miðvikudagur, ágúst 29, 2007


Þessir síðustu dagar hafa verið dálítið spes, við hérna á Stanmore Grove númer 17 erum farin að bíða eftir því að fara á fullt og Svava er orðin svo óþolinmóð að ég bíð bara eftir því að hún reyni að ráðast til inngöngu í skólann sinn og öskri; "Hleypið mér inn, ég vil fá að byrja að vinna og læra og hafa fullt að gera".
Annars höfum við nú verið að gera ýmislegt eins og sést á skrifum okkar hér að neðan. Í dag fórum við í langan og góðan göngutúr um hverfið okkar. Það er mjög skemmtilegt að uppgötva smá samann nærumhverfi sitt, maður fær þá á tilfinninguna að maður sé svona landkönnuður og sem slíkur uppgötvar maður smátt og smátt tengingar vega og göngustíga og nýjar verslanir og nýtt fólk. Einn daginn hittir maður einn skeggjaðan karl á bekk í einum garðinum og segir við hann "Doctor Livingstone, I presume?"
Í dag fundum við t.d gamalt kvikmyndahús; http://www.hydeparkpicturehouse.co.uk/ sem vel má vera að ég komi til með að heimsækja nokkuð oft, þeir sýna svona litstrænar myndir -iðekki þetta endalausa ameríska bull sem okkur er boðið upp á og skríllinn elskar að horfa á án þess að þurfa að hugsa, bara verið mataður endalaust, hvað sagði einhver góður maður "ópíum fólksins" en þar sem færrri og færri fara í kirkjur þá eru það amerískar myndir sem koma í staðin sem ópíum. Hyde park bíó bíður meira að segja upp baranasýningar á laugadögum og kostar bara 1 pund fyrir börnin.
Við urðum einnig vitni að glæp, og hefðum getað kært viðkomandi (EF ÞAÐ HEFÐI VERIÐ EINHVER MANNDÓMUR Í OKKUR) og þá hefði hann fengið 100 punda sekt. En semsagt það var ungur maður "-indverja-blendingur" í göngutúr með hundinn sinn sem einnig var einhverskonar bastarður, og semsagt þegar við gengum þarna á eftir þeim félögum þá stoppaði annar þeirra og skeit á miðja gangstéttina stórum og vellyktandi og af því loknu þá var bara haldið áfram eins og ekkert hafi gerst. Við þurftum að taka STÓRAN sveig en samt fundum við vel ILMINN í loftinu. Þessi gaur var ekki einn af þessum sem hafa poka með sér til að þrífa eftir félaga sinn, heldur frekar svona gaur sem "don´t give a shit".
Kv. Gunnar Halldór


Hérna er svo nýja myndasíðan okkar;


3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að tala við ykkur.
Kv. Dóri

Nafnlaus sagði...

Satt að segja dauðöfunda ég ykkur. Hér er allt að fara í haustfarið, eins og venjulega ...
Gott hjá ykkur að drífa ykkur út. -Það verður fylgst með ykkur ;)

Nafnlaus sagði...

Velkominn á bloggið herra Gunnar þetta er fínt blogg hjá þér. Myndrænt og lýsandi ; )