laugardagur, ágúst 02, 2008

Dagarnir fljúga hjá núna þó það sé ekki beint mikið að gera. Við enduðum á að vera í Grimsby fram á mánudag því bílgreyið var víst svo ryðgað að neðan að Les þurfti að sjóða fullt undir hann. Ekki slæmt að eiga mág sem getur reddað svona fyrir mann.
Við erum búin að kaupa og kaupa stöff, það þarf víst þegar maður flytur úr húsi fullu af græjum og í tómt hús. Listinn er svona núna:
þvottavél 60
rúm fyrir gestaherbergi 40
rúm fyrir okkur 200
teketill og brauðrist 24
lök og dýnuhlíf og ruslatunna og skrifborð og uppþvottagrind ofl. ca 50
vorum hagkvæm í innkaupum og keyptum stóru hlutina notaða en í fínu standi.

Er núna búin að skila rannsóknaráætlun og formlegri umsókn er annars lítið að gera í náminu þarf að fara að koma mér í gang aftur.

Íbúðin mín á Hringbrautinni er laus ef þið vitið um einhvern sem vill kaupa eða leigja........

Jón er enn hér, á rúma viku eftir, hann lætur sig hafa þessa útlegð, spilar World of Warcraft og horfir á sjónvarp. Við fórum í gærkvöldi að sjá The Dark Knight, skrítin mynd dark og gloomy miðað við svona hetjumynd.

C U Svava

Engin ummæli: