Föstudagur 19. september, dagur 2 af þessari Parísarferð.
Nú var haldið í skoðunarferð með öllum hópnum og henni Kristínu Parísardömu hún veit fullt og segir skemmtilega frá allavega talar um hluti sem hún veit að íslenskir ferðamenn hafa áhuga á. Við keyrðum um allt fengum fullt af upplýsingum og ráðum.
Þessi mynd er tekið við Eiffel turninn er blessaðir sölumennirnir eru við helstu staði með sitt fátæklega vöruúrval sem samstendur af turnum í ýmsum stærðum, slæður, veskispeglar og ísskápaseglar, greyin....
Svo stukkum við út því við ætluðum að spóka okkur og fara á nýtímalistasafn. Fyrst röltum við um, hádegisverður úti þar sem við horfðum á túristana, unglingana, nunnur, skriftstofufólk og allskonar á fleygiferð.Nútímalistasafnið heitir Centre Georges Pompidou það er í nýrri byggingur á Parísarmælikvarða, með rúllustigum utaná í glertúbum og sker sig út úr borgarmyndinni eins og við sáum hana úr Montparnasse turninum.
Efst uppi er rosaflottur veitingastaður, sem við fengum okkur drykk í steikjandi hitanum. Þangað upp er hægt að fara upp ókeypis og sjá útsýnið.
Innihaldið er samt alveg frábært, við völdum úr tvær sýningar af mk. 4 sem voru í gangi, ein tímabundin safnsýning Martial Raysse við höfðum aldrei heyrt um hann áður en verkin hans eru allskonar, videoverk unnin með vinum sínum, ma. Erró, málverk, neonlæjósaverk og alls kyns skemmtilegheit. Ég var að segja við Gunnar að að mörgu leyti hef ég meira gaman af nútímalist, hún lætur mann undrast, hugsa, hneyskslast og spá hvert listamaðurinn er eiginlega að fara. Líklega gerðu gömlu meistararnir það í sínu samhengi á sínum tíma, þó ég fatti það ekki núna.
Hin sýningin var Saga, listir, arkitektúr og hönnun frá 1980 til nú sem verður uppi til 2016. Mjög ágeng sýning, áhugaverð mikið um stríð og hörmungar, m.a. stoppuðum við lengi að horfa að heimildamynd um 9/11.
Eftir allt þetta var klukkan orðin margt, við dauðuppgefin, fórum í metróið í búð og svo með smá picknick uppá hótel.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli