fimmtudagur, júlí 11, 2013

Alston til Bakewell

Dagur 5, aftur fínn morgunmatur, pakka saman, keyra niður löngu brekkuna og alla leið eftir A6 til Manchester airport, skila bílnum rötuðum nú í gegnum kaflann þar sem verið er að breyta veginum en satnav gellan var ekki sammála okkur, og bað okkur "in 600 meters make a u-turn, in 300 meters make a u-turn, when possible MAKE a u-turn" skemmtilegt hvernig upptökurnar eru með innbyggðum ákafa eftir því hversu mikilvæg skilaboðin eru !
Aksturinn hafði gengið allur vel og ég vandaði mig allt til enda minnug þess þegar ég tók brettið
úr sendibílnum í Leeds eftir að hafa keyrt til Immingham og til baka!

Bakewell pub

Svo tókum við pakkfulla lest til Chesterfield þar sem Hulda og Les tóku á móti okkur og keyrðu
til Bakewell þar sem við komum okkur fyrir í Hillside Cottage á þrem hæðum með hrúgum af
brickabrack og bara baðkari með engri sturtuslöngu einu sinni. Eigandin tók á móti okkur úti á götu, yndislega ensk með nýja manninn sinn til 9 ára en hún hafði keypt kotið ein og farið svo að leigja það til túrhesta þegar hún giftist honum Brian sínum.
Skelltum okkur á næsta pöbb The Wellington og svo á annan The Peacock í dinner þar sem við gátum fylgst með

From Bakewell pub
hjólbörukeppninni sem var hluti af Bakewell festival sem stóð yfir um helgina. Veðrið var geggjað

heitt og dásamlegt.

Engin ummæli: