sunnudagur, janúar 05, 2025

Annáll 2024

Þetta ár er búið að vera fullt af gleði og gamani þó óneitanlega hafi sorgin bankað uppá og ýmis verkefni ratað á fjörur okkar.

Hér neðst er mikil upptalning og alveg 154 myndir hér fyrir sérlega áhugasama.

Af fjölskyldunni er það að segja að hún bara stækkar og öll barnabörnin eru hress og dafna og stækka. Nýjasti meðlimurinn kom í júní, hann Sólon sonur Bergþóru og Birkis. Hann er yndislegur og kátasta barn sem við höfum kynnst og þeir félagarnir eru góðir saman þegar hann kemur í pössun á Klettahraunið. Birkir vinnur hjá EGF og rekur vefverslun milli þess sem hann brunar í Garðinn að æfa handbolta.


Ingvar og Kristín keyptu hús í Hafnarfirði og giftu sig með pomp og prakt. Þau sitja ekki auðum höndum og eru langt komin að innrétta bílskúrinn sem leiguíbúð. Gabríel er fluttur til þeirra og er í tækniskólanum og tekur vaktir í Krónunni, Hrafnhidlur í Flensborg og vinnur á Hrafnistu, Baltasar er að ljúka grunnskólanum og spilar mikinn fótbolta.  Lilja og krakkarnir eru hress, dugleg við að vera úti og koma oft og fara þá mikið í heita pottinn.

Pétur er á sínum stað í Héðni og fór með okkur í árslok til Kanarí. Jón er að rétta úr kútnum og bjó hjá okkur miðbik ársins en er nú í Hamraborginni. Guðmundur kemur stundum í helgarheimsókn og við heimsækjum Perlu Dís í Njarðvík, hún er upprennandi ráðskonurassgat og rétti ömmu sinni kúkableyju við lok einnar heimsóknarinnar. Vonandi bara svo hún rataði rétta leið út í rusl.



Mér tókst að fara í sjö utanlandsferðir, sumt bara frí, sumt vinna og sumar svona bland. Tvær ferðir standa uppúr;  New york ferðin þar sem við fórum í brúðkaup og sáum ótrúlega margt og hér er heilt albúm úr henni. Svo veran á spáni í rannsóknarmisserinu sem ég tengdi reyndar við ráðstefnu í Malmö og heimsókn til Bjarts í Odense. En svo fórum ég til Tene, fundaði í Brussel, framlengdi vinnuferð með Gunnari í Frakklandi, fórum með Fagfélögunum til Dublin, á ráðstefnu í Skotlandi og endaði á Kanarí með Pétri og Gunnari. (myndir hér að neðan).

Sumarið var frábært, þó það hafi verið kaldast á öldinni. Anita bróðirdóttir mín var hjá okkur með sínum manni og þau eru jafnmikið fyrir borðspil og ég svo það var mikið spilað. Við systkynin héldum heilmikið fjölskyldumót, Elliðavallaleikana þar sem við fengum geggjað verður eftir blauta byrjun. Að fórum að venju með okkar krökkum í bústað á Vog á Mýrum en klikkuðum eitthvað á hópmyndinni.




Í venjulega lífinu syng ég enn með tveim kórum og fer í leikfimi 3x í viku þegar annað skemmtilegt truflar það ekki. Gunnar fer í veiði, stundar Oddfellow starfið, prófaði aðeins golf og badminton. Svo hitti ég konuklúbbana, Saumaklúbbinn Fríðurnar og jafnöldrur úr Keflavík. Það svalasta var að finna áhugafólk um sjósund í Facebook hóp og hitta þau oft um sumarið og haustið í köldum dýfum við Hausastaði við Álftanes.



Gunnar vinnur enn hjá FIT og hefur lofað að hætta því og vinnu yfirhöfuð í árslok ´25.  Ég var á vormisserinu í rannsóknarmisseri sem þýðir að ég þurfti ekki að kenna og gat einbeitt mér að rannsóknarverkefnum og skrifum. Reyndar ekki mikil uppskera þetta árið en mörg verkefni komin langt og þó nokkur ný dúkkuðu uppá árinu. Svo hef ég verið töluvert í stjórnun, og á komandi vormisseri verð ég deildarforseti í afleysingum.

Saman tókst okkur að horfa á alla Downtown Abbey seríuna, fara oft í leikhús og á tónleika,  halda og þiggja matarboð og sumarbústaðarferðir með vinum og ættingjum.  

Við erum lánsamt fólk svona heilt yfir og þökkum ykkur öllum ánægjulegar samverustundir á árinu og vonumst til að þær verði jafn margar og jafnvel fleiri á því næsta

Gleðilegt ár!



________________________________________________________________________________

og hér hefst upptalningin......

3. -17. janúarTenerife með Möggu og Ínu (1)



Pétur rafvirki hóf störf, við létum skipta um rofa og innstungur og fengum nýja rafmagnstöflu.


Gunnar fór í ársafmælið hans Hjalta með stelpunum.

Kristófer varð 5 ára og strákarnir komu nokkrum sinnum að læra stærðfræði og spila. En Gabríel er í vélstjórnarnámi og gengur vel. Hér prófar hann bíl á Háskóladeginum.

     


9. feb Árshátíð Háskóla Íslands í Hörpu ég af því að ég átti líka afmæli þá gistum við á Icelandair hótelinu niðri í bæ. 

Viktor i pössun í febrúar og fór sem fangi á öskudaginn.



Fríðurnar hittust nokkrunveginn mánaðarlega og áttu góðar stundir.



21.-23. feb til Brussels með Hildi Ástu vegna Selfie for teachers (2) Við komumst að því að við erum jafngamlar, eigum jafngamla menn og elskum að drekka Leffe!


24. feb æfingabúðir Samkórsins í Langholti

1. mars Gunnar og Lilja sjá Heiðar Snyrtir- Lúna

1. mars Svava í Odense til Bjarts og hitti líka stelpurnar og Peter, fórum út að borða og á spilakaffi. (3)



Þaðan fór ég á ráðstefnu í Malmö með góðu samstarfsfólki 

9. mars - 1. apríl Sevilla Þaðan lá leiðin til Sevilla þar sem Gunnar hitti mig og við áttum góða daga á Limehome, hann fór á spænkunámskeið og ég sinnti fræðastörfum og hitti spænska kollega. En auðvitað nutum við lífsins þar á milli.



Þá skelltum við okkur í rútu til Algeciras þar sem Hörður og Kristín hittu okkur. Við tókum kláfinn uppá Gíbraltar og gengum svo niður, næst fórum við til Ronda og sáum florrar brýr, byggingar og nautaatshring. Svo aftur til Sevilla með þeim, og kíktum í bæinn. 

Þá komu páskar og Magga, Ína, Gerður og Jón komu til Sveilla og við fluttum á hótel niður í bæ. En þá byrjuðu líka allar páskagöngurnar sem gerðu ferðalög erfið en þær urðu færri en stóð til vegna mikilla rigninga. Við náðum samt að skoða það helsta og njóta lífsins.


5. apríl fórum við á stand up með Sarah Milligan, geggjað gaman og Gunnar er late bloomer, en ég eager beaver.

Svo strax næsta dag á Eitruð lítil Pilla í Borgarleikhúsinu með Oddfellow félögum.

13. apríl Sáum Hrafnhildi í Bæjarleikhúsinum með leikfélagi Flesnborgar í Engin venjuleg ávaxtakarfa.



18. apríl Gunnar heimsótti Kristófer á leikskólann og Svava spilaði við stóru strákana

20. apríl  Gunnar og Guðmundur horfðu á Viktor keppa í fótbolta og skruppu í bátinn. En Svava fór í bumbuboð fyrir Bergþóru

24. apríl B-bekkur úr Kennó hittist.



25. apríl Sumardagurinn fyrsti og allt liðið í heimsókn, leikjum og mat.





27. apríl, vortónleikar Árnesingakórsins og tókum til í geymslunni!

28. apríl 1. árs afmælisveisla Perlu Dísar



1. maí fórum við á sjóinn í brjálaðri blíðu og gengum fínan afla



4. maí Kórferðalag í Borgarnes



7. maí Samstöðutónleikar

8. maí Svava Tanja og Andrés í mat og spil

10. maí Oklahóma með söngleikjadeild söngskóla Sigurðar Demez

14. maí Vinnuferð til Strasbourg og Gunnar elti,(4) skoðuðum borgina, heimsóttum Evrópuþingið, fórum svo til Freiburg sem er fræg fyrir opin og hrein ræsi sem krakkar leika sér í og flotta kirkju. Heimsóttum svo Colmar, kastala, slússur og vínhéröð, frábært ferð.  Gunnar kom akandi frá París og ók okkur um allt og svo til baka.



23. maí, Bingó í Ægi með Ástu Júlíu sem fékk bingó með alnöfnu sinni!!

25. maí  Sáum Óbærilegan létttleika knattspyrnunnar í Borgarleikhúsinu, fyndið og fjör. Lilja og co í Brunch

26. maí Spil og lakkrísgott með bumbulínu og Birki

29. maí Systur að fegra sig í Fríðuklúbb og aftur komið eldgos

3. júní  Sólon sonur Bergþóru og Birkis fæddur

8. júní - Við heimsóttum forsetann með Lilju og co og Viktori Darra. Victoría gerði sé lítið fyrir og faðmaði Guðna!



9. júní Kristín og Ingvar flytja í Grænukinn, hús með nóg pláss og góðan anda. 

15. - 25. júní Ferð til New York (5) fyrst sem miklir túristar á Manhattan en svo í brúðkaup Önnu og Bob úti á Long Island

28.-30. júní fullorðinshelgi í rjóðrinu, í dásamlegu veðri en ég á bara myndir af mat og Ínu í skógarhöggi

4. og 5. júlí var ég aukaleikari með Víðistaðakór

12. júlí komu Anita, Peter og Sigrid í heimsókn og voru hjá okkur í 10 daga. Þau komu fyrir fjölskyldumótið og Hulda og allt hennar lið líka og kíktir í brunch. Mótið var 19. - 21. júlí og heppnaðist mjög vel í bæði geggjuðu veðri og grenjandi rigningu!

26. júli -1. ágúst var árleg ferð að Vog á mýrum, bara dásamlegt, flestir stoppuðu þó stutt nema Kristín Hrönn sem fékk Covid og kom ekkert og að venju kíktu Hörður og Kristín í mat.



9. - 12. ágúst vorum við um Versló í Rjóðrinu og hlustuðum á Björn Jörund og Daníel Ágúst á Sólheimum



15. ágúst Gunnar í árlegri veiðiferð í Fnjóská með Tuma, Herði og fleirum

17. ágúst var Sólon skírður



á menningarnótt 24. ágúst sáum við Gabríel keppa í bekkpressu og svo allskonar flotta tónlist og enduðum á að borða með Möggu og Ínu. 




Gunnar fór í nokkrar Oddfellow göngur þetta sumarið en ég bara tvær, í kringum Rauðavatn og svo hér í Hafnarfirði á álfaslóðir en gafst upp í miðju kafi því vinstra hnéð er búið að vera að stríða mér frá Gíbraltargöngunni. En nú í árslok er það nokkuð gott, en samt ekki alveg.

6. - 9. september fórum við til Dublin í skemmtiferð með Fagfélögunum, borgin er allta skemmtileg og við kynntumst nýjum hliðum á henni og drukkum mikinn Guinnes.



Ég stundaði sjósund töluvert síðsumars og fram á haust og oft mátti finna berrassaðar kerlingar við þennan kofa.

21. september var mikill gleðidagur þegar Kristín og Ingvar giftust í Hafnarfjarðarkirkju og flott veisla í Haukahúsinu.



4. október voru gesti úr Kór Víðistaðakirkju út um allt hjá okkur á Klettahrauninu og borðað bæði út og inni og svo mikið sungið.



Þá um nóttina brunaði Gunnar uppá heiði í veiði.

6. okt Tumi og Allyson í brunch

Á haustmánðuðum fóru Gunnar, Lilja og Bergþóra að fara í badminton á föstudagseftirmiðdögum og þegar þurfti passaði ég liðið.  Það var bara skemmtileg að fara í göngutúra að húsdýragarðinum eða í Nexus í glæsibæ, en í eitt skiptið fór é með þau heim, var læst út, klifraði uppá girðingu til að komast inn og braut glænýjan síma.....

13. okt var smá afmæliskaffi, alltaf gott að fá liðið okkar til okkar.

20. okt var systrahelgi í Rjóðrinu, mikið næs en fáar myndir.

28. október lés Olaf Örn Jónsson og var jarðsettur 11. nóvember.

9. nóv fórum við á Hótel Húsafell með Oddfellow, mæli alveg með þessu að kíkja út fyrir bæðinn og fá góðan viðgjörning. Það er líka gaman að kynnast nýju fólki og eignast nýja vini á gamals aldri



15. nóv, Söngleikjastælar í Salnum

23. nóv. Gunnar fór í útsýnisflug með Birgi, Huldu og Lilju



25. -29. nóvember fór ég í ráðstefnuferði til Dundee (6) með viðkomu í Edinborg með Berglindi.



Náði rétt svo að vera heima til að syngja jólastund með víðistaðakór þann 1. des og Samkórnum 2. des.

Því 3. des fórum við með Pétri til Kanarí (7).  Sem varð því miður Veikindaferð í sólina.




mánudagur, desember 16, 2024

Veikindaferð í sólina

 Í desember fórum við í ferð sem fer í annála sem slæm ferð eða sannkölluð veikindarferð.  Það sem átti að vera endurtekning á frábærri ferð fyrir tveir árum síðar stóðst ekki alveg undir væntingum.  Pétur fór með okkur til Gran Canary og við vorum á Aparthotels Don Pedro.  Gunnar fór að finna fyrir óþægindum strax í flugvélinni en bjóst nú bara við að hrista það af sér.  

Vikan byrjaði vel, ég vann á morgnana, við lágum í sólbaði og notuðum ískalda sundlaugina, í seinni partinn spiluðum við á svölunum og fundum góða veitingastaði á kvöldin. Við Pétur fórum einu sinni á ströndina, en þá var bara uppi rautt flagg og mikill vindur og öldugangur svo við börðumst bara við öldurnar í smá stund.

Gunnar dró okkur á söngstund á barnum Why Not Lago þar sem við sungum María, María og Kötukvæði með skemmtilegum kerlingum og harmonikkuleikara.  Oftast borðuðum við í eða kringum Yumbo center, og eitt kvöldið eftir góða borgara duttum við í smá stuð og karaóke.

Á laugardegi (dagur 5) fórum við með rútu til Las Palmas á fótboltaleik, Las Palmas og gestirnir Real Valladolid frá norður spáni, 2:1 fyrir heimamönnum.  Það var mikið fjör á vellinnum og haf af gulklæddum gestum, við kíktum aðeins í mallið, löbbuðum í gegnum bæinn og jólamarkaði og tókum svo rútuna heim.


Eftir fótboltaferðina varð Gunnar bara virkilega veikur svo við fórum til læknis á mánudeginum (dagur 6) þar sem hann var greinilega kominn með þetta í lungun. Hann fékk fína þjónustu og lyfseðil og greiddi mjög lítið fyrir lyfin.

Þá var það undir okkur Pétri komið að skoða bæinn og færa sjúklíngnum bjargir.  Ekki vissi svo betur til en að á degi 11 var ég líka orðin veik og átti slæma þrjá daga. Þegar þetta er ritað á degi 13 er ég nægilega hress svo við Gunnar gátum farið út að borða í fína steik. Hann tók reyndar rútuna til Puerto Rico í Mogan Mall í klippingu og búðaflakk enda komin með nettan "cabin fever"  Pétur er búinn að vera frábær, hlaupandi í búðir og apótek fyrir okkur mörgum sinnum á dag, en hefur samt náð að sleikja vel sólina, klára að lesa Hobbitann og kíkja aðeins út á lífið. 

Hótelið er lítið íbúðahótel í hring, við horfum yfir til nágranna okkar og heilsumst, nokkrir eru búnir að skreyta hjá sér með jóladúkum, jólastjörnum og seríum og þýsku hjónin með tengdasonin við hliðina á okkur hafa græjað vínglös og almennilegar kaffikrúsir sem hótelið býður ekki uppá.

Eflaust hefur kuldinn ekki hjálpað okkur að halda heilsu, en næst þegar við förum á þessar slóðir munum við taka með okkur góða sokka og náttföt, og svo er líka gott að hafa vit á því að biðja um auka teppi ef þarf. 

Hér eru allar myndirnar

fimmtudagur, júlí 18, 2024

Elliðavallaleikarnir 2024

Program

Friday 19th 

Afternoon arrival everyone helps with setting up tents

19:00 Burgers - Magga is in charge. Helpers: Hans Þór; Diljá. Anita, Peter


24:00 Quiet time Cleanup Lilja, Dominik, Soffía, Gunnar.

Saturday 20th

13:00 Elliðavallaleikarnir - Svava

  Helpers: - setting upp Pétur, Gabríel, Diljá og Lilja and collecting at the end Hrafnhildur and Baltasar.

Group photo  -Gunnar Halldór


15:00+  Afternoon caffee: prep and cleanup

Kristín Hrönn, Magga, Amy and Lilja

    Master of coffee Jón and dishwashing



19:00 BBQ - Gerður helpers, Jón Ben, Andy, Hulda Sóley and María


    BBQ cleanup Gerður, Ingvar, Luke og Skapti


20:30 approx Singalong and prize ceremony

    Teams performe their act.


24:00 Quiet time

Cleanup Óðinn, Ína, Svava Tanja and Andrés

SUNDAY 21st 

- people have their own breakfast

- people help with cleaning up, taking down tents, clearing trash, putting things in kerra

Goodbye  

Clean up Pétur, Atli, Les, and Gunnar Halldór

 THE TEAMS

GulurRauðurGrænnBlárHvíturSvartur
Gunnar HalldórJón BenIngvarPeterPéturJón
Hans ÞórAndyStefánAtliLukeLes
AndrésDominikSkapti BenÓðinnBaltasarGabríel
Kristín HrönnHrafnhildurAmyMaríaAnitaMagga
SoffíaDiljáÍnaHuldaGerðurLilja
JessicaElliAlexandraLaufey EbbaÞórirIðunn
TheoEinar IngiViktor DarriSvava TanjaSigridHafdis
ElijahÓlafía Rut
Guðmundur Pálmi
PenelopeKristófer
Seth GabrielBergþóra??Dagbjört ??Birkir??Viktoría



I First round - einstaklingsþrautir

Hér gera liðin á sínum hraða skv. lýsingum í skráningarblaði.

Hér er tengill á skráningu fyrir fyrstu umferð:

This is the link scores from the first round https://forms.gle/qq4pkXpG3FWN5MEE9 






II Second round - group challenges -hópakeppni

Hér gera tvö eða fleiri lið á sama tíma og hinir horfa á. Leikjastjóri skráir stigin.  Good photo ops here!

1. Boltahlaup. - Ball run

Tvö lið keppaa á sama tíma. Tveir vinna saman, allir keppa. Lítill bolti, settur enni í enni, má halda í axlirnar, hlaupa saman að dollunni og koma boltunum öllum þremur í dolluna, ef boltinn dettur á jörðina þarf að byrja aftur. Sami má keppa aftur ef það vantar félaga.

Two teams compete at the same time, everyone participates. A small ball is put to the forehead, you may hold each other shoulders and run together to get the ball into a bucket. If the ball falls you start again. The same can do again if you are fewer than six.

2. Vatnsflutningur

Liðsfélagar koma sér fyrir sitjandi í beinni línu. Hver liðsfélagi fær eitt plastglas. Sá sem situr fremstur situr fyrir framan aðra fötuna sem er full af vatni. Sá fyllir plastglasið sitt og hellir úr því aftur á bak (sér ekki hvert hann er að hella) til næsta liðsfélaga sá skal reyna að grípa vatnið með sínum bolla og hellir því svo aftur fyrir sig svo koll af kolli. Sá sem er síðastur í röðinni reynir að hella vatninu úr sínum bolla í fötuna sem staðsett er fyrir aftan hann. 

Liðið hefur 90 sekúndur til þess að reyna að koma eins miklu vatni fyrir í fötunni fyrir aftan aftasta mann. Eftir 90 sekúndur er vatnið mælt í öftustu fötu.


Team members sit in a straight row. Each member gets on plastic glass. The one in the front sits in front of a bucket full of water. He fills his glass and pours it behind his back (does not see where he is pouring) to his team member who tries to catch the water and then pours it behind himself to the next and so forth, the las one tries to pour into a bucket behind him.


The team has 90 seconds to get as much water from the first bucket to the last. In 90 minutes the water in the back bucket is measured.


3. Nagli í flösku- the nail in the bottle

This is a timed competition. 5 members compere- they geta a big nail tied to a string around their waist, they run to the bottle and when the nail hits the bottom they may run and clock in the next member.


III Third round - creative round

Here you have different tasks - please post the photos to: https://padlet.com/svavap/leikar see also qr code

A) Group photos: Create three different group photos, be creative use props and location.  Three points for each photo.
    1) the victory team
    2) the happiest team
    3) the weirdest team
    

B)  Prepare a group song. You will perform it in the evening but you may also record it and put it on the padlet.   You may compose a song or use an existing song but put new lyrics to it. 
    10 points for a successful song performed by the team.

C) Prepare a sketch to perform in the evening after dinner. Max 5 minutes. Write your own manusctipt, recreate something from a television show or act out a joke. The scetch will be filmed to save to enjoy again and again.
    - 3 points for funny 
    - 1 point for costumes
    - 1 point for props
    - 1 point for minumum  1 minute length
    - 1 point if all adults participate
    - 1 point if all kids participate
    - 1 point for a serious message
 






Photos

If you want to share your photos either share them to our Family group or ask Svava to add you  to this album

Photos from previous  family meets:

2006 In Stebbis parents summer house on his birthday

2010 With our cousins daughters of Stefán brother of Hulda

2012 in Laugarvatn when the photo here below was taken.

2017 in Öndverðarnes - Bjarmaland

2020 In öndverðarnes The facebook Event with lots of photos and videos from the games   My photos 




mánudagur, febrúar 12, 2024

Annáll 2023

 Þetta ár byrjaði með nýjum áskorunum, við vorum nýbúin að fá fregnir að Gunnar var með krabbamein á tungunni. Það var skorið burt 17. janúar og teknir eitlar úr hálsinum. Við tók svo langt og strangt ferli að fá sárin til að gróa og hætta að blæða.  Þessi vandræði tengdust náttúrulega því að hann þarf að vera á blóðþynnandi lyfjum vegna hjartalokunnar, og þurfti að feta þarna vandrataðan milli veg. Ég skráði ekki hvenær þessu lauk en það var trúlega ekki fyrr en í febrúarlok. En þá fór hann að braggst hratt og vel og fór fljótlega í vinnu.

Í mars fórum við á Draumaþjófinn með Guðmund Pálma og Viktor.



Í mars fór ég til Osló á NERA ráðstefnuna og strax daginn eftir skunduðum við með Hrafnhildi, Baltasar og GAbríel til Liverpool, við borðuðum mikið á skyndibitakeðjum, þeir fóru á leik í Manchester eftir að Liverpool leikurinn sem var markmið ferðarinnar var felldur niður og við Hrafnhildur fórum og sáum Disney on Ice í höllinni sem Eurovision átti svo að fara fram nokkrum vikum síðar.  Svo heimsótum við Anfield og skoðuðum miðborgina.


Um páskana í byrjun apríl fengum við þá fínu hugmynd að fá rafmagnshjólin lánuð hjá Ínu og Möggu, ekki vildi betur til en að við vorum varla lögð af stað þegar ég klúðra einhverju og keðjan fór af. Það var ekki vinnandi vegur að ná henni á aftur svo við snerum við settum hjólið á bíl, en Gunnar var ákveðinn að hjóla heim úr Laxakvíslinni. Það vildi ekki betur en svo en hann datt rétt við Cintamani og kom heim illa til reika. Seinna sáum við í hjólaappi sem ég hafði sett í símann hans, að hann hafði tekið krókaleið heim, beygt til vinstri inn Arnarhraunið, svo niður Krókahraunið og þaðan heim. Hann vissi aldrei hvað varð til þess að hann datt, en hann fór á slysó og hausinn var myndaður í bak og fyrir en ekkert fannst. Aftur á móti slasaðist hann á öxl og viðbeinið stendur enn uppúr henni og skiptar skoðanir á hvort eitthvað eigi að gera í því. 



Baltasar fermdist svo 16. apríl og haldin var fín veisla og afinn tók myndir.



Þegar sól hækkaði á lofti fengum við Daða og Dísu í mat o og líka Huldu og Birgi og gátum setið úti á palli 21. apríl.



26. apríl var svo viðburður ársins þegar ungfrú Jónsdóttir fæddist fyrir tímann og næstum því í beinni útsendingu þar sem ég var með fríðunum í saumó og pílu.  Hún dafnar rosalega vel, er síkát og brosandi.  Við gáfum henni bílstól og það var gaman að fara með Kalla að græja það.



Hún var svo skírð Perla Dís Ottesen Jónsdóttir þann 15. október. Séra Baldur skírði og veislan var á Mánagrund.

Við þrjár systur fórum í bústað fyrstu helgina í maí, alltaf jafn notalegt. 

Í maí skaust ég líka með samstarfsfólki til Kaupmannahafnar að skoða skólahúsnæði þar sem við erum á haus í þannig pælingum vegna flutninga sviðsins í Sögu.

13. maí hélt ég Eurvision partý og Pétur bakaði pizzur ofaní okkur í nýuja pizzuofninum sínum.

Í maílok fórum við svo með Oddfellow til Portó, skoðuðum mikið, borðuðum saltfisk, fórum á Fadó kvöld drukkum dásamleg vín of efldum vinskap við nýja vini.  Óvæntasta ævintýrið var samt það að ætla á Robbie Williams tónleika á hátíð sem var þarna. við töldum okkur vera búin að kaupa miða en samdægurs kom í ljós að við fengum ekki miða, en nutum tónleikanna samt í botn á gangstéttinni fyrir utan með hundruðum mans.


Þegar Gunnar og hinir fóru svo heim fór ég með rútu til Lissabon á fund um stafræna borgaravitund og eignaðist enn nýja vinkonu hana BErgþóru og við áttum góðan fund og skemmtilega samveru.

Svo var götugrill á Klettahrauninu.

7. júní varði hann Benjamin svo doktorsverkefnið sitt en þetta er í fyrst skiptið sem ég er í doktorsnefnd með Berglindi og Veli-Matti og Allysona aðalleiðbeinandi.  Ég bauð í veislu í tilefni varnarinnar.

Í júní fórum við í mikið ferðalag, fyrst í húsaskipti í Kaupmannahöfn, hjóluðum töluvert en ég varð líka lasin. Svo fórum við til Þýskalands, hittum Möggu og Ínu og sváfum í Glamping.  Þaðan lá leiðin aftur til Danmerkur í heilmikla 25 ára brúðkaupsafmælisveislu Röggu og Bjarts í Favsbjerg.


Svo leið sumarið heima með smáfólki í heimsókn, spilagleði hjá Gerði, gestum á pallinum. 

Í ágústbyrjun fórum við á Vog  á Mýrum og höfum aldrei fengið eins dásamleg veður til að leika okkur, róa og synda í sjónum.


Við kíktum á Iðunni og Stebba sem flutt eru á Vatnsnesveginn í Keflavík og búin að gera mjög flott hjá sér.

19 ágúst héldum við loksins pallapartýið, gerðum pulled pork, keypti píluspjald og þeir sem mættu skemmtu sér vel við leiki og karaóke.

16. september var ættarkaffi hjá afkomendum Sigurjónu og Þorsteins, ömmu og afa Gunnars í móðurætt sem voru þá 307.

Dóra og Bjartmar voru í heimsókn í september og við fórum með þau hring um Reykjanesið og borðuðum úti í Garði.

27. september vorum við aftur komin á flakk, þá til Bristol með Kór Víðistaðasóknar, heimsóttum líka Cardiff og sungum í tveim kirkjum. Við fórum á söngleikinn Charlie and the chocolate factory og Gunnar og Hjörleifur á fótboltaleik meðan við skoðuðum brú og fórum í hoponoff.  Kórinn var líka duglegur. Við fluttum Faure Requiem með kórum Kjalarnesprófastsdæmis í febrúar, tónleika í maí og aftur í nóvember ma vegna 50 ára afmælis stjórnandans sem finnst ég alltaf vera í útlöndum. Skil ekki þetta rugl í honum!

Þegar kórinn fór heim flugum við Gunnar til Barcelona og svo í leigara til Sitges til að halda uppá 50 ára afmæli Huldu systir.  Þetta var svka fjör, fórum á ströndina, á marga bari, til Barcelona í Sagrada famili og food tasting tour.  á afmælisdaginn var svo flottur dinner á dragshowi sem var geggjað.


Enn einu sinni fór ég á flakk í lok október og fór þá með 1966 vinkonunum til Norður Karólínu að heimsækja Björgu. Við áttum notalega daga, fór vel um okkur í ristastóra húsinu þeirra og veðrið notalegt. Einar eldaði oft, meðal annars djúpsteiktan kalkún og svaka steik. Við keyrðum töluvert bæði í næstu bæi, til Myrtle Beach þar sem sumar fóru í golf og við allar í súpergolf. Síðan í Biltmore House, og svo auðvitað í mollin og outletin og komum heim með svona 70 skópör og troðnar töskur.


Langþráð Oddfellow árshátíð var svo í nóvember, þetta eru einu skiptin eiginlega þar sem við dönsum svo ég splæsti bæði í nýja eyrnalokka og krullur og notaði loks kjólinn sem keyptur var 2020 rétt fyrir covid!

Guðmundur og Viktor gistu nokkrum sinnum en allaveg 25. nóvember og þá var lífið orðið skrýtið hjá Viktori því búið var að rýma Grindavík þann 10. nóvember vegna hættu á eldgosi og við fórum með Viktor að keppa í fótbolt og á skautasvellið þar sem Grindvíkingar fengu frítt inn. 

En gosið kom svo 19. desember, https://eldgos.is/eldgos-vid-sundhnukagiga/  þetta er erfiður tími fyrir fólkið okkar Ingvar, Kristínu og þeirra börn sem eru búin að setja allan sinn pening og orku í að gera upp hús sem þau keyptu í Grindavík í sumar. Það er eftirminnilegt kvöldið þegar Kristín hringdi í okkur og sagði okkur að það væri komið gos. Þau rýmdu sitt heimili, fóru fyrst í orlofsíbúð en svo í bananablokkina í Hafnarfirði. Viktor 



Við hófum framkvæmdir í desember, fengum rafvirka til að endurnýja tengla og töflu og setja inn ný ljós. 

Desember var fínn, við fóurm í partý með 1966 vinkonunum, á jólahangikjöt menntavísindsviðs sem líklega er í síðaasta skipti í stakkahlíðinni. Mjög fínt jólaboð Oddfellow þar sem Gurrý skemmti okkur konunum. J'olaveinninn heimsótti Lilju og vinkonur hennar. Við vorum tvö á notalegu aðfangadagskvöldi. Liðið kom til okkar á jóladag og Kristín og Lilja með sitt lið komu á gamlárskvöld en við Viktoría vildum helst vera inni og ekki horfa á háværa flugelda.

Við fórum á Fíu Sól 30. des með Viktor og Guðmund Pálma. Þeir gistu báðir en þetta var ekki auðvelt, enda taka þeir þetta ástand greinilega báðir nærri sér.

 Annars endaði ég árið með von í hjarta en samt þungt í sinni þegar ég keyrði Jón á Vog 21. desember.  Af öðrum er það að frétta að Lilja vinnur á tannréttingstofunni, Viktoría og Kristófer eru spræk á sínum leikskólum og fara aðrahverja helgi til pabba.  

En góðu fréttirnar eru þær að Birkir og Bergþóra eiga von á barni með vorinu.

Hér er svo gott úrval af myndum frá þessu fjölbreytta ári.