Við fengum gesti í dag, gaman að fá góða gesti, Jakob sem vann á hæðinni á Hvammstanga með Gunnari og Sigga konan hans. Þau eru að heimsækja vini og spila golf og eyddu deginum með okkur. Við fórum í heimsókn í Harewood House, eitt af þessum stóru eignum með svaka hús, fullt af listaverkum og skrauti, flottir garðar og þarna er líka stór fuglagarður og planitarium. Væri hægt að eyða þarna mörum dögum. Meiri myndir á picasa en engar innanhús mátti ekki taka myndir.
ps. hvernig væri nú að skella inn einu commenti eða svo ?
Innlitskvitt frá heimilisfræðikennaranum.
SvaraEyðaComment já, tek þetta til mín, hef verið svo upptekin að ég les blogin ykkar en commenta ekki neitt, skammast mín og bæti því úr því. Er á fullu, vinnan og kennslan, þvílíkur tími sem fer í það - hlakka til að koma í frí til ykkar í okt.
SvaraEyðakv.
Magga
Ps. Það stefnir svo í fjölmenn jól þar sem Bjartur ætlar að koma til Íslands um jólin, svaka gaman - ættum við öll að vera hjá mér í hamborgarahrygg :)