Síður

laugardagur, maí 12, 2018

Bucharest - dagur 1

Nú er ég búin að vera einn sólarhring í Bucharest, koma mér fyrir í íbúðinni og heimsækja háskólann.

Íbúðin er alveg eins og lofað var, ég er mest ánægð með skrifborðstólinn og gott netsamaband.  Verra eru sexfætt sambýlisdýr í stærri kantinum og rúmið er lágt og óspennandi en dugar.  Vonandi verður það samt einsdæmi en það var rafmagnslaust þegar ég kom úr gönguferðinni í gær.

Ég gekk töluvert um borgina í gær til að átta mig á hlutunum.  Að sumu leyti minnir hún mig á París en að öðru leyti á Kúbu og svo er smá ameríka inni á milli.  París kemur aðallega frá byggingastílnum, þétt skreytt  íbúðarhús uppá 6-8 hæðir, þeirra eigin sigurbogi og breiðstræti sem minna á Champs Elysees.  Kúba kemur af niðurníðslunni, hér vantar nokkra milljón lítra af málningu og veggir eru brotnir og ég hef hvergi séð eins mikið veggjakrot, þá meina ég krot en ekki fínar myndir.  Ameríka kemur svo inn af stórum auglýsingaskiltum, ljósaskiltum, verslunarmiðstöð, og svona retail parks. Svo er greinilega verið að breikka breiðstrætin eða laga gatnamót og mér fannst sorglegt að sjá svona fallegan gosbrunn brotinn niður.


Annað sem ég tek eftir í útlöndum er hvað sé gert við ruslið.  Enn hef ég ekki séð nein merki um flokkun eða endurvinnslu, sá meira að segja sorp úti á götu rétt hjá þar sem ég bý, en sumar götur þar eru víst varasamar og mér sagt að ganga ekki þar ein að kvöldi. Þar sem ég gekk í gær var samt snyrtilegar götur, bara tveir hundar og svotil enginn að reykja úti á götu þar til ég var komin í bæinn og tveir bankastarfsmenn í pásu voru að púa.


Verðlagið er bara djók, leigubíll 19 km frá flugvellinnum kostaði 922 kr. Hamborgari og tveir stórir bjórar með ríflegu þjórféi á frekar fínum veitingastað 1800 kr.


Ég fór í háskólann sem er með í verkefninu, hér eru margir háskólar, jafnvel í sömu byggingunni.  Þessi er í byggingu sem fyrrum stjórnvöld byggðu með það í huga að þar yrði almennings mötuneyti að sönnum kommonískum stíl, en af því verð ekki svo flestar svona byggingar urðu að verslunarmiðstöðvum en þessi að háskóla.

Þessi og margir háskólarnir eru einkareknir, og ég hafði ekki skilið hvernig Makerspacið sem er með okkur í verkefninu gat verið húsnæðislaust, en það og fleirri slík eru víst einkarekin og rekstrarmódelið er þannig að þau selja almenningi sem vill nota áskrift.

Nú sit ég bara og fer yfir síðustu verkefni annarinnar, meistaraverkefni og hlusta á Eurovision söngvakeppnina.

Meira seinna.

Myndir úr háskólanum 

Myndir af röltinu.

1 ummæli:

  1. Gaman að fá að fylgjast með Svava. Ég kannast við margt af lýsingum þínum. Hlakka til að líta við hjá þér hér á blogginu í Búkarest.

    SvaraEyða