Síður

mánudagur, september 29, 2008


Gunnar sendi mér myndir í dag, gullfallegur strákur og ég sé ekki betur en að Gunnar sé alsæll með nýja hlutverkið. Hér til hliðar eru myndir af prinsinum með fjölskyldunni allri . Móðir og sonur eru komin heim núna og heilsast bara vel.
Ég var að koma úr söngtíma með yndilegum kennara pínulítil og röggsöm á ákveðin og glaðværan hátt, akkúrat sem þarf til að ýta mér áfram.
Prufukeyrði líka vinnuaðstöðuna sem mér hefur verið úthlutað uppi í skóla, verður fínt að hafa sitt borð og drasl á einum stað, þó þetta sé ekkert voðalega vistlegt, koma myndir kannski síðar.

föstudagur, september 26, 2008

Litli maðurinn er kominn í heiminn !


Til hamingju Kristín Hrönn og Reynir.


Gunnar hringdi áðan með fréttirnar, Kristín Hrönn elsta dóttir hans eignaðist son áðan, allt gekk vel og þau eru hress, en drengurinn er 10 merkur. Fáum meiri fréttir síðar og vonandi fullt af myndum því nýbakaði afinn fjárfesti í svaka myndavél á leiðinni til Íslands en hann var alsæll í veiði búinn að fá fjóra laxa.


Gerður og fjölskylda eru komin og farin til Huldu, vorum aðallega að þvælast í búðum, skoðuðum háskólann og kynntum okkur úrval skyndibita í hverfinu. Ætla svo að kíkja til Grimsby um helgina.


sunnudagur, september 21, 2008

Í gær voru tónleikarnir hjá Leeds Methodist choir, ferlega gaman að syngja í svona flottri byggingu og tónleikarnir gengu bara vel, þó mér hafi fundist það ansi bratt að hitta hljómsveitina í fyrsta skipti í gær þá bara gekk það snuðrulaus, stjórnandinn búinn að fara vel í allar innkomur með okkur svo það bara rúllaði flott.
Ég var bara ánægð að geta selt nokkra miða, Gunnar kom auðvitað, Paula nágranni okkar frá Stanmore Grove kom og Hulda og Les líka, við skelltum okkur svo í síðbúinn kvöldverð.

Í morgun eftir gestamorgunverð með lummum og baconi steðjuðum við á Thackray Museum sem er um heilsu og lækningar hér í Leeds frá 18 öld, mikið erum við heppin að vera uppi núna en ekki þá. Svo uppí Roundhay Park enda veðrið dásamlegt.

Svo fékk ég símtal áðan, frá Leeds College of Music og ég fæ söngtíma í vetur, jibbí !

Skriffinnskan í skólanum rúllar líka áfram og búin að fá bréf með formlegu boði frá þeim, en get ekki innritast fyrr en 1.10 meira bullið.

Við Gunnar fórum í 'white wine and nibbles' í skólanum á föstudaginn í tilefni þess að 2 af 3 náttúrfræðistofunum voru teknar í gegn í sumar, kannski líka að þau eru með nýja unga hressa konu sem nennir að skipuleggja svona. Allavega þá hélt ég að þetta yrði stutt og pent en endaði með prófessornum mínum fyllandi glasið mitt endalaust og setið lengur en áætlað var, bara gaman en kannski ekki það skynsamlegasta daginn fyrir tónleika.

miðvikudagur, september 17, 2008


Takk fyrir komuna Jakob og Sigga !


Við fengum gesti í dag, gaman að fá góða gesti, Jakob sem vann á hæðinni á Hvammstanga með Gunnari og Sigga konan hans. Þau eru að heimsækja vini og spila golf og eyddu deginum með okkur. Við fórum í heimsókn í Harewood House, eitt af þessum stóru eignum með svaka hús, fullt af listaverkum og skrauti, flottir garðar og þarna er líka stór fuglagarður og planitarium. Væri hægt að eyða þarna mörum dögum. Meiri myndir á picasa en engar innanhús mátti ekki taka myndir.
ps. hvernig væri nú að skella inn einu commenti eða svo ?

sunnudagur, september 14, 2008

Lift your mood with Radox and Friends !

Ég held ég hafi áður skrifað um fíkn mína að horfa á Friends og kannski líka að þeir sem ég umgengst smitast fljótt.
Þegar ég horfði fyrst á þættina horfði Pétur oft með mér og síðasta vetur Bergþóra, í sjónvarpi er það oft einn sponsor sem á auglýsingarnar fyrir og eftir ákveðinn þátt, hér er það Radox freyðibað sem sponsorar Friends og Bergþóra lærði fljótt 'lift your mood with Radox and Friends' og endurtók hann alltaf með tilþrifum.
Nú er það Gunnar greyið listaspíran sjálf sem er farinn að sogast inn í Friends heiminn, getur örugglega bráðum farið að geta bleiku spurningarnar í Trivial og orðið þá þungur viðureignar. En svo ég klári fyrra efni þá er 'radox-friends' frasinn það sem minnir okkur helst á Bergþóru þessa dagana þar sem Gunnar situr og horfir á Friends með mér, þá kemur annar frasi í huga frá íslenskum fjölmiðlamanni 'sé ég tár á hvarmi?'

Annars heyrist okkur á Bergþóru að hún plumi sig vel í Kópavogsskóla, er mest ánægð með að vera í allskyns fögum eins og textilmennt og íþróttirnar séu miklu betri. Englendingar setja mest trukk í 'the core subjects' ensku, stærðfræði og náttúrufræði, listum og íþróttum er ekki gert hátt undir höfði og stýring samræmdra prófa og obinberra úttekta 'Ofsted' alsráðandi.
Bergþóra hefur samt ekki mikið getað verið með í íþróttum undanfarið þar sem hún braut á sér fótinn á hlaupahjóli. Brotið var 'gott' og síðast þegar við heyrðum í henni var hún laus við gifsið svo vonandi kemst hún bráðum í íþróttir og á sundæfingar.

þriðjudagur, september 09, 2008


Upphafið að endalokunum

Þá er ég búin að senda frá mér uppkast af fyrsta skammti af fyrsta hluta af fyrirhugaðri doktorsritgerð...
Vinkonur mínar margar eru horfnar á braut, keyrði Islauru á flugvöllinn hún var að taka með sér fullt af dóti til Kúbu. Fei er farin til Kína, Sumin er í Kanada núna er kemur aftur í október og Sandhya og nokkrar enn ætla að vera hér fram að útskrift, ferðast, taka hlutastörf og dingla sér.
Nyree er líka farin til Turks og Caicos, núna hafa fréttir af fellibyljum í Karabíska hafinu allt aðra þýðingu þegar maður á vini þar, vona bara að Islaura hafi komist alla leið og all verið i lagi heima hjá henni.

Við erum aftur farin að fara í göngutúra eftir of langt letitímabil, veitir ekki af, Gunnar fór til Noregs og léttist og ég sit við lestur og þyngist uss uss uss.
Förum þá í Rounday park sem er alveg dásamlegur og njótum okkar með róðramönnum, joggurum, hundum, svönum og hoppandi fiskum. Ég er líka að setja nokkrar myndir í picasa albúmið.

föstudagur, september 05, 2008

Ferð til fjár (Ålesund)
Þegar Svava tók á móti mér á lestarstöðinni í Leeds eftir ferðina til Noregs, var það fyrsta sem hún sagði; "Hvaða villimaður er nú þetta"
Núna eru nokkrir dagar síðan ég kom úr rúmlega hálfs mánaðar ferðalagi til Noregs. Ástæða ferðar minnar þangað var að Bjössi vinur minn hringdi og spurði hvort ég vildi ekki koma og aðstoða hann við að veiða eina ufsagöngu eða svo. Ferðalagið var eftirfarindi og hófst klukkan átta um morguninn, 2 tíma lestarferð frá Leeds til Derby og síðan 40 mín rútuferð til East Midlands Airport og eftir töluðverða bið 2 tíma flug til Gardemoen, Oslo flugvallar og önnur eins bið eftir næturrútunni til Ålesund. Rútan kom klukkan ellefu og ég kom til Álasundar um átta leitið um morguninn eftir þar sem Bjössi tóka á móti mér. Ég fór síðan sömu leið til baka og ódýrasti ferðamátinn var flugið til og frá Ósló (ferðin til East Midlands Airport frá Ledds var einn pakki), svona er þetta nú öfugsnúið stundum í frumskógi flugfargjalda. Leitið og þér munuð finna lögmálið.
Ålesund er virkilega fallegur bær sem var algjörlega endurbyggður eftir að bærinn brann til kaldra kola árið 1904. Bærinn var endurbyggður í Jugendstíl (Art Nouveau) og aðal áhrifavaldur í því var Wilhem keisari sem kom reglulega þangað í sumarfríum sínum og var heillaður af norsku fjörðunum.
Við félagarnir vorum semsagt þarna saman í tvær vikur á ufsaveiðum. Veiðarnar gengu ágætlega og eftir bara 2 daga var ég búinn að vinna fyrir fargjaldinu. Þetta var líka alveg meiriháttar að vera út á sjó og inná fallegum fjörðum og upplifa náttúruna á fullu. Báturinn heitir Cindy og fór vel með mann. Við fengum frá nokkur hundruð kílóum á dag til 1 og hálft tonn eftir einn daginn. Síðan var nú tími inn-á-milli að túristast svolítið, njóta góðs matar og drykkjar. Bara nokkuð gott og einnig var líka gaman að taka þátt í Den Norske Matfestivalen i Ålesund og fl.
Eftir góða ferð til Noregs var nú gott að koma aftur heim í mjúkan faðminn en samt kem ég nú til með að fljúga til Íslands 22 september og stoppa í 3 vikur.

Gunnar Halldór

þriðjudagur, september 02, 2008

Gamlar myndir

Var að garfa í tölvunni og setti slatta af ,, gömlum'' myndum á Facebook. Smellið ef þið viljið kíkja.