Síður

föstudagur, júní 01, 2018

Með Gunnari í Rúmeníu

Gunnar kom í heimsókn til mín í Bucharest sem var mjög notalegt og við áttum góða daga.

Hann byrjaði að koma með mér í heimsókn i Universitatea Politehnica Din Buchuresti en þar tók á móti okkur strákur sem ég hafði kynnst vegna umsóknavinnu fyrir nokkrum árum.  Í þessum skóla eru kenndar margar tæknigreinar en líka eitt og annað eins og kennaranám.


Svo kynntumst við Rúmensku skrifræði þegar við ætluðum að heimsækja safn við forsetabústaðinn fyrirvaralaust, en það er sko ekki hægt, það þarf að panta daginn áður.

Þá drifum við okkur í bæinn á Sænskt hlaðborð á Hótel Capitol sem Steingrímur hafði mælt með.  Notalegt að koma þangað, hlaðborð með allí lagi mat og lifandi píanómúsík.  Svo röltum við í gegnum gamla bæinn. Kíktum á kirkjur sem eru margar hér.  Mér er sagt að trúariðkun fari vaxandi  og allstaðar sá maður fólk vera að signa sig, ef farið var framhjá kirkju, ein svo mikið að ég hélt fyrst að hún væri að slá frá sér flugur. Fjölmennustu trúabrögðin kalla þau bara ortodox, ekki grísk og ekki rússnesk, komst einna næst því að þetta væri bara þeirra útgáfa. Kirkjurnar eru frekar litlar allar, og bara með örfáum stólum.  Fólk stendur bara í athöfnum  Reyndar virðist fólk fara í kirkju á öllum tímum og eitt föstudagseftirmiddaginn sáum við fólk streyma í eina.  Þar var fólkið í óðaönn að skrifa bréf sem virtust svo lesin eða tónuð af klerk sem var í einhverskonar lúgu. Það var biðröð langt út fyrir dyr að komast að honum.  Svo er mikið af ikonum og jesúmyndum og venjan að kyssa þetta allt i bak og fyrir, kemur frekar undarlega fyrir sjónir.


Hér sést röðin út úr dyrum.


Þessi er rétt hjá Bukarest háskóla og hingað fara stúdentarnir til að biðja um gott gengi á prófum.
Nóg um kirkjur, ef þú biður fólk i Bucharest um að mæla með veitingastað þá er svarið oftar en ekki Caru cu Bere, eða vagn af bjór.  Hann er eldgamalt brugghús, þjónarnir þjóðlega klæddir og maturinn hefðbundinn rúmanskur,  skylda var að fá sér miete, eða skinnalausar pulsur eins og þær heita á matseðlinum.  Geta víst verið úr grís, nauti eða lambi, en rúmenar borða mikið svínakjöt.  Pulsurnar eru borðaðar með sinnepi, frönskum og bjór og er alveg ágætar.
mynd af vefsíðu staðarins.
Við vorum nú ekkert að eltast við að smakka rúmanskan mat, hann einkennist helst af súpum og þeir eiga mörg orð yfir þær.  Svo nokkurskonar gúllash allskonar og svo nefna þeir alltaf sarmale, sem eru kjöt pakkað í kál, litla böggla.   Innlendi bjórinn er fínn, og tvisvar fengum við rúmanskt vín og bæði mjög góð, ekkert sull eins og t.d. við fengum oft á Krít.

Við drolluðum ekkert við þetta og fórum í lest til Constanta sem er borg við Svarta hafið, keyptum okkur herbergi á Hótel Carol
We stayed at Hotel Carol in really hot weather, still the room was wonderfully cool, staff friendly, bed good. Heavy classy furniture, and carpeted floors in the room. The breakfast is ok, with fried eggs, sausages, lot of cheese options, cut meats, cereal, juice, coffee, tea, nice cutlery. Only 2 minute walk to the long stairs to the beach. Short walk to the old town for restaurants and more.
I think I read that the room had a balcony, but that was just one of those really small ones, not for sitting on
Við nutum þess fyrst að vera í stofu með sjónvarpi en fórum svo út að borða.
We had dinner in Pizzico, we had steaks, hummus, taiziki, steaks, tiramisu and a fantastic lava cake with icecream (called chocolade mousse on the menu). Everything was really good. We were not sure about going there because of previous reviews about bad service but the service we had was outstanding, they take special car with the wines, and the coniac was heated to perfection. There were quite a few guests but not full. The atmosphere if friendly, we sat in cozy sofas by the wall. The place is much nicer on the inside than outside. Highly recommend

Þar sem við vissum að við yrðum þarna bara einn dag ákváðum við að skipta liði og hver mynd sinna sínu.  Ég setti tærnar uppí loft á ströndinni, synti í sjónum sem var heitur, ósköp notalegur dagur fámennt og mjög heitt.


Gunnar aftur á móti fór á Sjóminjasafnið og skoðaði höfnina, og forna frægð borgarinnar sem var eitt sinn áfangastaður ríkra sem silgdu um svartahafið og komu svo í land til að spila í casino sem núna var ekki í neinni notkun þó þetta væri falleg bygging við aðaltorgið í gamla bænum. Gunnar var svo genginn uppað hnjám þegar hann kom að sækja mig svo þau voru þung skrefin upp allar ábyggilega 70 tröppurnar af ströndinni.  Ég var aftur á móti bara spræk eftir að hafa flatmagað með hljóðbók og fór og sótti pizzzur fyrir okkur.
Svo næsta dag var það bara lestin heim og afslöppun en það einkenndi þessa viku að við vorum ekkert að spenna okkur að gera of mikið og tókum lífinu með mikilli ró.

Hér eru meiri myndir frá þessum dögum.  og svo kemur annar póstur með seinni hluta vikunnar.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli