föstudagur, ágúst 03, 2007

Krakkaskemmtanir

Fórum í keilu í fyrradag og á pizza hut.
Í gær fórum við til York, fórum í Jorvik vikingasafnið það er mjög skemmtilegt, gestir fara í svona kláf sem fer með mann í gegnum endurgert víkingaþorp þar sem vaxbrúðurnar tala íslensku, slæma íslensku sem krakkarnir hlógu að. Vikingar voru í York í 100 ár og mikið verið grafið upp af minjum um veru þeirra þar.
Svo gegnum við um miðbæinn sem er alveg sérstaklega skemmtilegur þröngar gamlar götur, lentum á skemmtilegum útmarkaði og keyptum þýskar pylsur. Gengum a[ York Minster sem er eina af elstu dómkirkjum í Evrópu, núna kostar £9 að skoða hana en þegar ég kom fyrir fjórum árum var eitthvað smá gjald svo við slepptum því að fara inn enda krakkarnir ekki spenntir fyrir kirkjum.
Næst lá leiðin í York Dungeons sem er safn með lifandi leikurum sem leiða okkur í gegnum allt það ógeðslegasta sem ensk saga hefur upp á að bjóða, pláguna, galdraofsóknir, hengingar, pyntingar og drauga . Ég var kölluð fyrir réttinn og dæmd sek fyrir að dansa nakin á St. Georges Heath og fara með særingar til að særa til mín mann :) Hvernig haldið þið að ég hafi náð í Gunnar. Hann greyið var dæmdur sekur fyrir það eitt að vera íslendingur. Mér var um ó og ó þarna inni en mæli samt með safninu fyrir þá sem þora ;).
Við notuðum park and ride, þá leggur maður bílnum á stæði fyrir utan borgina og tekur strætó inn og losnar við að þvælast í þröngri ókunnri miðborg við að leita að stæði og getur í staðinn notið ferðarinnar og útsýnisins.
Enduðum svo daginn á Burger King.
Gleymdi við leigðum bíl, konan tvítókað þetta væri "real tiny car" og horfði á okkur Gunnar, alminnsta gerð af peguot 107 en virkar vel.

Engin ummæli: