Síður

sunnudagur, september 14, 2008

Lift your mood with Radox and Friends !

Ég held ég hafi áður skrifað um fíkn mína að horfa á Friends og kannski líka að þeir sem ég umgengst smitast fljótt.
Þegar ég horfði fyrst á þættina horfði Pétur oft með mér og síðasta vetur Bergþóra, í sjónvarpi er það oft einn sponsor sem á auglýsingarnar fyrir og eftir ákveðinn þátt, hér er það Radox freyðibað sem sponsorar Friends og Bergþóra lærði fljótt 'lift your mood with Radox and Friends' og endurtók hann alltaf með tilþrifum.
Nú er það Gunnar greyið listaspíran sjálf sem er farinn að sogast inn í Friends heiminn, getur örugglega bráðum farið að geta bleiku spurningarnar í Trivial og orðið þá þungur viðureignar. En svo ég klári fyrra efni þá er 'radox-friends' frasinn það sem minnir okkur helst á Bergþóru þessa dagana þar sem Gunnar situr og horfir á Friends með mér, þá kemur annar frasi í huga frá íslenskum fjölmiðlamanni 'sé ég tár á hvarmi?'

Annars heyrist okkur á Bergþóru að hún plumi sig vel í Kópavogsskóla, er mest ánægð með að vera í allskyns fögum eins og textilmennt og íþróttirnar séu miklu betri. Englendingar setja mest trukk í 'the core subjects' ensku, stærðfræði og náttúrufræði, listum og íþróttum er ekki gert hátt undir höfði og stýring samræmdra prófa og obinberra úttekta 'Ofsted' alsráðandi.
Bergþóra hefur samt ekki mikið getað verið með í íþróttum undanfarið þar sem hún braut á sér fótinn á hlaupahjóli. Brotið var 'gott' og síðast þegar við heyrðum í henni var hún laus við gifsið svo vonandi kemst hún bráðum í íþróttir og á sundæfingar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli