Þarna sjáið þið okkur öll sælleg og nýbúin í Go Kart
Mér var nú um og ó að hleypa henni af stað en hún keyrði eins og hún hefði aldrei gert annað, óhikandi og einbeitt. Les, Jón og Pétur keyrðu af öllum krafti, Luke og Jessica eftir bestu getu en Hulda sagði að ég hefði litið út fyrir að vera á sunnudagsrúntinum :) Svakalega skemmtilegt en ég var alveg sátt við að stoppa eftir 30 mínútur en unglingarnir hefðu viljað meira.
...........
Svo borðuðum við á yndslegri krá, þurftum að keyra yfir ,, á " til að komast að henni, gátum borðað undir berum himni og horft á fuglana.
.........
Svo lá leiðin í Skegness, ég er búin að skemmta mér mikið á öllum þessum akstri að lesa nöfnin á þorpunum það sniðugasta hingað til er Kexby :) í Skegness fórum við á Stock Car racing, kappakstur á stuttir braut á litlum bílum og svo var líka klessubílaakstur og fallhlífastökk.
Í lokin voru flugeldar nokkrar svona heimilstertur á íslenskan mælikvarða. Gaman að sjá þennan kappakstur þó við skildum ekkert í reglunum og hvað væri í raun að gerast.
3 ummæli:
Gaman að sjá að þið lifið lífinu lifandi njóttið þess vildi alveg vera í ykkar sporum í nokkra daga við Íris erum bara í hversdagsleikanum, drekkum bjór og pössum okkur á að hreyfa okkur sem minnst.Kveðja Íris og Helga ofurskutlur.
Hrikalega er gaman hjá ykkur - mig langar líka að flytja út!!!!!!!!
Þetta er endalaust sumarfrí en auðvitað tekur alvaran við í haust en þá verður líka rosagaman. Alltaf að detta inn gestir og tækifæri til að sletta úr klaufunum. Við vorum að koma heim og vikuferðalagi um landið fagra. Gott veður og mjög gaman. Nú rignir og við höngum öll yfir tölvum og sjónvarpi eftir vikusvelt ; )Nema Jón hann er að vinna fyrir salti í grautinn.
Ég gleymdi að segja að mér finnst frábært hjá þér að setja svolítið að myndum með blogginu. Það verður svo lifandi fyrir vikið. En hvað er að gerast með myndasíðuna þína, ertu hætt að setja inn á hana ?
Skrifa ummæli