sunnudagur, ágúst 17, 2008

Á ég ekki bara að sýna ykkur mynd af fallegu blómi ? Eða hverfinu þar sem við búum ?

Núna þegar við búum í þéttbýlinu, þá skilur maður alla þessa almenningsgarða. Fórum um daginn í göngutúr og tókum fullt af blómamyndum.
Ekkert að frétta, er bara heima að lesa og alveg agalega erfitt að halda sér að verki. Bjargar mér að fara út og hitta stelpurnar sem eru reyndar að týna tölunni, farnar heim til Oman, Turcs og Caicos, Kanada ......... sumar búnar að klára og sumir ætla að klára að skrifa heima. Hér eru nokkrar myndir af Leedsvinkonum.
Gunnar var úti á sjó síðast þegar ég talaði við hann búinn að fá 800 kg af ufsa og nokkra golþorska.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bara mjatla gera smá á hverjum degi þá kemur þetta.
Baráttukveðja, Gerður