Síður

þriðjudagur, september 09, 2008


Upphafið að endalokunum

Þá er ég búin að senda frá mér uppkast af fyrsta skammti af fyrsta hluta af fyrirhugaðri doktorsritgerð...
Vinkonur mínar margar eru horfnar á braut, keyrði Islauru á flugvöllinn hún var að taka með sér fullt af dóti til Kúbu. Fei er farin til Kína, Sumin er í Kanada núna er kemur aftur í október og Sandhya og nokkrar enn ætla að vera hér fram að útskrift, ferðast, taka hlutastörf og dingla sér.
Nyree er líka farin til Turks og Caicos, núna hafa fréttir af fellibyljum í Karabíska hafinu allt aðra þýðingu þegar maður á vini þar, vona bara að Islaura hafi komist alla leið og all verið i lagi heima hjá henni.

Við erum aftur farin að fara í göngutúra eftir of langt letitímabil, veitir ekki af, Gunnar fór til Noregs og léttist og ég sit við lestur og þyngist uss uss uss.
Förum þá í Rounday park sem er alveg dásamlegur og njótum okkar með róðramönnum, joggurum, hundum, svönum og hoppandi fiskum. Ég er líka að setja nokkrar myndir í picasa albúmið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli