fimmtudagur, ágúst 23, 2007

Hjóladagur

Ég þurfti að fara á pósthúsið í morgun 3 km leið og ákvað að skella mér á hjólinu, ekkert mál var 10 mínútur að rúlla þangað. Ætlaði svo í skoðunarferð og leita að Tesco búð sem er þar á næstu slóðum. Það var orðið frekar lint í afturdekkinu svo ég var kát að sjá Essostöð, hendi pening í vélina sem selur manni loft, já það er ekki gefins hér í Uk. Ekki fór betur en svo að ég losaði allt loftið úr dekkinu og tóks engan vegin að koma í það aftur. Ok þá dreif ég mig inn á stöðina finn þar huggulegan afgreiðslumann í hvítri skyrtu og bið hann að koma og aðstoða mig, reyndi að setja upp damsel in distress svipinn, hélt að það gegni ekki nógu vel því eitthvað var hann tregur að koma út og aðstoða mig. Þegar ég sýndi honum í hverju vandinn lægi og bað hann um að redda málunum fórnaði hann bara höndum, I´m not allowed to do that for you, if I burst the tire I´l be responisble, og engu tauti var við hann komandi hann mátti ekki pumpa fyrir mig en hann gat sýnt mér hvernig vélin ynni, það reddaðist málið því með því að ýta á takka fyrir flatt dekk tókst að koma lofti í tuðruna. En mikið er lífið einfaldara þar sem ekki þarf alltaf að vera að spá í öryggi og ábyrgð, já ég gleymdi að segja að til að fara´þarna út á planið fór hann í neongult öryggisvesti !
Eftir þessar ófarir gafst ég upp á skoðunarferðinni og fór beint í hjólabúðina að kaupa pumpu, búin að gefast upp á þessum peningagleypandi loftvélum sem tæma bara dekkin hjá mér. Með því var ferðin orðin heilir 11 km skv. Google Earth sem ég nota óspart þessa dagana.
Ekki má svo gleyma að á leiðinni stoppaði ég ekki á rauðu ljósi klessti á strák á hjóli og datt á bossann á götuna, sem betur fer á engum hraða og er óslösuð en meðvituðum það að það þarf líka að gegna ljósum á hjóli.

Gunnar og Bergþóra fóru svo hring áðan upp á 8 km svo nú eru allir bara þreyttir.

2 ummæli:

Unknown sagði...

hæ Svava, haha þetta fannst mér fyndið að lesa. Voða er lífið orðið flókið hann hefði átt að sprengja dekkið og þú svo farið í mál við stöðina... ekki í lagi.
Ég var í sömu vél og synir þínir um daginn frá Manchester, við fjölskyldan fórum á fótboltaleik.
kveðja Inga

Nafnlaus sagði...

Sæl Svava mín
Við hér í Heiðarskóla erum búin að vera að reyna að ná í þig (aðallega Gunnar). Það væri nú gott að fá netfangið þitt, nema auðvitað að þú sérst að lesa vinnupóstinn, þá notum við hann auðvitað.
Hafðu samband
Sibba