Þetta ár er búið að vera fullt af gleði og gamani þó óneitanlega hafi sorgin bankað uppá og ýmis verkefni ratað á fjörur okkar.
Hér neðst er mikil upptalning og alveg 154 myndir hér fyrir sérlega áhugasama.
Af fjölskyldunni er það að segja að hún bara stækkar og öll barnabörnin eru hress og dafna og stækka. Nýjasti meðlimurinn kom í júní, hann Sólon sonur Bergþóru og Birkis. Hann er yndislegur og kátasta barn sem við höfum kynnst og þeir félagarnir eru góðir saman þegar hann kemur í pössun á Klettahraunið. Birkir vinnur hjá EGF og rekur vefverslun milli þess sem hann brunar í Garðinn að æfa handbolta.
Ingvar og Kristín keyptu hús í Hafnarfirði og giftu sig með pomp og prakt. Þau sitja ekki auðum höndum og eru langt komin að innrétta bílskúrinn sem leiguíbúð. Gabríel er fluttur til þeirra og er í tækniskólanum og tekur vaktir í Krónunni, Hrafnhidlur í Flensborg og vinnur á Hrafnistu, Baltasar er að ljúka grunnskólanum og spilar mikinn fótbolta. Lilja og krakkarnir eru hress, dugleg við að vera úti og koma oft og fara þá mikið í heita pottinn.
Pétur er á sínum stað í Héðni og fór með okkur í árslok til Kanarí. Jón er að rétta úr kútnum og bjó hjá okkur miðbik ársins en er nú í Hamraborginni. Guðmundur kemur stundum í helgarheimsókn og við heimsækjum Perlu Dís í Njarðvík, hún er upprennandi ráðskonurassgat og rétti ömmu sinni kúkableyju við lok einnar heimsóknarinnar. Vonandi bara svo hún rataði rétta leið út í rusl.
Mér tókst að fara í sjö utanlandsferðir, sumt bara frí, sumt vinna og sumar svona bland. Tvær ferðir standa uppúr; New york ferðin þar sem við fórum í brúðkaup og sáum ótrúlega margt og hér er heilt albúm úr henni. Svo veran á spáni í rannsóknarmisserinu sem ég tengdi reyndar við ráðstefnu í Malmö og heimsókn til Bjarts í Odense. En svo fórum ég til Tene, fundaði í Brussel, framlengdi vinnuferð með Gunnari í Frakklandi, fórum með Fagfélögunum til Dublin, á ráðstefnu í Skotlandi og endaði á Kanarí með Pétri og Gunnari. (myndir hér að neðan).
Sumarið var frábært, þó það hafi verið kaldast á öldinni. Anita bróðirdóttir mín var hjá okkur með sínum manni og þau eru jafnmikið fyrir borðspil og ég svo það var mikið spilað. Við systkynin héldum heilmikið fjölskyldumót, Elliðavallaleikana þar sem við fengum geggjað verður eftir blauta byrjun. Að fórum að venju með okkar krökkum í bústað á Vog á Mýrum en klikkuðum eitthvað á hópmyndinni.
Í venjulega lífinu syng ég enn með tveim kórum og fer í leikfimi 3x í viku þegar annað skemmtilegt truflar það ekki. Gunnar fer í veiði, stundar Oddfellow starfið, prófaði aðeins golf og badminton. Svo hitti ég konuklúbbana, Saumaklúbbinn Fríðurnar og jafnöldrur úr Keflavík. Það svalasta var að finna áhugafólk um sjósund í Facebook hóp og hitta þau oft um sumarið og haustið í köldum dýfum við Hausastaði við Álftanes.
Gunnar vinnur enn hjá FIT og hefur lofað að hætta því og vinnu yfirhöfuð í árslok ´25. Ég var á vormisserinu í rannsóknarmisseri sem þýðir að ég þurfti ekki að kenna og gat einbeitt mér að rannsóknarverkefnum og skrifum. Reyndar ekki mikil uppskera þetta árið en mörg verkefni komin langt og þó nokkur ný dúkkuðu uppá árinu. Svo hef ég verið töluvert í stjórnun, og á komandi vormisseri verð ég deildarforseti í afleysingum.
Saman tókst okkur að horfa á alla Downtown Abbey seríuna, fara oft í leikhús og á tónleika, halda og þiggja matarboð og sumarbústaðarferðir með vinum og ættingjum.
Við erum lánsamt fólk svona heilt yfir og þökkum ykkur öllum ánægjulegar samverustundir á árinu og vonumst til að þær verði jafn margar og jafnvel fleiri á því næsta
Gleðilegt ár!
________________________________________________________________________________
og hér hefst upptalningin......
3. -17. janúarTenerife með Möggu og Ínu (1)
Pétur rafvirki hóf störf, við létum skipta um rofa og innstungur og fengum nýja rafmagnstöflu.
Gunnar fór í ársafmælið hans Hjalta með stelpunum.
Kristófer varð 5 ára og strákarnir komu nokkrum sinnum að læra stærðfræði og spila. En Gabríel er í vélstjórnarnámi og gengur vel. Hér prófar hann bíl á Háskóladeginum.
9. feb Árshátíð Háskóla Íslands í Hörpu ég af því að ég átti líka afmæli þá gistum við á Icelandair hótelinu niðri í bæ.
Viktor i pössun í febrúar og fór sem fangi á öskudaginn.
Fríðurnar hittust nokkrunveginn mánaðarlega og áttu góðar stundir.
21.-23. feb til Brussels með Hildi Ástu vegna Selfie for teachers (2) Við komumst að því að við erum jafngamlar, eigum jafngamla menn og elskum að drekka Leffe!
24. feb æfingabúðir Samkórsins í Langholti
1. mars Gunnar og Lilja sjá Heiðar Snyrtir- Lúna
1. mars Svava í Odense til Bjarts og hitti líka stelpurnar og Peter, fórum út að borða og á spilakaffi. (3)
Þaðan fór ég á ráðstefnu í Malmö með góðu samstarfsfólki
9. mars - 1. apríl Sevilla Þaðan lá leiðin til Sevilla þar sem Gunnar hitti mig og við áttum góða daga á Limehome, hann fór á spænkunámskeið og ég sinnti fræðastörfum og hitti spænska kollega. En auðvitað nutum við lífsins þar á milli.
Þá skelltum við okkur í rútu til Algeciras þar sem Hörður og Kristín hittu okkur. Við tókum kláfinn uppá Gíbraltar og gengum svo niður, næst fórum við til Ronda og sáum florrar brýr, byggingar og nautaatshring. Svo aftur til Sevilla með þeim, og kíktum í bæinn.
Þá komu páskar og Magga, Ína, Gerður og Jón komu til Sveilla og við fluttum á hótel niður í bæ. En þá byrjuðu líka allar páskagöngurnar sem gerðu ferðalög erfið en þær urðu færri en stóð til vegna mikilla rigninga. Við náðum samt að skoða það helsta og njóta lífsins.
5. apríl fórum við á stand up með Sarah Milligan, geggjað gaman og Gunnar er late bloomer, en ég eager beaver.
Svo strax næsta dag á Eitruð lítil Pilla í Borgarleikhúsinu með Oddfellow félögum.
13. apríl Sáum Hrafnhildi í Bæjarleikhúsinum með leikfélagi Flesnborgar í Engin venjuleg ávaxtakarfa.
18. apríl Gunnar heimsótti Kristófer á leikskólann og Svava spilaði við stóru strákana
20. apríl Gunnar og Guðmundur horfðu á Viktor keppa í fótbolta og skruppu í bátinn. En Svava fór í bumbuboð fyrir Bergþóru
24. apríl B-bekkur úr Kennó hittist.
25. apríl Sumardagurinn fyrsti og allt liðið í heimsókn, leikjum og mat.
27. apríl, vortónleikar Árnesingakórsins og tókum til í geymslunni!
28. apríl 1. árs afmælisveisla Perlu Dísar
1. maí fórum við á sjóinn í brjálaðri blíðu og gengum fínan afla
4. maí Kórferðalag í Borgarnes
7. maí Samstöðutónleikar
8. maí Svava Tanja og Andrés í mat og spil
10. maí Oklahóma með söngleikjadeild söngskóla Sigurðar Demez
14. maí Vinnuferð til Strasbourg og Gunnar elti,(4) skoðuðum borgina, heimsóttum Evrópuþingið, fórum svo til Freiburg sem er fræg fyrir opin og hrein ræsi sem krakkar leika sér í og flotta kirkju. Heimsóttum svo Colmar, kastala, slússur og vínhéröð, frábært ferð. Gunnar kom akandi frá París og ók okkur um allt og svo til baka.
23. maí, Bingó í Ægi með Ástu Júlíu sem fékk bingó með alnöfnu sinni!!
25. maí Sáum Óbærilegan létttleika knattspyrnunnar í Borgarleikhúsinu, fyndið og fjör. Lilja og co í Brunch
26. maí Spil og lakkrísgott með bumbulínu og Birki
29. maí Systur að fegra sig í Fríðuklúbb og aftur komið eldgos
3. júní Sólon sonur Bergþóru og Birkis fæddur
8. júní - Við heimsóttum forsetann með Lilju og co og Viktori Darra. Victoría gerði sé lítið fyrir og faðmaði Guðna!
9. júní Kristín og Ingvar flytja í Grænukinn, hús með nóg pláss og góðan anda.
15. - 25. júní Ferð til New York (5) fyrst sem miklir túristar á Manhattan en svo í brúðkaup Önnu og Bob úti á Long Island
28.-30. júní fullorðinshelgi í rjóðrinu, í dásamlegu veðri en ég á bara myndir af mat og Ínu í skógarhöggi
4. og 5. júlí var ég aukaleikari með Víðistaðakór
12. júlí komu Anita, Peter og Sigrid í heimsókn og voru hjá okkur í 10 daga. Þau komu fyrir fjölskyldumótið og Hulda og allt hennar lið líka og kíktir í brunch. Mótið var 19. - 21. júlí og heppnaðist mjög vel í bæði geggjuðu veðri og grenjandi rigningu!
26. júli -1. ágúst var árleg ferð að Vog á mýrum, bara dásamlegt, flestir stoppuðu þó stutt nema Kristín Hrönn sem fékk Covid og kom ekkert og að venju kíktu Hörður og Kristín í mat.
9. - 12. ágúst vorum við um Versló í Rjóðrinu og hlustuðum á Björn Jörund og Daníel Ágúst á Sólheimum
15. ágúst Gunnar í árlegri veiðiferð í Fnjóská með Tuma, Herði og fleirum
17. ágúst var Sólon skírður
á menningarnótt 24. ágúst sáum við Gabríel keppa í bekkpressu og svo allskonar flotta tónlist og enduðum á að borða með Möggu og Ínu.
Gunnar fór í nokkrar Oddfellow göngur þetta sumarið en ég bara tvær, í kringum Rauðavatn og svo hér í Hafnarfirði á álfaslóðir en gafst upp í miðju kafi því vinstra hnéð er búið að vera að stríða mér frá Gíbraltargöngunni. En nú í árslok er það nokkuð gott, en samt ekki alveg.
6. - 9. september fórum við til Dublin í skemmtiferð með Fagfélögunum, borgin er allta skemmtileg og við kynntumst nýjum hliðum á henni og drukkum mikinn Guinnes.
Ég stundaði sjósund töluvert síðsumars og fram á haust og oft mátti finna berrassaðar kerlingar við þennan kofa.
21. september var mikill gleðidagur þegar Kristín og Ingvar giftust í Hafnarfjarðarkirkju og flott veisla í Haukahúsinu.
4. október voru gesti úr Kór Víðistaðakirkju út um allt hjá okkur á Klettahrauninu og borðað bæði út og inni og svo mikið sungið.
Þá um nóttina brunaði Gunnar uppá heiði í veiði.
6. okt Tumi og Allyson í brunch
Á haustmánðuðum fóru Gunnar, Lilja og Bergþóra að fara í badminton á föstudagseftirmiðdögum og þegar þurfti passaði ég liðið. Það var bara skemmtileg að fara í göngutúra að húsdýragarðinum eða í Nexus í glæsibæ, en í eitt skiptið fór é með þau heim, var læst út, klifraði uppá girðingu til að komast inn og braut glænýjan síma.....
13. okt var smá afmæliskaffi, alltaf gott að fá liðið okkar til okkar.
20. okt var systrahelgi í Rjóðrinu, mikið næs en fáar myndir.
28. október lés Olaf Örn Jónsson og var jarðsettur 11. nóvember.
9. nóv fórum við á Hótel Húsafell með Oddfellow, mæli alveg með þessu að kíkja út fyrir bæðinn og fá góðan viðgjörning. Það er líka gaman að kynnast nýju fólki og eignast nýja vini á gamals aldri
15. nóv, Söngleikjastælar í Salnum
23. nóv. Gunnar fór í útsýnisflug með Birgi, Huldu og Lilju
25. -29. nóvember fór ég í ráðstefnuferði til Dundee (6) með viðkomu í Edinborg með Berglindi.
Náði rétt svo að vera heima til að syngja jólastund með víðistaðakór þann 1. des og Samkórnum 2. des.
Því 3. des fórum við með Pétri til Kanarí (7). Sem varð því miður Veikindaferð í sólina.