndýrum og býr bara úti.
Annars hef ég ekki getað verið alveg í fríi þar sem ég á að skila grein núna næstu daga. Þá hefur komið sér vel að Anna dóttir Dóru og Bjartmars vinnur í bókasafninu í háskólanum og ég hef sitið þar við skriftir. Mjög huggulegt og opið net svo það gat ekki verið betra.
Á meðan hefur Gunnar rúntað um kíkt á bæinn, búðir og ættingjana. Það fer vel um okkur og fáum lika lánaðan bíl.
Allar myndirnar hér
Lúxus að vera á saga class, hvað kom til?
SvaraEyðakv.
MP
Gaman af fá blogg, farðu nú að drífa af þessa grein og njóta frísins :)
SvaraEyða