Hér að ofan er nammi sem við prófuðum, alltag gaman að prófa nýtt. Reyndar erum við ekki búin að prófa mikið nýtt í mat hér í Alaska.
Oftast erum við búin að borða hjá Dóru og Bjartmari, thai fisk, linsubaunasúpu, grillað svínakjöt. Morgunmaturinn er gott brauð og frábær fersk ber, jarðaber og blaber. Það virðist gott úrval af nýju og ferskum ávöxtum og grænmeti í búðunum.
Við erum líka búin að fara nokkrum sinnum út að borða þegar við höfum verið á flakkinu og fengið góðan og týpískan amerískan mat en ekkert sem hefur slegið í gegn. Jú reyndar kökurnar í Nordströms voru fyrsta klassa, mæli með því.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli