Síður

föstudagur, september 05, 2008

Ferð til fjár (Ålesund)
Þegar Svava tók á móti mér á lestarstöðinni í Leeds eftir ferðina til Noregs, var það fyrsta sem hún sagði; "Hvaða villimaður er nú þetta"
Núna eru nokkrir dagar síðan ég kom úr rúmlega hálfs mánaðar ferðalagi til Noregs. Ástæða ferðar minnar þangað var að Bjössi vinur minn hringdi og spurði hvort ég vildi ekki koma og aðstoða hann við að veiða eina ufsagöngu eða svo. Ferðalagið var eftirfarindi og hófst klukkan átta um morguninn, 2 tíma lestarferð frá Leeds til Derby og síðan 40 mín rútuferð til East Midlands Airport og eftir töluðverða bið 2 tíma flug til Gardemoen, Oslo flugvallar og önnur eins bið eftir næturrútunni til Ålesund. Rútan kom klukkan ellefu og ég kom til Álasundar um átta leitið um morguninn eftir þar sem Bjössi tóka á móti mér. Ég fór síðan sömu leið til baka og ódýrasti ferðamátinn var flugið til og frá Ósló (ferðin til East Midlands Airport frá Ledds var einn pakki), svona er þetta nú öfugsnúið stundum í frumskógi flugfargjalda. Leitið og þér munuð finna lögmálið.
Ålesund er virkilega fallegur bær sem var algjörlega endurbyggður eftir að bærinn brann til kaldra kola árið 1904. Bærinn var endurbyggður í Jugendstíl (Art Nouveau) og aðal áhrifavaldur í því var Wilhem keisari sem kom reglulega þangað í sumarfríum sínum og var heillaður af norsku fjörðunum.
Við félagarnir vorum semsagt þarna saman í tvær vikur á ufsaveiðum. Veiðarnar gengu ágætlega og eftir bara 2 daga var ég búinn að vinna fyrir fargjaldinu. Þetta var líka alveg meiriháttar að vera út á sjó og inná fallegum fjörðum og upplifa náttúruna á fullu. Báturinn heitir Cindy og fór vel með mann. Við fengum frá nokkur hundruð kílóum á dag til 1 og hálft tonn eftir einn daginn. Síðan var nú tími inn-á-milli að túristast svolítið, njóta góðs matar og drykkjar. Bara nokkuð gott og einnig var líka gaman að taka þátt í Den Norske Matfestivalen i Ålesund og fl.
Eftir góða ferð til Noregs var nú gott að koma aftur heim í mjúkan faðminn en samt kem ég nú til með að fljúga til Íslands 22 september og stoppa í 3 vikur.

Gunnar Halldór

Engin ummæli:

Skrifa ummæli