Síður

mánudagur, nóvember 25, 2013

Carmen og Sveinsstykki

Ég hef einsett mér að skrifa hér þegar við við förum út að njót menningar.  Núna hafa annir valdið því að skýrslugerð/blogg hefur orðið útundan. En á meðan ég man þá fórum við Magga á Carmen 10. nóvember. Stór og flott sýning og dásamlegir söngvarar, samt vantaði eitthvað, Carmen (Sesselja Kristjánsdóttir) ekki nógu tælandi, söng mjög vel fágað og stillt en Carmen á eiginlega ekki að vera þannig. Nautabaninn (Hrólfur Sæmundsson) of stífur. Nú veit maður ekki hvort þetta er leikstjórnin eða hvort það að vera uppi á 2, svölum tekur af, maður sér ekki almennilega svipbrigði þar.  Allavega góð sýning en ekki mjög eftriminnileg.

Svo fórum við Gunnar að sjá Sveinsstykki í Þjóleikhúsinu. Frábær sýning um það eiginlega að láta tækifærin renna sér úr greipum og vera of stilltur og bíða eftir að hlutirnir gerist. Gunnar allavega pikkaði það út og sendi mér sneið, þar sem mér hættir til að vera of stillt meðan hann fer sínar eigin leiðir og grípur öll tækifæri opnum höndum. Ég hef nú breyst pínu og næsta er að taka Arnar Jónsson til fyrirmyndar sem fór á kostum í sýningunni og geta farið kollhnís aftur á bak á sjötugsafmælinu !

Engin ummæli:

Skrifa ummæli