Laugardagur 20. september, þriðji dagurinn í þessari ferð.
Nú var ákváðið að sjá minnsta kosti Louvre að utan þó við nenntum ekki að fara inn í það.
Tókum týpískar túristamyndir og sátum góða stund í sólbaði í Tuileries görðunum, algjör snilld þar að hafa lausa stóla út um allan garð svo fólk getur komið sér fyrir að vild, við sátum við gosbrunn og horfðum á gullfiskana svamla.
Eftir notalegan hádegisverð á enn einu götuhorninu gengum við að Les Halles sem er neðanjarðar verslunarmiðstöð, undarlegt fyrirbæri, tómir ranghalar en fínt HM þar sem keypt var slatti aðallega á barnabörn ;)
um kvöldið var svo sameiginlegur kvöldverður mér tókst að klúðra skipulagningunni og fór af stað í lestinni án heimilisfangsins og endaði að við þurftum að stoppa á öðru veitingahúsi til að komast í wifi og finna heimilisfangið. það gekk upp og kvöldið var fínt á Chez Paul skammt frá Bastillunni. Þar fengum við frábæra foi gras, glæsilega nautasteik og profiteroles.
Svo leigari heim, þá sér maður meira en í lestinni, enda var ég kannski að byrja að fá nóg af þeim í bili.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli