Búin að endurheimta bóndann, og við drifum okkur bara eftir skyndihugettu að sjá Evitu í Grandtheater, þetta var farsýning frá West End og bara alveg svakalega góð sérstaklega sú sem söng aðalhlutverkið. Við löbbuðum bara niður í bæ, eftir sýning fórum við á Indverskan og svo var veðrið svo dásamlegt að við bara gengum heim aftur, ekki amalegt að vera svona nálægt miðbænum.
Annars er ég með tvö lög í uppáhaldi þessa dagana, hvorugt úr Evitu, annað er með Hönsu og Ragnhildi Gísla Perlukafaradúettinn eftir Bizet, og svo hlær Gunnar að mér að fíla Pál Rósinkrans syngja þetta lag því Katie Melua, sem mér finnst eiginlega of væmin, "á" eiginlega þetta lag en svona er þetta bara.
Svona gerir Páll þetta, en Katie svona, hvað finnst ykkur ? Lagið er allavega gott.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli