Síður

föstudagur, júní 05, 2015

Matur í Alaska

Ég elska hvernig þjónustufólkið talar hér í Alaska, ef maður pantar mat þá eru viðbrögðin oft "Alrigth! - Good idea" eins og maður hafi gert eitthvað stórkostlegt að takast að velja milli 20 rétta!  Nóg um það, bara að bera það fram með skemmtilegum Alaskahreim.

Hér að ofan er nammi sem við prófuðum, alltag gaman að prófa nýtt. Reyndar erum við ekki búin að prófa mikið nýtt í mat hér í Alaska. 
Oftast erum við búin að borða hjá Dóru og Bjartmari,  thai fisk, linsubaunasúpu, grillað svínakjöt. Morgunmaturinn er gott brauð og frábær fersk ber, jarðaber og blaber.  Það virðist gott úrval af nýju og ferskum ávöxtum og grænmeti í búðunum. 
Við erum líka búin að fara nokkrum sinnum út að borða þegar við höfum verið á flakkinu og fengið góðan og týpískan amerískan mat en ekkert sem hefur slegið í gegn. Jú reyndar kökurnar í Nordströms voru fyrsta klassa, mæli með því. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli