sunnudagur, júlí 13, 2014

Leiðsögn og búðarráp og sund

Magga á eftir að hlægja ;) en það var eitthvað lítið í skápunum í morgun svo við ákváðum að drífa okkur í morgunmat í IKEA, mælum með því, gott og hræbillegt.
Svo fórum við í Grasagarðinn í Laugardal, þar var boðið upp á leiðsögn um tré og blómstrandi runna. Við urðum mikils vísari, vitum fullt nú um kvisti, reyni og sírenur. Stóra umræðuefnið er nú hvort við eigum að klippa stóru kvistana fyrir framan eldhúsgluggann. Kíktum líka í Kaffi Flóru í köku og súpu.
Tókum svo smá búðarrúnt, ELKÓ, Húsasmiðjuna og Nettó, keyptum ekki margt, jú fékk muffinsform í stil við stellið mitt og fyrirtaks vatnsflösku.
Svo sund, mér finnst gaman að prófa nýjar sundlaugar svo nú fórum við í Álftaneslaug. Hún er flott, hentar sérlega vel svona gaurum, með öldulaug og hárri rennibraut. Fínir heitir pottar , stór plús við þá hvað þeir eru djúpir svo það flýtur yfir axlir á mér þegar ég sit.
Nú er það borgari og lokaleikur HM í knattspyrnu í Rio.
Meiri myndir

Engin ummæli: