Síður

fimmtudagur, september 18, 2014

París - aftur og dásamleg-1

18. september fórum við í stutta ferð til Parísar með FIT- vinnufélögum Gunnars. Við gistum á Holiday Inn í 6. hverfi, rétt við Montparnasse. Ósköp venjulegt og notalegt Holiday Inn, en afskapega vel staðsett með St.Placide lestarstöðina næstum á þröskuldinum.
Fórum í næturflugi svo lent var snemma um morguninn. Við röltum næstu götur, fórum í morgunmat á hefðbundið franskt kaffihús.
Á næsta borði við okkur sat maður í bol og gallabuxum frekar venjulegur. Eftir smá stund settist hjá honum kona falleg, dökkhærð í síðu rauðu pilsi og glæsileg í alla staði. Það er oft sagt að París sé borg ástarinnar og það var alveg greinilegt að ástin var í loftinu. Þau kysstust, og strukust og lögði vanga saman dreymin á svip.
Sígaunaprinsessan og fótboltabullan hittust á kaffi húsinu.
Hún var með hring
Hann ekki. 
Á sama tíma steðjaði inn að barnum önnur falleg kona, há og glæsileg kyssti barþjóninn á báðar kinnar og pantaði kaffi. skommu síðar kemur karl, hár, ekki eins myndarlegur. Hann  daðraði mikið,  hún smá, svo fóru þau í leigubíl hún afturí og hann ók.


Eftir kaffihúsið duttum við inn í HM með deild fyrir myndarlegu konurnar og ég gat keypt mér fallega skyrtu. Svo skunduðum við upp í Montparnasse turninn, þar fer lyfta með mann á 38 sekúndum fyrir 15 evrur upp á 56 hæð, þar er svona túristadót, gagnvirkir skjáir, minjagripir og veitingasala. En það sem meira máli skiptir gluggar í 360° svo hægt er að sjá yfir alla borgina. Við tókum fullt af myndum, gengum upp líka á 59 hæð upp á þakið.



Líklegra er bara sniðugra að fara upp í þennan turn og fá þá svona flott útsýni yfir Eiffel Turninn.

Eftir þetta ævintýri gátum við tékkað okkur inn og lagt okkur. Svo farið út að borða rétt hinum megin við hornið, fékk pasta með laxi og hvítt í glas úti á gangstétt í dásamlegum hita og fjörugu mannlífi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli